Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu þar sem sem segir að Kaliforníubúinn Gunter muni taka við embættinu. Gunter er læknir sem rekur læknastofu sem sérhæfir sig í húðlækningum.

Þá virðist Gunter vera tungumálamaður en í frétt Washington Times segir að hann tali auk ensku, spænsku, frönsku og hollensku.
Sem fyrr segir hafa Bandaríkinn ekki átt sendiherra hér á landi frá árinu 2017 er Robert Barber hætti sem sendiherra. Öldungardeild Bandaríkjaþings þarf þó að að samþykkja útnefningu Gunter.