Höskuldur Gunnlaugsson, Tryggvi Rafn Haraldsson og félagar í Halmstads eru komnir áfram í sænska bikarnum eftir 2-0 sigur á Saevedalens.
Höskuldur spilaði fyrri hálfleikinn en Tryggvi allan leikinn. Hann fékk tækifæri til að koma Halmstads yfir í fyrri hálfleik en markvörður Saevedalens varði glæsilega.
Andri Rúnar Bjarnason og félagar eru úr leik eftir tap gegn C-deildarliði Eskilsminne, 1-0, á útivelli. Andri Rúnar spilaði síðustu 25 mínúturnar fyrir Helsingborg.
Alfons Sampsted, sem er á láni hjá Landskrona, var í tapliði Landskrona sem tapaði 2-0 fyrir FC Rosengård á útivelli en um grannaslag var að ræða.
Rosengård er í sænsku D-deildinni á meðan Landskrona er í botnbaráttunni í B-deildinni svo mikill skellur fyrir Alfons og félaga.
Tryggvi og Höskuldur áfram en Andri Rúnar og Alfons úr leik
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti







Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt
Íslenski boltinn
