Fimm eru enn í lífshættu eftir að rúta með 33 pílagríma innanborðs valt á leið frá réttrúnaðarklaustri í þorpinu Bozhuristhe um 50 kílómetra norður af Sofíu höfuðborgar Búlgaríu.
AP greinir frá því að 16 hafi látist eftir veltuna, þrír þeirra á sjúkrahúsi. Búlgarska lögreglan segir að rútan hafi oltið út af veginum og niður á hliðarveg.
Forsætisráðherra Búlgaríu, Boyko Borisov, kallaði á neyðarfundi í dag eftir því að umferðaröryggi verði aukið, sérstaklega yfir hásumarið þegar mest er af ferðamönnum í landinu.
Einnig lýsti ríkisstjórn Búlgaríu því yfir að á mánudag verði lýst yfir þjóðarsorg vegna slyssins.
16 látnir eftir rútuslys í Búlgaríu
Andri Eysteinsson skrifar
