Cristiano Ronaldo leiðir ítölsku deildina út úr skugganum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2018 13:00 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Örlög ítölsku deildarinnar breyttust 10. júlí 2018. Það er dagurinn sem Sería A eignaðist aftur eina af stærstu fótboltastjörnum heims þegar Cristiano Ronaldo ákvað að yfirgefa Evrópumeistara Real Madrid og semja við Juventus. Bestu knattspyrnumenn heims hópuðust til Ítalíu á níunda og tíunda áratugnum en undanfarin ár hefur deildin þurft að sætta sig að halda til í skuggastrætum heimsfótboltans. Þar hafa vissulega spilað öflugir ítalskir knattspyrnumenn en ítalska landsliðið hefur verið í vandræðum og missti sem dæmi á HM í sumar en það hafði ekki gerst í 60 ár. Þessi mikla knattspyrnuþjóð hefur verið alltof lengi í vandræðalegu aukahlutverki í fótboltaheiminum en nú horfir til betri vegar. Enska úrvalsdeildin var stofnuð 1992 og þegar leið að aldarmótunum þá fóru vægi hennar að aukast í hugum bestu fótboltamannanna og peningar höfðu auðvitað mikið að segja. Á meðan enska deildin tók til síns meira og meira minnkaði aðdráttarafl ítölsku deildarinnar.Hollendingarnir Frank Rijkaard, Marco Van Basten og Ruud Gullit léku allir með AC Milan á sama tíma. Þeir eru hér nýkrýndir Evrópumeistarar með hollenska landsliðinu.Vísir/GettyCalciopoli, þegar stórir klúbbar eins og Juventus, AC Milan, Fiorentina og Lazio flæktustu í risamál tengdum hagræðingu úrslita var síðan gríðarlegt áfall fyrir ítalska fótboltann. Juventus, Fiorentina og Lazio voru öll send niður um deild og Juventus missti meistaratitla sína bæði 2005 og 2006. Ítalir voru heimsmeistarar í fótbolta 2006 en hafa síðan aðeins unnið einn leik samanlagt á þremur heimsmeistaramótum (2010, 2014 og 2018). Erfiðir tímar fyrir þessa miklu fótboltaþjóð. Eftir Calciopoli skandalinn tóku heldur mögur ár á meðan ítalska deildin reyndi að byggja upp orðspor sinn á ný og komast á ný í hóp bestu deilda Evrópu. Það hefur tekið deildina rúman áratug að öðlast aftur þá virðingu að geta fengið til sín leikmann eins og Cristiano Ronaldo. Mörg skref hafa samt verið tekin upp á við á síðustu árum. Undanfarin tímabil hefur Juventus liðið verið að minna verulega á sig í Meistaradeildinni með því að komast tvisvar í úrslitaleikinn á síðustu fjórum árum og á síðasta tímabili heilluðu bæði Napoli og Roma fótboltaheiminn með flottri spilamennsku í baráttunni við bestu lið Evrópu. Juventus var heldur ekki eina stórliðið sem styrkti sig í sumar. Mílan-liðin, AC og Internazionale, hafa líka minnt á sig með því að vera stórtæk á leikmannamarkaðnum. AC Milan og Internazionale voru upp á sitt besta þegar ítalska deildin var síðast samastaður margra af bestu leikmanna heims og það er því góðar fréttir fyrir deildina að þau séu bæði að vakna úr hálfgerðu „fótboltadái“. Meistaradeildarfélögin Roma (seldi markvörðinn Alisson til Liverpool) og Napoli (seldi miðjumanninn Jorginho til Chelsea og stjórinn Maurizio Sarri fór þangað líka) þurftu reyndar að horfa á eftir mjög sterkum leikmönnum en hjá Napoli settist Carlo Ancelotti í stjórastólinn og bæði félög keyptu fullt af mönnum. Roma fékk sem dæmi fjórtán nýja leikmenn og mætir með gerbreytt lið.Ítalir urðu heimsmeistarar 2006 en hafa síðan aðeins unnið einn leik á þremur heimsmeistaramótum.Vísir/GettyÞað eru margir líka sem fagna því að fá félag eins og Parma aftur í hóp þeirra bestu. Liðið varð gjaldþrota árið 2015 og var dæmt niður í D-deild en hefur nú klifrað aftur upp í Seríu A. Kannski lítil táknmynd fyrir hvernig ítalski fótboltinn hefur komið sér aftur inn í hóp bestu deilda Evrópu. Íslendingar fá líka tækifæri til að fylgjast með betrumbættri Seríu A í vetur því Stöð 2 Sport hefur keypt sýningarréttinn af deildinni frá og með næstu helgi. Stöð 2 sýndi líka mikið frá deildinni á blómaárum hennar á níunda og tíunda áratugnum. Fyrsta útsending Stöð 2 Sport frá Seríu A 2018-19 verður leikur Juventus og Lazio klukkan 16.00 á laugardaginn og strax á eftir verður sýndur leikur Napoli og AC Milan. Fjörið byrjar því á tveimur stórleikjum og að sjálfsögðu sjáum við umræddan Cristiano Ronaldo í búningi Juventus í fyrsta sjónvarpsleik tímabilsins frá Ítalíu.Ungur fótboltamaður í treyju Cristiano Ronaldo.Vísir/Getty Ítalski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Fleiri fréttir Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Sjá meira
Örlög ítölsku deildarinnar breyttust 10. júlí 2018. Það er dagurinn sem Sería A eignaðist aftur eina af stærstu fótboltastjörnum heims þegar Cristiano Ronaldo ákvað að yfirgefa Evrópumeistara Real Madrid og semja við Juventus. Bestu knattspyrnumenn heims hópuðust til Ítalíu á níunda og tíunda áratugnum en undanfarin ár hefur deildin þurft að sætta sig að halda til í skuggastrætum heimsfótboltans. Þar hafa vissulega spilað öflugir ítalskir knattspyrnumenn en ítalska landsliðið hefur verið í vandræðum og missti sem dæmi á HM í sumar en það hafði ekki gerst í 60 ár. Þessi mikla knattspyrnuþjóð hefur verið alltof lengi í vandræðalegu aukahlutverki í fótboltaheiminum en nú horfir til betri vegar. Enska úrvalsdeildin var stofnuð 1992 og þegar leið að aldarmótunum þá fóru vægi hennar að aukast í hugum bestu fótboltamannanna og peningar höfðu auðvitað mikið að segja. Á meðan enska deildin tók til síns meira og meira minnkaði aðdráttarafl ítölsku deildarinnar.Hollendingarnir Frank Rijkaard, Marco Van Basten og Ruud Gullit léku allir með AC Milan á sama tíma. Þeir eru hér nýkrýndir Evrópumeistarar með hollenska landsliðinu.Vísir/GettyCalciopoli, þegar stórir klúbbar eins og Juventus, AC Milan, Fiorentina og Lazio flæktustu í risamál tengdum hagræðingu úrslita var síðan gríðarlegt áfall fyrir ítalska fótboltann. Juventus, Fiorentina og Lazio voru öll send niður um deild og Juventus missti meistaratitla sína bæði 2005 og 2006. Ítalir voru heimsmeistarar í fótbolta 2006 en hafa síðan aðeins unnið einn leik samanlagt á þremur heimsmeistaramótum (2010, 2014 og 2018). Erfiðir tímar fyrir þessa miklu fótboltaþjóð. Eftir Calciopoli skandalinn tóku heldur mögur ár á meðan ítalska deildin reyndi að byggja upp orðspor sinn á ný og komast á ný í hóp bestu deilda Evrópu. Það hefur tekið deildina rúman áratug að öðlast aftur þá virðingu að geta fengið til sín leikmann eins og Cristiano Ronaldo. Mörg skref hafa samt verið tekin upp á við á síðustu árum. Undanfarin tímabil hefur Juventus liðið verið að minna verulega á sig í Meistaradeildinni með því að komast tvisvar í úrslitaleikinn á síðustu fjórum árum og á síðasta tímabili heilluðu bæði Napoli og Roma fótboltaheiminn með flottri spilamennsku í baráttunni við bestu lið Evrópu. Juventus var heldur ekki eina stórliðið sem styrkti sig í sumar. Mílan-liðin, AC og Internazionale, hafa líka minnt á sig með því að vera stórtæk á leikmannamarkaðnum. AC Milan og Internazionale voru upp á sitt besta þegar ítalska deildin var síðast samastaður margra af bestu leikmanna heims og það er því góðar fréttir fyrir deildina að þau séu bæði að vakna úr hálfgerðu „fótboltadái“. Meistaradeildarfélögin Roma (seldi markvörðinn Alisson til Liverpool) og Napoli (seldi miðjumanninn Jorginho til Chelsea og stjórinn Maurizio Sarri fór þangað líka) þurftu reyndar að horfa á eftir mjög sterkum leikmönnum en hjá Napoli settist Carlo Ancelotti í stjórastólinn og bæði félög keyptu fullt af mönnum. Roma fékk sem dæmi fjórtán nýja leikmenn og mætir með gerbreytt lið.Ítalir urðu heimsmeistarar 2006 en hafa síðan aðeins unnið einn leik á þremur heimsmeistaramótum.Vísir/GettyÞað eru margir líka sem fagna því að fá félag eins og Parma aftur í hóp þeirra bestu. Liðið varð gjaldþrota árið 2015 og var dæmt niður í D-deild en hefur nú klifrað aftur upp í Seríu A. Kannski lítil táknmynd fyrir hvernig ítalski fótboltinn hefur komið sér aftur inn í hóp bestu deilda Evrópu. Íslendingar fá líka tækifæri til að fylgjast með betrumbættri Seríu A í vetur því Stöð 2 Sport hefur keypt sýningarréttinn af deildinni frá og með næstu helgi. Stöð 2 sýndi líka mikið frá deildinni á blómaárum hennar á níunda og tíunda áratugnum. Fyrsta útsending Stöð 2 Sport frá Seríu A 2018-19 verður leikur Juventus og Lazio klukkan 16.00 á laugardaginn og strax á eftir verður sýndur leikur Napoli og AC Milan. Fjörið byrjar því á tveimur stórleikjum og að sjálfsögðu sjáum við umræddan Cristiano Ronaldo í búningi Juventus í fyrsta sjónvarpsleik tímabilsins frá Ítalíu.Ungur fótboltamaður í treyju Cristiano Ronaldo.Vísir/Getty
Ítalski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Fleiri fréttir Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Sjá meira