Suður-afrísk stjórnvöld krefjast skýringa á tísti Trump um bændamorð Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2018 12:05 Mótmæli gegn drápum á hvítum bændum letruð aftan á bíl í Suður-Afríku. Opinberar tölur benda þó til þess að ekki hafi færri bændur verið drepnir í 20 ár. Vísir/AP Talsmaður forseta Suður-Afríku segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi fengið rangar upplýsingar um eignaupptöku og morð á hvítum bændum þar í landi. Trump virðist hafa tíst um ástand mála í Afríkulandinu á grundvelli umfjöllunar á íhaldssamri sjónvarpsstöð með ásökunum sem hafa verið hvítum þjóðernissinnum hugleiknar. Bandaríkjaforseti sagðist í tístinu hafa óskað eftir því við utanríkisráðherra sinn að ráðuneytið rannsakaði eignaupptöku á bújörðum og „víðtækum“ drápum á bændum. Vitnaði hann í þáttastjórnanda Fox News sem fullyrti í gær að ríkisstjórn Suður-Afríku gerði jarðir hvítra bænda upptækar.Reuters-fréttastofan segir að suður-afríska utanríkisráðuneytið ætli að krefja sendiráð Bandaríkjanna í Pretoríu skýringa á tísti Trump. Hann hefur enn ekki tilnefnt nýjan sendiherra í Suður-Afríku. „Suður-Afríka hafnar algerlega þessari þröngu sýn sem reynir aðeins að sundra þjóð okkar og minnir okkur á nýlendufortíð okkar,“ tísti opinber reikningur ríkisstjórnar Suður-Afríku.Gengið hægt að rétta af misskiptingu í eignarhaldi á jörðum Misskipting á milli hvítra og svartra er enn mikil í Suður-Afríku þrátt fyrir að formlegri aðskilnaðarstefnu hafi lokið á 10. áratug síðustu aldar. Meirihluti jarðnæðis er í eigu hvítra bænda. Stjórnvöld hafa fylgt þeirri stefnu að kaupa land af hvítum bændum sem hafa áhuga á að selja og dreift því til svartra. Endurskipting jarðnæðis hefur þó gengið hægt og telur meirihluta landsmanna að grípa þurfi til frekari aðgerða til þess að jafna leikinn á milli kynþáttanna. Ríkisstjórn Afríska þjóðarráðsins ætlar því að leggja til breytingar á stjórnarskrá landsins til þess að heimila stjórnvöldum að leggja hald á land án bóta. Talsmaður ríkisstjórnarinnar segir að það verði gert án þess að skaða efnahagsvöxt eða fæðuöryggi. Engar bújarðir hafi verið gerðar upptækar frá því að tilkynnt var um breytingarnar. Reuters segir einnig að ofbeldisglæpir séu stórt vandamál í Suður-Afríku. Þar voru 47 bændur drepnir í fyrra. Þrátt fyrir það hafa morð á bændum ekki verið færri í tuttugu ár.Bent er á að þetta er í fyrsta skipti sem Trump tístir um Afríku frá því að hann varð forseti og þá til þess að taka upp hanskann fyrir hvítt fólk. Hann hefur áður kallað Afríkulönd skítaholur.Vísir/GettyÁhugamál hvítra þjóðernissinna og hægriöfgamannaWashington Post segir að tíst Trump sé það fyrsta þar sem hann minnist á Afríku frá því að hann tók við sem forseti Bandaríkjanna. Ásakanirnar um ofsóknir gegn hvítum Suður-Afríkumönnum séu vinsælt umræðuefni hvítra þjóðernissinna og hægriöfgamanna í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu. Þeim verður tíðrætt um meint „þjóðarmorð“ á hvítu fólki í Suður-Afríku. Ekki er langt síðan að ástralskur þingmaður var sakaður um rasisma þegar hann sagði að hvítir Suður-Afríkumenn ættu að fá stöðu flóttamanna í Ástralíu. Þeir þyrftu að leita hælis í „siðmenntuðu landi“. Tucker Carlson, þáttastjórnandi Fox, sem Trump vitnaði til, sakaði forseta Suður-Afríku um að „hrifsa land frá eigin borgurum án bóta vegna þess að þeir eru með rangan húðlit“. Hvíti minnihlutinn í Suður-Afríku var við völd til ársins 1994 og rak þar stranga aðskilnaðarstefnu. Samkvæmt henni voru hvítir álitnir æðri kynþáttur og svarti meirihlutinn var kúgaður.I have asked Secretary of State @SecPompeo to closely study the South Africa land and farm seizures and expropriations and the large scale killing of farmers. “South African Government is now seizing land from white farmers.” @TuckerCarlson @FoxNews— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 23, 2018 Ástralía Bandaríkin Donald Trump Suður-Afríka Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Talsmaður forseta Suður-Afríku segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi fengið rangar upplýsingar um eignaupptöku og morð á hvítum bændum þar í landi. Trump virðist hafa tíst um ástand mála í Afríkulandinu á grundvelli umfjöllunar á íhaldssamri sjónvarpsstöð með ásökunum sem hafa verið hvítum þjóðernissinnum hugleiknar. Bandaríkjaforseti sagðist í tístinu hafa óskað eftir því við utanríkisráðherra sinn að ráðuneytið rannsakaði eignaupptöku á bújörðum og „víðtækum“ drápum á bændum. Vitnaði hann í þáttastjórnanda Fox News sem fullyrti í gær að ríkisstjórn Suður-Afríku gerði jarðir hvítra bænda upptækar.Reuters-fréttastofan segir að suður-afríska utanríkisráðuneytið ætli að krefja sendiráð Bandaríkjanna í Pretoríu skýringa á tísti Trump. Hann hefur enn ekki tilnefnt nýjan sendiherra í Suður-Afríku. „Suður-Afríka hafnar algerlega þessari þröngu sýn sem reynir aðeins að sundra þjóð okkar og minnir okkur á nýlendufortíð okkar,“ tísti opinber reikningur ríkisstjórnar Suður-Afríku.Gengið hægt að rétta af misskiptingu í eignarhaldi á jörðum Misskipting á milli hvítra og svartra er enn mikil í Suður-Afríku þrátt fyrir að formlegri aðskilnaðarstefnu hafi lokið á 10. áratug síðustu aldar. Meirihluti jarðnæðis er í eigu hvítra bænda. Stjórnvöld hafa fylgt þeirri stefnu að kaupa land af hvítum bændum sem hafa áhuga á að selja og dreift því til svartra. Endurskipting jarðnæðis hefur þó gengið hægt og telur meirihluta landsmanna að grípa þurfi til frekari aðgerða til þess að jafna leikinn á milli kynþáttanna. Ríkisstjórn Afríska þjóðarráðsins ætlar því að leggja til breytingar á stjórnarskrá landsins til þess að heimila stjórnvöldum að leggja hald á land án bóta. Talsmaður ríkisstjórnarinnar segir að það verði gert án þess að skaða efnahagsvöxt eða fæðuöryggi. Engar bújarðir hafi verið gerðar upptækar frá því að tilkynnt var um breytingarnar. Reuters segir einnig að ofbeldisglæpir séu stórt vandamál í Suður-Afríku. Þar voru 47 bændur drepnir í fyrra. Þrátt fyrir það hafa morð á bændum ekki verið færri í tuttugu ár.Bent er á að þetta er í fyrsta skipti sem Trump tístir um Afríku frá því að hann varð forseti og þá til þess að taka upp hanskann fyrir hvítt fólk. Hann hefur áður kallað Afríkulönd skítaholur.Vísir/GettyÁhugamál hvítra þjóðernissinna og hægriöfgamannaWashington Post segir að tíst Trump sé það fyrsta þar sem hann minnist á Afríku frá því að hann tók við sem forseti Bandaríkjanna. Ásakanirnar um ofsóknir gegn hvítum Suður-Afríkumönnum séu vinsælt umræðuefni hvítra þjóðernissinna og hægriöfgamanna í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu. Þeim verður tíðrætt um meint „þjóðarmorð“ á hvítu fólki í Suður-Afríku. Ekki er langt síðan að ástralskur þingmaður var sakaður um rasisma þegar hann sagði að hvítir Suður-Afríkumenn ættu að fá stöðu flóttamanna í Ástralíu. Þeir þyrftu að leita hælis í „siðmenntuðu landi“. Tucker Carlson, þáttastjórnandi Fox, sem Trump vitnaði til, sakaði forseta Suður-Afríku um að „hrifsa land frá eigin borgurum án bóta vegna þess að þeir eru með rangan húðlit“. Hvíti minnihlutinn í Suður-Afríku var við völd til ársins 1994 og rak þar stranga aðskilnaðarstefnu. Samkvæmt henni voru hvítir álitnir æðri kynþáttur og svarti meirihlutinn var kúgaður.I have asked Secretary of State @SecPompeo to closely study the South Africa land and farm seizures and expropriations and the large scale killing of farmers. “South African Government is now seizing land from white farmers.” @TuckerCarlson @FoxNews— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 23, 2018
Ástralía Bandaríkin Donald Trump Suður-Afríka Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira