Viðskipti innlent

Hafa brugðist vel við tilboði WOW air

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir að salan hafi gengið vel í dag.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir að salan hafi gengið vel í dag. Vísir/Vilhelm
Sala flugsæta WOW air í íslenskum krónum er 410% hærri í dag en hún hefur verið að meðaltali undanfarna viku. Ætla má að það sé vegna nýjasta tilboðs flugfélagsins.

Vísir fjallaði um það í gærkvöldi að WOW air byði upp á 40% afslátt á fargjaldi WOW air með afsláttarkóðanum WOWSALE. Kaup Íslendinga á farmiðum með WOW air síðustu daga hefur verið nokkru meiri en á sama tíma í fyrra.

Í tilkynningu frá framkvæmdastjóra samskiptasviðs WOW air kemur fram að Íslendingar hafi helst valið ferðir til Berlínar, Kaupmannahafnar, Tenerife og nýrra áfangastaða í Norður-Ameríku.

„Við erum afar þakklát íslensku þjóðinni það traust og þá miklu velvild sem hún hefur sýnt okkur. Fjármögnunarferlið gengur vel og við höldum ótrauð áfram að bjóða upp á lægsta verðið yfir hafið,“ segir Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air.


Tengdar fréttir

Skúli stendur keikur

Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×