Óformlegur stíll Starri Freyr Jónsson skrifar 23. ágúst 2018 11:00 Íþróttafatnaður verður oftast fyrir valinu hjá körfuboltamanninum Kristófer Acox. Hann spilar í Frakklandi í vetur og hlakkar til að komast í sólina og kynnast landinu betur. Fréttablaðið/Stefán Körfuboltamaðurinn og KR-ingurinn Kristófer Acox heldur á vit ævintýranna á næstu dögum þegar hann flytur til Frakklands en þar mun hann spila með franska liðinu Denain Voltaire í frönsku annarri deildinni. Hann er spenntur yfir áskoruninni og segist hafa nýtt sumarið vel í að styrkja sig sem leikmann. „Þetta sumar, eins og undanfarin sumur, hef ég reynt að bæta úr veikleikum mínum en á sama tíma auðvitað haldið áfram að bæta við það sem ég er nú þegar góður í. Fyrir veturinn mun ég svo setja mér markmið fyrir tímabilið. Það verður líka frábært að komast úr þessu þrotaveðri í sól og hita. Annars hef ég aldrei komið til Frakklands og er spenntur fyrir því að fá að túristast aðeins um landið og skoða París og fleiri borgir.“ Dagsdaglega klæðist Kristófer íþróttafatnaði, sérstaklega ef ekkert sérstakt er fyrir stafni. „Fatastíllinn minn er frekar óformlegur og verður íþróttafatnaður oftast fyrir valinu. Ef eitthvað sérstakt er í gangi eða mig langar að klæðast öðru er það yfirleitt „street lookið“, gallabuxur, bolur og einhver þægileg hettupeysa með góðum strigaskóm.“ Hvernig hefur tískuáhugi þinn þróast? Hann hefur þróast töluvert síðustu árin. Áður fyrr spáði ég eiginlega ekkert í hverju ég var klæddur en undanfarin 2-3 ár hefur það breyst. Nú hef ég meiri áhuga á flottum klæðnaði og spái meira í fatakaup og hverju aðrir klæðast. Áttu þér tískufyrirmynd? Ég mundi nú ekki segja það. Ég fylgi tískunni sem er inni hverju sinni og vinn mig út frá henni. En mínir nánustu vinir hafa örugglega mestu áhrifin á fatasmekk minn. Hvernig fylgist þú helst með tískunni? Aðallega í gegnum samfélagsmiðla, þá helst Instagram. Svo sér maður náttúrlega líka hverju fólk klæðist hversdagslega, niðri í bæ eða hvar sem er. Hvar kaupir þú helst fötin þín? H verslun, 66°Norður, 17 og Húrra eru uppáhaldsverslanir mínar hér á landi. Erlendis eru það helst Urban og Zara. Ég er ekki enn kominn á Gucci- og Louis-vagninn. Hvaða litir eru í uppáhaldi? Ég er mjög hefðbundinn þegar kemur að litum og klæðist yfirleitt einhverju svörtu eða hvítu. Ef það eru einhverjir litir sem ég vinn stundum með eru það helst bleikur, vínrauður eða blár. Bestu og verstu fatakaupin? Verstu kaupin eru örugglega jakki sem ég neyddi mig til að kaupa í einu númeri of litlu. Hann var ekki til í minni stærð en mér fannst hann svo flottur að ég þurfti að eignast hann. Ég notaði jakkann síðan aldrei. Bestu kaupin eru örugglega eitthvað af þessum fötum sem ég keypti sumarið 2016 og nota enn. Eyðir þú miklu í föt miðað við jafnaldra þína? Örugglega bara álíka mikið og næsti maður. Ég á það til að kaupa mikið af fötum á stuttu tímabili en síðan kaupi ég ekki neitt í langan tíma. Þannig að þetta jafnast út. Notar þú einhverja fylgihluti? Þeir sem þekkja mig vita að ég er mjög háður derhúfum en fyrir utan þær nota ég ekkert annað sérstakt. Tíska og hönnun Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Floppin hans Balta og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
Körfuboltamaðurinn og KR-ingurinn Kristófer Acox heldur á vit ævintýranna á næstu dögum þegar hann flytur til Frakklands en þar mun hann spila með franska liðinu Denain Voltaire í frönsku annarri deildinni. Hann er spenntur yfir áskoruninni og segist hafa nýtt sumarið vel í að styrkja sig sem leikmann. „Þetta sumar, eins og undanfarin sumur, hef ég reynt að bæta úr veikleikum mínum en á sama tíma auðvitað haldið áfram að bæta við það sem ég er nú þegar góður í. Fyrir veturinn mun ég svo setja mér markmið fyrir tímabilið. Það verður líka frábært að komast úr þessu þrotaveðri í sól og hita. Annars hef ég aldrei komið til Frakklands og er spenntur fyrir því að fá að túristast aðeins um landið og skoða París og fleiri borgir.“ Dagsdaglega klæðist Kristófer íþróttafatnaði, sérstaklega ef ekkert sérstakt er fyrir stafni. „Fatastíllinn minn er frekar óformlegur og verður íþróttafatnaður oftast fyrir valinu. Ef eitthvað sérstakt er í gangi eða mig langar að klæðast öðru er það yfirleitt „street lookið“, gallabuxur, bolur og einhver þægileg hettupeysa með góðum strigaskóm.“ Hvernig hefur tískuáhugi þinn þróast? Hann hefur þróast töluvert síðustu árin. Áður fyrr spáði ég eiginlega ekkert í hverju ég var klæddur en undanfarin 2-3 ár hefur það breyst. Nú hef ég meiri áhuga á flottum klæðnaði og spái meira í fatakaup og hverju aðrir klæðast. Áttu þér tískufyrirmynd? Ég mundi nú ekki segja það. Ég fylgi tískunni sem er inni hverju sinni og vinn mig út frá henni. En mínir nánustu vinir hafa örugglega mestu áhrifin á fatasmekk minn. Hvernig fylgist þú helst með tískunni? Aðallega í gegnum samfélagsmiðla, þá helst Instagram. Svo sér maður náttúrlega líka hverju fólk klæðist hversdagslega, niðri í bæ eða hvar sem er. Hvar kaupir þú helst fötin þín? H verslun, 66°Norður, 17 og Húrra eru uppáhaldsverslanir mínar hér á landi. Erlendis eru það helst Urban og Zara. Ég er ekki enn kominn á Gucci- og Louis-vagninn. Hvaða litir eru í uppáhaldi? Ég er mjög hefðbundinn þegar kemur að litum og klæðist yfirleitt einhverju svörtu eða hvítu. Ef það eru einhverjir litir sem ég vinn stundum með eru það helst bleikur, vínrauður eða blár. Bestu og verstu fatakaupin? Verstu kaupin eru örugglega jakki sem ég neyddi mig til að kaupa í einu númeri of litlu. Hann var ekki til í minni stærð en mér fannst hann svo flottur að ég þurfti að eignast hann. Ég notaði jakkann síðan aldrei. Bestu kaupin eru örugglega eitthvað af þessum fötum sem ég keypti sumarið 2016 og nota enn. Eyðir þú miklu í föt miðað við jafnaldra þína? Örugglega bara álíka mikið og næsti maður. Ég á það til að kaupa mikið af fötum á stuttu tímabili en síðan kaupi ég ekki neitt í langan tíma. Þannig að þetta jafnast út. Notar þú einhverja fylgihluti? Þeir sem þekkja mig vita að ég er mjög háður derhúfum en fyrir utan þær nota ég ekkert annað sérstakt.
Tíska og hönnun Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Floppin hans Balta og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira