Komust á topp Matterhorn í gær Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 20:00 Bræðurnir Teitur og Baldur Þorkelssynir lentu heldur betur í ævintýrum í ferðalagi sínu á tindana Mont Blanc og Matterhorn. Þrátt fyrir ýmsar hindranir á leiðinni eru bræðurnir komnir heilu á húfi til byggða. Bræðurnir lögðu af stað í ferðalagið fyrr í þessum mánuði en ferðin hófst í Frakklandi. Eftir að hafa varið nokkrum dögum við að aðlagast fjallaloftinu héldu þeir á tindinn Mont Blanc du Tacul sem er í ríflega fjögur þúsund metra hæð. Þaðan höfðu þeir í hyggju að halda áfram á Mont Blanc en hættu við vegna óveðurs. Þá var förinni heitið á tindinn Matterhorn í Sviss. Í fyrstu tilraun reyndist vera hættuleg ísing og snjókoma í fjallinu svo bræðurnir héldu til baka til Frakklands og skunduðu þá upp á Mont Blanc sem er ríflega 4800 metra hár.Sjá einnig: Teitur kelif Mont Blanc í óveðri á sama tíma og þrír ítalskir fjallgöngumenn létu lífið Ferðin tók þrjá daga en þegar niður var komið var spáin fyrir Matterhorn orðin góð svo þeir brunuðu aftur til Sviss. Þeir réðu leiðsögumenn sér til halds og trausts en það getur reynst lífshættulegt að villast af leið á Matterhorn. Sunnudaginn 19. ágúst lögðu þeir af stað en fengu þá þær fréttir að risa grjóthrun hafi lokað leiðinni. Var þá öll von úti, eða svo héldu þeir í fyrstu. Leiðin opnaðist að nýju fyrr en búist var við og héldu bræðurnir af stað í fyrradag og náðu svo á topp Matterhorn í gær. Fréttastofa hitti þá bræður skömmu eftir að þeir komu til landsins í dag en í spilaranum hér að ofan má sjá myndir frá ferðinni og viðtal við þá Teit og Baldur. Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Bræðurnir Teitur og Baldur Þorkelssynir lentu heldur betur í ævintýrum í ferðalagi sínu á tindana Mont Blanc og Matterhorn. Þrátt fyrir ýmsar hindranir á leiðinni eru bræðurnir komnir heilu á húfi til byggða. Bræðurnir lögðu af stað í ferðalagið fyrr í þessum mánuði en ferðin hófst í Frakklandi. Eftir að hafa varið nokkrum dögum við að aðlagast fjallaloftinu héldu þeir á tindinn Mont Blanc du Tacul sem er í ríflega fjögur þúsund metra hæð. Þaðan höfðu þeir í hyggju að halda áfram á Mont Blanc en hættu við vegna óveðurs. Þá var förinni heitið á tindinn Matterhorn í Sviss. Í fyrstu tilraun reyndist vera hættuleg ísing og snjókoma í fjallinu svo bræðurnir héldu til baka til Frakklands og skunduðu þá upp á Mont Blanc sem er ríflega 4800 metra hár.Sjá einnig: Teitur kelif Mont Blanc í óveðri á sama tíma og þrír ítalskir fjallgöngumenn létu lífið Ferðin tók þrjá daga en þegar niður var komið var spáin fyrir Matterhorn orðin góð svo þeir brunuðu aftur til Sviss. Þeir réðu leiðsögumenn sér til halds og trausts en það getur reynst lífshættulegt að villast af leið á Matterhorn. Sunnudaginn 19. ágúst lögðu þeir af stað en fengu þá þær fréttir að risa grjóthrun hafi lokað leiðinni. Var þá öll von úti, eða svo héldu þeir í fyrstu. Leiðin opnaðist að nýju fyrr en búist var við og héldu bræðurnir af stað í fyrradag og náðu svo á topp Matterhorn í gær. Fréttastofa hitti þá bræður skömmu eftir að þeir komu til landsins í dag en í spilaranum hér að ofan má sjá myndir frá ferðinni og viðtal við þá Teit og Baldur.
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira