Ari minnist Stefáns í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni og birtir skilaboð sem Stefán sendi honum daginn eftir að hann steig á svið frammi fyrir alþjóð. Í skilaboðunum hvetur Stefán Ara til dáða og þá segist hann vera mikill aðdáandi hans.
„Tilfinningar þínar liggja utan á þér og það flæðir frá þér einlægni, tár og gleði, allt eru þetta grunn element í góðum listamanni sem smám saman lærir svo að ná tökum á og stjórna til þess að geta leikið sér að áhorfendum með því að beita hæfilega mikið af þessu og dass af þessu o.s.frv,“ segir Stefán og bætir við:
„Þú átt eflaust eftir að heyra neikvæðar raddir hærra en þær jákvæðu því þær særa mann svo oft og meiða, í alvöru, en mundu það að það getur enginn tekið hæfileika manns frá manni og það getur enginn gert það sem þú getur gert og þar liggja þínir yfirburðir ásamt því að vera manneskja sem augljóslega er tilfinningavera.“
Stefán hvetur Ara til að vera áfram hann sjálfur því hann sé einstakur og flottur listamaður.
„Til hamingju með áfangann og inngönguna í skólann þinn og megir þú alltaf ganga á rauðum dregli velgengni í þínu lífi,“ segir Stefán.
Hér að neðan er hægt að lesa skilaboðin í heild sinni.