Danskt flutningaskip freistar þess að sigla norður fyrir Rússland Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2018 15:21 Í farmi flutningaskipsins verður meðal annars frosinn fiskur og önnur kælivara. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Flutningaskip danska skipafélagsins Maersk ætlar að reyna að verða fyrsta flutningaskipið til að sigla um Norður-Íshafið norður fyrir Rússland. Ætlunin er að sigla frá Vladívostok í austanverðu Rússlandi og vestur til Sankti Pétursborgar. Venta Maersk á að flytja 3.600 flutningagáma og vonast stjórnendur félagsins til þess að það komist á áfangastað í seinni hluta september, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gangi allt að óskum myndi það stytta siglingartímann um fjórtán daga. Skipið myndi annars þurfa að sigla suður fyrir Evrasíu og í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi. Tilgangur siglingarinnar er í og með að safna upplýsingum um norðurleiðina og hvort að hop hafíssins á norðurskautinu geri siglingar á norðurslóðum raunhæfar. Fram að þessu hafa skip aðeins getað siglt þar um í fylgd kjarnorkuknúinna ísbrjóta. „Eins og er sjáum við ekki Norður-Íshafsleiðina sem efnahagslegan valkost við núverandi kerfi okkar sem stjórnast af kröfum viðskiptavina okkar, viðskiptamynstri og þéttbýlismiðstöðvum,“ segir skipafélagið. Hafísinn á norðurskautinu hefur hopað mikið undanfarin ár og áratuga. Samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna var útbreiðsla hafsíssins þar 13,2% minni í júlí en meðaltal áranna 1981-2010. Það er níunda minnsta útbreiðslan á þessum árstíma frá upphafi gervihnattamælinga árið 1979. Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Flutningaskip danska skipafélagsins Maersk ætlar að reyna að verða fyrsta flutningaskipið til að sigla um Norður-Íshafið norður fyrir Rússland. Ætlunin er að sigla frá Vladívostok í austanverðu Rússlandi og vestur til Sankti Pétursborgar. Venta Maersk á að flytja 3.600 flutningagáma og vonast stjórnendur félagsins til þess að það komist á áfangastað í seinni hluta september, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gangi allt að óskum myndi það stytta siglingartímann um fjórtán daga. Skipið myndi annars þurfa að sigla suður fyrir Evrasíu og í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi. Tilgangur siglingarinnar er í og með að safna upplýsingum um norðurleiðina og hvort að hop hafíssins á norðurskautinu geri siglingar á norðurslóðum raunhæfar. Fram að þessu hafa skip aðeins getað siglt þar um í fylgd kjarnorkuknúinna ísbrjóta. „Eins og er sjáum við ekki Norður-Íshafsleiðina sem efnahagslegan valkost við núverandi kerfi okkar sem stjórnast af kröfum viðskiptavina okkar, viðskiptamynstri og þéttbýlismiðstöðvum,“ segir skipafélagið. Hafísinn á norðurskautinu hefur hopað mikið undanfarin ár og áratuga. Samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna var útbreiðsla hafsíssins þar 13,2% minni í júlí en meðaltal áranna 1981-2010. Það er níunda minnsta útbreiðslan á þessum árstíma frá upphafi gervihnattamælinga árið 1979.
Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira