Leikmenn Barcelona rifu heilu torfurnar og líktu vellinum við strönd: Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 14:00 Leikmenn Barcelomna rifu hreinlega upp heilu þökurnar. Vísir/Getty Það voru mjög ósáttir leikmenn Barcelona sem gengu af velli um helgina þrátt fyrir 1-0 útisigur á Valladolid. Ástæðan er skelfilegt ástand grasvallarins en leikmenn Barcelona gátu hreinlega þakkað fyrir að meiðast ekki í þessum leik. Lionel Messi skoraði ekki í leiknum sem var kannski skiljanlegt enda ekki bara að reyna að komast í gegnum þétta varnarlínu Real Valladolid heldur framhjá ótal „þúfum“ og gildrum á lausum vellinum. Real Valladolid er nýliði í spænsku deildinni í ár. Liðið komst upp í gegnum umspil en endaði í fimmta sæti b-deildinni á síðasta tímabili.Turf's up, dudes. La Liga is investigating the "deplorable" pitch with areas that "seemed more like a beach"https://t.co/gAwX9GsmXbpic.twitter.com/WFqOyJVoJo — BBC Sport (@BBCSport) August 27, 2018Leikvangur Real Valladolid heitir Estadio José Zorrilla og var langt frá því að vera tilbúinn að hýsa leik í spænsku deildinni. „Á sumum stöðum á vellinum var eins og þú værir á ströndinni,“ sagði Sergio Busquets, miðjumaður Barcelona.I present to uu the "Estadio Jose Zorrilla" 's pitch in a closer look !! #ForçaBarça#ValladolidBarçapic.twitter.com/8SfY9G85Zh — Bahaeddine (@FibonaStein) August 25, 2018„Það er ótrúlegt að enginn frá La Liga hafi fundist ástæða til að skoða grasið fyrir leikinn. Það er ekki hægt að spila á þessu,“ sagði Busquets. „Þetta var aumkunarvert. Ég vona að þeir sem ráða komi sínu á hreint og lagi þetta því þetta er sorglegt,“ sagði Gerard Pique. La Liga hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem þeir staðfesta að rannsókn sé farin í gang af hverju völlurinn hafi ekki verið boðlegur. Nú hefur komið í ljós að vallarstarfsmenn á Estadio José Zorrilla endurlögðu grasið á þriðjudaginn var eða innan við viku fyrir leikinn. Það þarf því ekki að koma mikið á óvart að völlurinn hafi verið laus í sér. The state of the pitch here at the Estadio Jose Zorrilla is something else.... Follow #ValladolidBarça live https://t.co/lWYmULwrZLpic.twitter.com/yp7grORsgk — Standard Sport (@standardsport) August 25, 2018Knattspyrnustjórinn Sergio Gonzalez sagði að félagið hafi gert allt í sínu valdi til að gera völlinn klárann í tíma. „Við vorum síðasta félagið til að tryggja okkur sæti í deildinni og við vorum í vandræðum með að gera völlinn klárann fyrir fyrsta heimaleik,“ viðurkenndi Sergio Gonzalez.Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skrautlegar myndir af grasinu á Estadio José Zorrilla.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty Spænski boltinn Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Sjá meira
Það voru mjög ósáttir leikmenn Barcelona sem gengu af velli um helgina þrátt fyrir 1-0 útisigur á Valladolid. Ástæðan er skelfilegt ástand grasvallarins en leikmenn Barcelona gátu hreinlega þakkað fyrir að meiðast ekki í þessum leik. Lionel Messi skoraði ekki í leiknum sem var kannski skiljanlegt enda ekki bara að reyna að komast í gegnum þétta varnarlínu Real Valladolid heldur framhjá ótal „þúfum“ og gildrum á lausum vellinum. Real Valladolid er nýliði í spænsku deildinni í ár. Liðið komst upp í gegnum umspil en endaði í fimmta sæti b-deildinni á síðasta tímabili.Turf's up, dudes. La Liga is investigating the "deplorable" pitch with areas that "seemed more like a beach"https://t.co/gAwX9GsmXbpic.twitter.com/WFqOyJVoJo — BBC Sport (@BBCSport) August 27, 2018Leikvangur Real Valladolid heitir Estadio José Zorrilla og var langt frá því að vera tilbúinn að hýsa leik í spænsku deildinni. „Á sumum stöðum á vellinum var eins og þú værir á ströndinni,“ sagði Sergio Busquets, miðjumaður Barcelona.I present to uu the "Estadio Jose Zorrilla" 's pitch in a closer look !! #ForçaBarça#ValladolidBarçapic.twitter.com/8SfY9G85Zh — Bahaeddine (@FibonaStein) August 25, 2018„Það er ótrúlegt að enginn frá La Liga hafi fundist ástæða til að skoða grasið fyrir leikinn. Það er ekki hægt að spila á þessu,“ sagði Busquets. „Þetta var aumkunarvert. Ég vona að þeir sem ráða komi sínu á hreint og lagi þetta því þetta er sorglegt,“ sagði Gerard Pique. La Liga hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem þeir staðfesta að rannsókn sé farin í gang af hverju völlurinn hafi ekki verið boðlegur. Nú hefur komið í ljós að vallarstarfsmenn á Estadio José Zorrilla endurlögðu grasið á þriðjudaginn var eða innan við viku fyrir leikinn. Það þarf því ekki að koma mikið á óvart að völlurinn hafi verið laus í sér. The state of the pitch here at the Estadio Jose Zorrilla is something else.... Follow #ValladolidBarça live https://t.co/lWYmULwrZLpic.twitter.com/yp7grORsgk — Standard Sport (@standardsport) August 25, 2018Knattspyrnustjórinn Sergio Gonzalez sagði að félagið hafi gert allt í sínu valdi til að gera völlinn klárann í tíma. „Við vorum síðasta félagið til að tryggja okkur sæti í deildinni og við vorum í vandræðum með að gera völlinn klárann fyrir fyrsta heimaleik,“ viðurkenndi Sergio Gonzalez.Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skrautlegar myndir af grasinu á Estadio José Zorrilla.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
Spænski boltinn Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Sjá meira