Umdeildur öryggisbúnaður bjargaði ökuþór í Belgíu Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. ágúst 2018 06:00 Hér sést bíll Alonso fljúga yfir bíl Leclerc í Belgíu í gær. Vísir/Getty Charles Leclerc, ökuþór frá Mónakó sem ekur fyrir Sauber í Formúla 1 var stálheppinn að sleppa ómeiddur í Spa-kappakstrinum í gær þegar bíll Fernando Alonso fór á flug yfir bíl Leclerc. Átti atvikið sér stað stuttu eftir ræsingu við fyrstu beygju brautarinnar. Fyrr á þessu ári var settur nýr öryggisbúnaður í bílanna sem kallaður er Halo og þykir umdeildur meðal ökuþóra. Heyrðist helst að hann skyggði á útsýni við akstur og að hann myndi ekki gera neitt gagn kæmi til áreksturs. Hann virtist hinsvegar bjarga málunum í gær þegar hann kom í veg fyrir að bíllinn lenti að hluta til á Leclerc. „Þessi öryggisbúnaður gerði svo sannarlega sitt gagn, það er engin leið að segja hvað hefði gerst ef þetta hefði ekki verið til staðar,“ sagði Leclerc feginn eftir að hann slapp óhultur úr atvikinu og tók Alonso í sama streng. „Þetta sannar hvaða gildi þetta hefur fyrir íþróttina, ekki að það hafi þurft til.“ Tók langan tíma að hreinsa brautina en keppni var svo ræst á ný og vann Sebastian Vettel öruggan sigur. Fjögur ár eru liðin síðan Jules Bianchi lést eftir harðan árekstur í Japan en það var fyrsta dauðsfall ökuþórs í keppni í Formúlu 1 í tuttugu ár. Birtist í Fréttablaðinu Formúla Tengdar fréttir Vettel sigraði á Spa │Þrír bílar úr leik eftir árekstur í upphafi Sebastian Vettel vann öruggan sigur í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Lewis Hamilton er þó enn efstur á stigalista ökuþóra. 26. ágúst 2018 14:47 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Charles Leclerc, ökuþór frá Mónakó sem ekur fyrir Sauber í Formúla 1 var stálheppinn að sleppa ómeiddur í Spa-kappakstrinum í gær þegar bíll Fernando Alonso fór á flug yfir bíl Leclerc. Átti atvikið sér stað stuttu eftir ræsingu við fyrstu beygju brautarinnar. Fyrr á þessu ári var settur nýr öryggisbúnaður í bílanna sem kallaður er Halo og þykir umdeildur meðal ökuþóra. Heyrðist helst að hann skyggði á útsýni við akstur og að hann myndi ekki gera neitt gagn kæmi til áreksturs. Hann virtist hinsvegar bjarga málunum í gær þegar hann kom í veg fyrir að bíllinn lenti að hluta til á Leclerc. „Þessi öryggisbúnaður gerði svo sannarlega sitt gagn, það er engin leið að segja hvað hefði gerst ef þetta hefði ekki verið til staðar,“ sagði Leclerc feginn eftir að hann slapp óhultur úr atvikinu og tók Alonso í sama streng. „Þetta sannar hvaða gildi þetta hefur fyrir íþróttina, ekki að það hafi þurft til.“ Tók langan tíma að hreinsa brautina en keppni var svo ræst á ný og vann Sebastian Vettel öruggan sigur. Fjögur ár eru liðin síðan Jules Bianchi lést eftir harðan árekstur í Japan en það var fyrsta dauðsfall ökuþórs í keppni í Formúlu 1 í tuttugu ár.
Birtist í Fréttablaðinu Formúla Tengdar fréttir Vettel sigraði á Spa │Þrír bílar úr leik eftir árekstur í upphafi Sebastian Vettel vann öruggan sigur í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Lewis Hamilton er þó enn efstur á stigalista ökuþóra. 26. ágúst 2018 14:47 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Vettel sigraði á Spa │Þrír bílar úr leik eftir árekstur í upphafi Sebastian Vettel vann öruggan sigur í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Lewis Hamilton er þó enn efstur á stigalista ökuþóra. 26. ágúst 2018 14:47