Innlent

Launahækkanir ekki eina leiðin til þess að bæta lífskjör samkvæmt skýrslu stjórnvalda

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrirskipaði vinnslu skýrslunnar.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrirskipaði vinnslu skýrslunnar. Vísir/Ernir
Í nýrri skýrslu um stöðu efnahagsmála í aðdraganda kjarasamninga kemur meðal annars fram að fleiri þættir en fjöldi króna í launaumslagi hafi áhrif á lífsgæði Íslendinga. Skýrslan var unnin af Gylfa Zoega hagfræðingi fyrir forsætisráðuneytið.

Í skýrslunni segir að þegar sest sé að kjarasamningaborðinu verði að hafa í huga fleiri þætti sem geta haft áhrif á lífsgæði landsmanna, svo sem húsnæðisverð, vaxtakostnað og frítíma. Séu þessir þættir hafðir í huga „gefist því nokkur tækifæri til þess að bæta lífskjör án þess að skerða samkeppnishæfni útflutningsatvinnuveganna með of miklum launahækkunum.“

Í lokaorðum ágrips skýrslunnar segir: „Við gerð kjarasamninga í haust skiptir höfuðmáli að samið verði um raunhæfar hækkanir sem styðja við framkvæmd peningastefnu og stjórn ríkisfjármála þannig að áfram verði unnt að tryggja lága vexti, litla verðbólgu, áframhaldandi hagvöxt og vaxandi kaupmátt launa.“

Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni hér.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×