95 ára samverkamaður nasista sendur frá Bandaríkjunum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. ágúst 2018 21:00 95 ára gömlum samverkamanni nasista var vísað frá Bandaríkjunum til Þýskalands í gær. Maðurinn hefur verið án ríkisborgararétts í tæp 15 ár en Bandarísk stjórnvöld hafa lengi talið hann síðasta eftirlifandi samverkamann nasista í Bandaríkjunum. Maðurinn, Jakiw Palij, sem fæddist í þeim hluta Póllands sem í dag tilheyrir Úkraínu er talinn hafa verið samverkamaður nasista í þrælkunarbúðunum Trawniki í Póllandi sem var þá hernumið af nasistum. Hann hlaut Bandarískan ríkisborgararétt árið 1957 en missti hann árið 2003 vegna tenginga hans við nasista. Dómstólar í Bandaríkjunum komust að því að hann hafi aðstoðað við ofsóknir gagnvart gyðingum en væri ekki persónulega ábyrgur fyrir morðum á þeim. Síðan hann var sviptur ríkisborgarrétti hefur ekkert ríki viljað taka við Palij. Hann hefur sagst viljað búa í friði á heimili sínu í Queens í New York en reglulega hefur verið mótmælt við heimili hans á undanförnum 15 árum. Palij hefur ávallt neitað því að hafa verið samverkamaður nasista. Nú hafa þýsk stjórnvöld samþykkt að taka við manninum en sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi segir að það hafi verið siðferðilega rétt ákvörðun að reka Palij frá Bandaríkjunum. „Þetta kann ekki að hafa verið lagaleg réttlæting en þetta er siðferðileg réttlæting,“ segir Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi. „Þetta er einstaklingur sem vann fyrir þáverandi stjórnvöld í Þýskalandi og við töldum það siðferðilega skyldu okkar að vísa honum frá Bandaríkjunum og frá allri ró og næði. Hann er 95 ára, hann mun ábyggilega deyja fljótlega, hann er nokkuð veiklulegur og við vildum tryggja að hann myndi ekki deyja í friði og ró í Bandaríkjunum heldur að hann yrði færður til baka til að mæta réttvísinni.“ Palij kom til Dusseldorf í Þýskalandi í morgun en hann mun eyða síðustu árum ævinnar á heimili fyrir aldraða í bænum Ahlen nærri Munster í vesturhluta Þýskalands. Ekki hefur verið útilokað að mál hans verði tekið upp fyrir þýskum dómstólum. Pólland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
95 ára gömlum samverkamanni nasista var vísað frá Bandaríkjunum til Þýskalands í gær. Maðurinn hefur verið án ríkisborgararétts í tæp 15 ár en Bandarísk stjórnvöld hafa lengi talið hann síðasta eftirlifandi samverkamann nasista í Bandaríkjunum. Maðurinn, Jakiw Palij, sem fæddist í þeim hluta Póllands sem í dag tilheyrir Úkraínu er talinn hafa verið samverkamaður nasista í þrælkunarbúðunum Trawniki í Póllandi sem var þá hernumið af nasistum. Hann hlaut Bandarískan ríkisborgararétt árið 1957 en missti hann árið 2003 vegna tenginga hans við nasista. Dómstólar í Bandaríkjunum komust að því að hann hafi aðstoðað við ofsóknir gagnvart gyðingum en væri ekki persónulega ábyrgur fyrir morðum á þeim. Síðan hann var sviptur ríkisborgarrétti hefur ekkert ríki viljað taka við Palij. Hann hefur sagst viljað búa í friði á heimili sínu í Queens í New York en reglulega hefur verið mótmælt við heimili hans á undanförnum 15 árum. Palij hefur ávallt neitað því að hafa verið samverkamaður nasista. Nú hafa þýsk stjórnvöld samþykkt að taka við manninum en sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi segir að það hafi verið siðferðilega rétt ákvörðun að reka Palij frá Bandaríkjunum. „Þetta kann ekki að hafa verið lagaleg réttlæting en þetta er siðferðileg réttlæting,“ segir Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi. „Þetta er einstaklingur sem vann fyrir þáverandi stjórnvöld í Þýskalandi og við töldum það siðferðilega skyldu okkar að vísa honum frá Bandaríkjunum og frá allri ró og næði. Hann er 95 ára, hann mun ábyggilega deyja fljótlega, hann er nokkuð veiklulegur og við vildum tryggja að hann myndi ekki deyja í friði og ró í Bandaríkjunum heldur að hann yrði færður til baka til að mæta réttvísinni.“ Palij kom til Dusseldorf í Þýskalandi í morgun en hann mun eyða síðustu árum ævinnar á heimili fyrir aldraða í bænum Ahlen nærri Munster í vesturhluta Þýskalands. Ekki hefur verið útilokað að mál hans verði tekið upp fyrir þýskum dómstólum.
Pólland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira