Wow Air segir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um að kenna Hersir Aron Ólafsson skrifar 26. ágúst 2018 20:00 Upplýsingafulltrúi WOW Air hafnar því að rangar upplýsingar um Icelandair komi fram í viðbótarskjölum við útboðskynningu WOW í gær. Hún kennir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um rangan samanburð á einingakostnaði félaganna. Fjallað er um málið á vef Túrista, en fyrst var greint frá því um miðjan ágúst að WOW hygðist sækja sér aukið fjármagn með skuldabréfaútboði. Talsvert hefur verið fjallað um versnandi rekstrarumhverfi íslensku flugfélaganna, en um einn og hálfur mánuður er síðan hlutabréf Icelandair hríðféllu í verði eftir afkomuviðvörun sem birt var 8. júlí.Skýrari upplýsingar í viðbótargögnumÞá hafa sérfræðingar sagt ástæðu til að hafa áhyggjur af WOW Air, þó erfitt sé að segja til um horfur hjá félaginu vegna skorts á upplýsingum.Í gær var hins vegargreint frá tveimur aukasíðumsem bætt var við útboðskynningu WOW, en þar kemur m.a. fram að rekstur félagsins hafi verið réttu megin við núllið á seinni helmingi síðasta árs – þrátt fyrir tæplega 2,4 milljarða tap á árinu öllu, en þær upplýsingar hafa ekki komið fram áður.Í viðbótargögnunum koma hins vegar einnig fram upplýsingar um stöðu samkeppnisaðilans, sem virðast byggðar á röngum forsendum.Kostnaður Icelandair Group birtur, í stað IcelandairÞannig er einingakostnaður Icelandair sagður vera hátt í tvöfalt hærri en hjá WOW. Samkvæmt umfjöllun í dag virðist þessum tölum nú hafa verið eytt, enda hafi allur kostnaður Icelandair Group samstæðunnar, m.a. vegna rekstrar hótela og annarra atriða sem ekki tengjast millilandaflugi Icelandair, ranglega verið tekinn inn í jöfnuna. Úr varð hærri einingakostnaður Icelandair og meira bil milli félaganna en rétt er. Ekki fékkst viðtal við forsvarsmenn WOW vegna málsins, en í skriflegu svari segir m.a. að útreikningar séu byggðir á opinberum gögnum og jákvætt væri ef Icelandair birti betur sundurliðaðar upplýsingar. Þá komi skýrt fram í gögnunum að um Icelandair Group sé að ræða, og því ekki hægt að segja að tölurnar séu ekki réttar. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Olíukostnaður fjórðungur af tekjum WOW Air Hærra olíuverð er meginskýringin á versnandi afkomu WOW air. Verð á flugeldsneyti hækkaði um 36 prósent á fyrri helmingi ársins en ólíkt evrópskum keppinautum ver félagið ekki eldsneytiskaup sín. 16. ágúst 2018 05:00 Hlutafjáraukning hjá Wow Air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé. 13. ágúst 2018 17:00 WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Upplýsingafulltrúi WOW Air hafnar því að rangar upplýsingar um Icelandair komi fram í viðbótarskjölum við útboðskynningu WOW í gær. Hún kennir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um rangan samanburð á einingakostnaði félaganna. Fjallað er um málið á vef Túrista, en fyrst var greint frá því um miðjan ágúst að WOW hygðist sækja sér aukið fjármagn með skuldabréfaútboði. Talsvert hefur verið fjallað um versnandi rekstrarumhverfi íslensku flugfélaganna, en um einn og hálfur mánuður er síðan hlutabréf Icelandair hríðféllu í verði eftir afkomuviðvörun sem birt var 8. júlí.Skýrari upplýsingar í viðbótargögnumÞá hafa sérfræðingar sagt ástæðu til að hafa áhyggjur af WOW Air, þó erfitt sé að segja til um horfur hjá félaginu vegna skorts á upplýsingum.Í gær var hins vegargreint frá tveimur aukasíðumsem bætt var við útboðskynningu WOW, en þar kemur m.a. fram að rekstur félagsins hafi verið réttu megin við núllið á seinni helmingi síðasta árs – þrátt fyrir tæplega 2,4 milljarða tap á árinu öllu, en þær upplýsingar hafa ekki komið fram áður.Í viðbótargögnunum koma hins vegar einnig fram upplýsingar um stöðu samkeppnisaðilans, sem virðast byggðar á röngum forsendum.Kostnaður Icelandair Group birtur, í stað IcelandairÞannig er einingakostnaður Icelandair sagður vera hátt í tvöfalt hærri en hjá WOW. Samkvæmt umfjöllun í dag virðist þessum tölum nú hafa verið eytt, enda hafi allur kostnaður Icelandair Group samstæðunnar, m.a. vegna rekstrar hótela og annarra atriða sem ekki tengjast millilandaflugi Icelandair, ranglega verið tekinn inn í jöfnuna. Úr varð hærri einingakostnaður Icelandair og meira bil milli félaganna en rétt er. Ekki fékkst viðtal við forsvarsmenn WOW vegna málsins, en í skriflegu svari segir m.a. að útreikningar séu byggðir á opinberum gögnum og jákvætt væri ef Icelandair birti betur sundurliðaðar upplýsingar. Þá komi skýrt fram í gögnunum að um Icelandair Group sé að ræða, og því ekki hægt að segja að tölurnar séu ekki réttar.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Olíukostnaður fjórðungur af tekjum WOW Air Hærra olíuverð er meginskýringin á versnandi afkomu WOW air. Verð á flugeldsneyti hækkaði um 36 prósent á fyrri helmingi ársins en ólíkt evrópskum keppinautum ver félagið ekki eldsneytiskaup sín. 16. ágúst 2018 05:00 Hlutafjáraukning hjá Wow Air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé. 13. ágúst 2018 17:00 WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Olíukostnaður fjórðungur af tekjum WOW Air Hærra olíuverð er meginskýringin á versnandi afkomu WOW air. Verð á flugeldsneyti hækkaði um 36 prósent á fyrri helmingi ársins en ólíkt evrópskum keppinautum ver félagið ekki eldsneytiskaup sín. 16. ágúst 2018 05:00
Hlutafjáraukning hjá Wow Air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé. 13. ágúst 2018 17:00
WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00