Reiði meðal lögreglumanna Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2018 18:30 Formaður Landssambands lögreglumanna segir dæmi um að hverfi í Reykjavík eða sveitarfélög á landinu séu eftirlitslaus komi upp tímafrek eða stærri útköll. Hann segir slæmt ástand innan lögreglunnar ekki einskorðast við höfuðborgarsvæðið, ástandið sé eins um allt land. Í þættinum Sprengisandi á Bylgunni í morgun tók Sigríður Andersen dómsmálaráðherra undir þær áhyggjur að lögreglumenn séu of fáir. Hún vakti mikla reiði meðal lögreglumanna í síðustu viku þegar hún sagði aldrei eins vel búið að lögreglunni og nú. Lögreglumenn segja ástandið hinsvegar svart og sleppa þurfi útköllum og forgangsraða næstum daglega. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir vanta að lágmarki 100 lögreglumenn til starfa á landinu. „Álagið er of mikið, það eru of fáir lögreglumenn að störfðum og það vantar fjármagn innan lögreglunnar, það er alveg sama hvað hver segir um það,” bendir hann á. Hann segir lausnina einfalda, það þurfi að stórauka fjárframlög til lögreglu.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Fréttablaðið/Daníel„Það þarf að hafa það í huga þegar þessar tölur eru birtar, á vef stjórnarráðsins, um fjárframlög til lögreglu vantar að minnsta kosti 2,8 milljarða inn í það. Það er að segja sá sammdráttur sem varð frá því fyrir hrun og eftir hrun. Þetta kemur fram í opinberum skjölum sem innanríkisráðuneytið sjálft birti á Alþingi,” segir Snorri.Í tillögum um fjármálaáætlun fyrir árin 2019-2023 kemur fram að markmið ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2023 er að lögregla verði í 90 prósent tilvika með laust og mannað ökutæki til að sinna brýnustu neyðarútköllum um leið og þau berast.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er í lágmarksmönnun og staðan sú að stöð sem telur allt að 60 þúsund íbúa hefur jafnvel bara tvo bíla til umráða, úti á landi er jafnvel um einn bíl að ræða.Ef það þarf að senda í útkall, jafnvel tímafrekt útkall, er þá algengt að hverfi eða bæir séu eftirlitslausir?„Já, það gerist ábyggilega á hverjum einasta degi. Oft á dag og oft á sólahring. Ef við skoðum bara Suðurlandið, fjölfarnasta ferðamannasvæði landsins. Lögreglan þar hefur bent á þessar staðreyndir um undirmönnun og fjárskort. Þannig að bíll upptekinn í uppsveitum Árnessýslu er ekki að þjónusta íbúa Árborgar á meðan, né í Hveragerði eða Þorlákshöfn eða öðrum þeim bæjum sem þar eru," segir Snorri. Lögreglumál Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Formaður Landssambands lögreglumanna segir dæmi um að hverfi í Reykjavík eða sveitarfélög á landinu séu eftirlitslaus komi upp tímafrek eða stærri útköll. Hann segir slæmt ástand innan lögreglunnar ekki einskorðast við höfuðborgarsvæðið, ástandið sé eins um allt land. Í þættinum Sprengisandi á Bylgunni í morgun tók Sigríður Andersen dómsmálaráðherra undir þær áhyggjur að lögreglumenn séu of fáir. Hún vakti mikla reiði meðal lögreglumanna í síðustu viku þegar hún sagði aldrei eins vel búið að lögreglunni og nú. Lögreglumenn segja ástandið hinsvegar svart og sleppa þurfi útköllum og forgangsraða næstum daglega. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir vanta að lágmarki 100 lögreglumenn til starfa á landinu. „Álagið er of mikið, það eru of fáir lögreglumenn að störfðum og það vantar fjármagn innan lögreglunnar, það er alveg sama hvað hver segir um það,” bendir hann á. Hann segir lausnina einfalda, það þurfi að stórauka fjárframlög til lögreglu.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Fréttablaðið/Daníel„Það þarf að hafa það í huga þegar þessar tölur eru birtar, á vef stjórnarráðsins, um fjárframlög til lögreglu vantar að minnsta kosti 2,8 milljarða inn í það. Það er að segja sá sammdráttur sem varð frá því fyrir hrun og eftir hrun. Þetta kemur fram í opinberum skjölum sem innanríkisráðuneytið sjálft birti á Alþingi,” segir Snorri.Í tillögum um fjármálaáætlun fyrir árin 2019-2023 kemur fram að markmið ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2023 er að lögregla verði í 90 prósent tilvika með laust og mannað ökutæki til að sinna brýnustu neyðarútköllum um leið og þau berast.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er í lágmarksmönnun og staðan sú að stöð sem telur allt að 60 þúsund íbúa hefur jafnvel bara tvo bíla til umráða, úti á landi er jafnvel um einn bíl að ræða.Ef það þarf að senda í útkall, jafnvel tímafrekt útkall, er þá algengt að hverfi eða bæir séu eftirlitslausir?„Já, það gerist ábyggilega á hverjum einasta degi. Oft á dag og oft á sólahring. Ef við skoðum bara Suðurlandið, fjölfarnasta ferðamannasvæði landsins. Lögreglan þar hefur bent á þessar staðreyndir um undirmönnun og fjárskort. Þannig að bíll upptekinn í uppsveitum Árnessýslu er ekki að þjónusta íbúa Árborgar á meðan, né í Hveragerði eða Þorlákshöfn eða öðrum þeim bæjum sem þar eru," segir Snorri.
Lögreglumál Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira