Tók lögin í eigin hendur Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 18:41 Íbúi í Breiðholti lagði bandarískum ferðamanni lið á dögunum og gerði sér lítið fyrir og sótti stolin bakpoka hennar inn í blokk í hverfinu. Bandarísk kona sem var hér á landi á Menningarnótt lenti í því að bakpokanum hennar var stolið í miðbæ Reykjavíkur. Hún hafði samband við lögreglu en var sagt að lítið væri hægt að gera og var beðin að hafa samband eftir helgina. Hún átti flug heim á mánudeginum en í bakpokanum var tölvan hennar og sími. Hún gat staðsett símann, í gegnum staðsetningarbúnað hans, og sá að hann var í Breiðholti. Í framhaldi var henni komið í samband við Berglindi Haðardóttur Breiðholtsbúa sem ákvað að taka málin í sínar hendur ásamt sonum sínum og vinum þeirra. „Ég reyndi bara að peppa liðið og fá það með mér því það væri auðveldara ef við værum mörg. Bara fara á staðinn og ná í símann. Láta konuna gera “lost mode“ á símanum sínum, þannig að það heyrist svolítið hátt í símann. Þá getur viðkomandi ekki hundsað það,” segir hún. Berglind fór því á staðinn og var hleypt inn í blokkina. Síminn í bakpokanum var virkjaður og þegar gengið var á skerandi hávaða sem hann gaf frá sér fannst hann í gleymslu á jarðhæðinni. En var hún ekkert hrædd við að fara þarna inn, í ljósi þess að vita ekki hverju hún átti von á? „Þetta er kannski smá klikkun að gera þetta. Sem að ég hugsaði eftir á, hvað hefði getað gerst? Við vorum alveg búin að plana þetta, ég hefði aldrei farið ein,“ segir hún. Síðustu daga höfum við fjallað um lágmarksmönnun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem þurft hefur að forgangsraða útköllum og jafnvel sleppa þeim alveg. Í þessu tilviki er til bókun hjá lögreglunni að farið var af stað með málið en ekki náðist í ferðamanninn í kjölfarið og það því stoppað í ferlinu. Jafnvel þótt lögregla þurfi að forgangsraða útköllum varar hún við því að borgarbúar taki lögin í eigin hendur, enda geti það farið illa. Alltaf er mælt með að hafa samband. Lögreglumál Menningarnótt Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Íbúi í Breiðholti lagði bandarískum ferðamanni lið á dögunum og gerði sér lítið fyrir og sótti stolin bakpoka hennar inn í blokk í hverfinu. Bandarísk kona sem var hér á landi á Menningarnótt lenti í því að bakpokanum hennar var stolið í miðbæ Reykjavíkur. Hún hafði samband við lögreglu en var sagt að lítið væri hægt að gera og var beðin að hafa samband eftir helgina. Hún átti flug heim á mánudeginum en í bakpokanum var tölvan hennar og sími. Hún gat staðsett símann, í gegnum staðsetningarbúnað hans, og sá að hann var í Breiðholti. Í framhaldi var henni komið í samband við Berglindi Haðardóttur Breiðholtsbúa sem ákvað að taka málin í sínar hendur ásamt sonum sínum og vinum þeirra. „Ég reyndi bara að peppa liðið og fá það með mér því það væri auðveldara ef við værum mörg. Bara fara á staðinn og ná í símann. Láta konuna gera “lost mode“ á símanum sínum, þannig að það heyrist svolítið hátt í símann. Þá getur viðkomandi ekki hundsað það,” segir hún. Berglind fór því á staðinn og var hleypt inn í blokkina. Síminn í bakpokanum var virkjaður og þegar gengið var á skerandi hávaða sem hann gaf frá sér fannst hann í gleymslu á jarðhæðinni. En var hún ekkert hrædd við að fara þarna inn, í ljósi þess að vita ekki hverju hún átti von á? „Þetta er kannski smá klikkun að gera þetta. Sem að ég hugsaði eftir á, hvað hefði getað gerst? Við vorum alveg búin að plana þetta, ég hefði aldrei farið ein,“ segir hún. Síðustu daga höfum við fjallað um lágmarksmönnun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem þurft hefur að forgangsraða útköllum og jafnvel sleppa þeim alveg. Í þessu tilviki er til bókun hjá lögreglunni að farið var af stað með málið en ekki náðist í ferðamanninn í kjölfarið og það því stoppað í ferlinu. Jafnvel þótt lögregla þurfi að forgangsraða útköllum varar hún við því að borgarbúar taki lögin í eigin hendur, enda geti það farið illa. Alltaf er mælt með að hafa samband.
Lögreglumál Menningarnótt Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira