Úlfur, úlfur Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. ágúst 2018 07:00 Fundarhöld í Ráðhúsi Reykjavíkur frá kosningunum í vor hafa ekki verið til þess fallin að auka tiltrú almennings á kjörnum fulltrúum. Tilfinningin er sú að öll áhersla sé á leiksýningar og fjölmiðlauppákomur á kostnað hins efnislega. Auðvitað er það svo að minnihlutinn á hverjum tíma hefur það mikilvæga hlutverk að veita meirihlutanum aðhald. Ekki er vanþörf á í Reykjavík. Borgin hefur safnað skuldum í mesta tekjugóðæri Íslandssögunnar. Tekjutuskan hefur verið undin til hins ýtrasta. Meirihlutinn hefur skorast undan ábyrgð á sjálfsögðu aðhaldi í borgarrekstrinum og heldur ekki bara útsvari í hæsta lögleyfða marki heldur hefur hækkað tekjustofna með ýmiss konar sjónhverfingum. Þjónustugjöld Orkuveitunnar eru í hæstu hæðum. Fasteignagjöld hafa hækkað upp úr öllu valdi, heimilum og ekki síður fyrirtækjum til mikils ama. Í Reykjavík er ekki sérstaklega vinveitt umhverfi til fyrirtækjareksturs. Tap er af kjarnarekstri borgarinnar. Við þetta má bæta stanslausu hiksti á ýmiss konar þjónustu á vegum borgarinnar. Húsnæðisskortur er áþreifanlegur, heimilislausum fjölgar og vandræðagangur við mönnun leikskóla er endurtekið efni. Þrifnaði á götum og torgum er ábótavant. Með þetta í huga ættu tækifæri til öflugs aðhalds af hálfu minnihlutans að vera næg. Það hefur honum hins vegar algerlega mistekist. Stærsti andstöðuflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, ákvað af óskiljanlegum ástæðum að ganga til minnihlutasamstarfs við hina flokkana. Ekki er gott að giska á hvernig samstarfið ætti að gagnast flokknum, en utan frá lítur út fyrir að um hávaðabandalag sé að ræða. Fyrir hópnum fara oddvitar Flokks fólksins, Miðflokksins og loks Marta Guðjónsdóttir sem var fyrir neðan miðjan lista Sjálfstæðismanna. Sú síðastnefnda hefur einkum vakið athygli fyrir furðuleg upphlaup sem í öllum tilvikum snúast um aukaatriði fremur en merg málsins. Stóryrði um leka og svipbrigði fremur en efnisatriði mála. Þessi sífelldu upphlaup og stóryrði valda því að allar aðgerðir minnihlutans missa marks. Farsinn yfirtekur sviðið. Málefnaleg gagnrýni á borð við þá að minnihlutinn fái hvorki tíma né rúm til almennilegs undirbúnings fyrir fundi sem snúast um mikla hagsmuni borgaranna eru stimpluð sem einn eitt uppþotið. Úlfur, úlfur og ekki að ástæðulausu. Á þessu þarf að taka. Oddvitinn þarf að hafa stjórn á liði sínu. Blaðskellandi biðukollur eiga ekki að vera í forsvari alvarlegs stjórnmálaafls. Borgin þarf á öflugum og málefnalegum minnihluta að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Fundarhöld í Ráðhúsi Reykjavíkur frá kosningunum í vor hafa ekki verið til þess fallin að auka tiltrú almennings á kjörnum fulltrúum. Tilfinningin er sú að öll áhersla sé á leiksýningar og fjölmiðlauppákomur á kostnað hins efnislega. Auðvitað er það svo að minnihlutinn á hverjum tíma hefur það mikilvæga hlutverk að veita meirihlutanum aðhald. Ekki er vanþörf á í Reykjavík. Borgin hefur safnað skuldum í mesta tekjugóðæri Íslandssögunnar. Tekjutuskan hefur verið undin til hins ýtrasta. Meirihlutinn hefur skorast undan ábyrgð á sjálfsögðu aðhaldi í borgarrekstrinum og heldur ekki bara útsvari í hæsta lögleyfða marki heldur hefur hækkað tekjustofna með ýmiss konar sjónhverfingum. Þjónustugjöld Orkuveitunnar eru í hæstu hæðum. Fasteignagjöld hafa hækkað upp úr öllu valdi, heimilum og ekki síður fyrirtækjum til mikils ama. Í Reykjavík er ekki sérstaklega vinveitt umhverfi til fyrirtækjareksturs. Tap er af kjarnarekstri borgarinnar. Við þetta má bæta stanslausu hiksti á ýmiss konar þjónustu á vegum borgarinnar. Húsnæðisskortur er áþreifanlegur, heimilislausum fjölgar og vandræðagangur við mönnun leikskóla er endurtekið efni. Þrifnaði á götum og torgum er ábótavant. Með þetta í huga ættu tækifæri til öflugs aðhalds af hálfu minnihlutans að vera næg. Það hefur honum hins vegar algerlega mistekist. Stærsti andstöðuflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, ákvað af óskiljanlegum ástæðum að ganga til minnihlutasamstarfs við hina flokkana. Ekki er gott að giska á hvernig samstarfið ætti að gagnast flokknum, en utan frá lítur út fyrir að um hávaðabandalag sé að ræða. Fyrir hópnum fara oddvitar Flokks fólksins, Miðflokksins og loks Marta Guðjónsdóttir sem var fyrir neðan miðjan lista Sjálfstæðismanna. Sú síðastnefnda hefur einkum vakið athygli fyrir furðuleg upphlaup sem í öllum tilvikum snúast um aukaatriði fremur en merg málsins. Stóryrði um leka og svipbrigði fremur en efnisatriði mála. Þessi sífelldu upphlaup og stóryrði valda því að allar aðgerðir minnihlutans missa marks. Farsinn yfirtekur sviðið. Málefnaleg gagnrýni á borð við þá að minnihlutinn fái hvorki tíma né rúm til almennilegs undirbúnings fyrir fundi sem snúast um mikla hagsmuni borgaranna eru stimpluð sem einn eitt uppþotið. Úlfur, úlfur og ekki að ástæðulausu. Á þessu þarf að taka. Oddvitinn þarf að hafa stjórn á liði sínu. Blaðskellandi biðukollur eiga ekki að vera í forsvari alvarlegs stjórnmálaafls. Borgin þarf á öflugum og málefnalegum minnihluta að halda.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun