Ætla ekki að láta undan þrýstingi Kínverja Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2018 15:15 Tsai Ing-wen, forseti Taívan. Vísir/EPA Yfirvöld Taívan hétu því í dag að berjast gegn offorsi Kínverja, sem hafa unnið hörðum höndum að því að fá bandamenn Taívan á sitt band. El Salvador hætti nýlega samskiptum við Taívan og varð fimmta ríkið til að gera það á tiltölulega skömmum tíma. Taívan á nú í formlegum samskiptum við einungis sautján ríki í heiminum. Forseti Taívan, Tsai Ing-wen, sagði í dag að ríkið myndi ekki láta undan þrýstingi nágranna sinna,sem reglulega fljúga sprengjuflugvélum í kringum Taívan. Þá sagði hún ákvörðun El Salvador til marks um viðleitni Kína til að einangra eyríkið. Búrkína Fasó, Dóminíska lýðveldið, Saó Tóme og Prinsípe og Panama höfðu áður slitið samskiptum sínum við Taívan. „Við munum snúa okkur að ríkjum sem virða sömu gildi og við, til þess að berjast í sameiningu gegn stjórnlausu háttalagi Kína í alþjóðasamskiptum,“ sagði Tsai.Utanríkisráðherra Taívan sagði ríkisstjórn El Salvador hafa beðið ríkið um fjárhagsaðstoð vegna byggingar nýrrar hafnar en Taívan hefði ekki getað orðið við þeirri beiðni.Áratugagamlar deilur Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Núverandi ríkisstjórn Taívan er hliðholl því að lýsa formlega yfir sjálfstæði. Bandaríkin hafa lengi átt í óformlegum samskiptum við Taívan og varnarsamstarfi en viðurkenna hins vegar ekki Taívan opinberlega. Undir stjórn Donald Trump hafa samskipti Taívan og Bandaríkjanna hins vegar orðið formlegri. Bandaríkin og Taívan hafa gert tvo sáttmála sín á milli og hefur það valdið miklum áhyggjum í Peking. Sendiherra Bandaríkjanna í El Salvador, Jean Manes, skrifaði á Twitter í dag að Bandaríkin myndu taka ákvörðun ríkisstjórnar El Salvador til skoðunar. Ákvörðunin hefði verið slæm og hún myndi hafa áhrif á samband Bandaríkjanna og ríkisstjórnar El Salvador.EE.UU está analizando la decisión de #ElSalvador. Es preocupante por muchas razones, entre las que se incluye romper una relación de más de 80 años con #Taiwán. Sin duda, esto impactará nuestra relación con el gobierno. Seguimos apoyando al pueblo salvadoreño.— Jean Manes (@USAmbSV) August 21, 2018 Búrkína Fasó El Salvador Kína Saó Tóme og Prinsípe Taívan Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Bandaríkjastjórn segir Kínverja sýna grannríkjum yfirgang í skjóli hernaðaryfirburða James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Kínverjar skapi stríðshættu með því að fara fram með hótunum og yfirgangi gegn nágrönnum sínum vegna hernaðarlega yfirburða. 2. júní 2018 12:01 Sektuð fyrir að segja herðartré koma frá Taívan Stjórnvöld í Kína hafa sektað Japönsku fataverslunarkeðjuna Muji um rúmar þrjár milljónir króna fyrir að tilgreina Taívan sem upprunaland herðartrjáa sem það flutti inn til landsins. 24. maí 2018 07:39 Stuttermabolur ærði kínverska netverja Bandaríski fatarisinn Gap hefur beðist afsökunar á því að bolur, sem fyrirtækið framleiddi, hafi ekki sýnt „réttar útlínur“ Kína. 15. maí 2018 07:34 Enn fækkar bandamönnum Taívana gegn Kínastjórn Dómíníkanska lýðveldið hefur rift öllum opinberum tengslum við ríkisstjórnina í Taívan og þess í stað formlega viðurkennt stjórnvöld í Pekíng sem hin einu réttmætu kínversku yfirvöld. Það þýðir að aðeins 19 ríki í heiminum viðurkenna nú taívönsku stjórnina, aðallega smáríki sem eru háð efnahagsaðstoð sem þau fá í skiptum. 1. maí 2018 11:06 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Yfirvöld Taívan hétu því í dag að berjast gegn offorsi Kínverja, sem hafa unnið hörðum höndum að því að fá bandamenn Taívan á sitt band. El Salvador hætti nýlega samskiptum við Taívan og varð fimmta ríkið til að gera það á tiltölulega skömmum tíma. Taívan á nú í formlegum samskiptum við einungis sautján ríki í heiminum. Forseti Taívan, Tsai Ing-wen, sagði í dag að ríkið myndi ekki láta undan þrýstingi nágranna sinna,sem reglulega fljúga sprengjuflugvélum í kringum Taívan. Þá sagði hún ákvörðun El Salvador til marks um viðleitni Kína til að einangra eyríkið. Búrkína Fasó, Dóminíska lýðveldið, Saó Tóme og Prinsípe og Panama höfðu áður slitið samskiptum sínum við Taívan. „Við munum snúa okkur að ríkjum sem virða sömu gildi og við, til þess að berjast í sameiningu gegn stjórnlausu háttalagi Kína í alþjóðasamskiptum,“ sagði Tsai.Utanríkisráðherra Taívan sagði ríkisstjórn El Salvador hafa beðið ríkið um fjárhagsaðstoð vegna byggingar nýrrar hafnar en Taívan hefði ekki getað orðið við þeirri beiðni.Áratugagamlar deilur Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Núverandi ríkisstjórn Taívan er hliðholl því að lýsa formlega yfir sjálfstæði. Bandaríkin hafa lengi átt í óformlegum samskiptum við Taívan og varnarsamstarfi en viðurkenna hins vegar ekki Taívan opinberlega. Undir stjórn Donald Trump hafa samskipti Taívan og Bandaríkjanna hins vegar orðið formlegri. Bandaríkin og Taívan hafa gert tvo sáttmála sín á milli og hefur það valdið miklum áhyggjum í Peking. Sendiherra Bandaríkjanna í El Salvador, Jean Manes, skrifaði á Twitter í dag að Bandaríkin myndu taka ákvörðun ríkisstjórnar El Salvador til skoðunar. Ákvörðunin hefði verið slæm og hún myndi hafa áhrif á samband Bandaríkjanna og ríkisstjórnar El Salvador.EE.UU está analizando la decisión de #ElSalvador. Es preocupante por muchas razones, entre las que se incluye romper una relación de más de 80 años con #Taiwán. Sin duda, esto impactará nuestra relación con el gobierno. Seguimos apoyando al pueblo salvadoreño.— Jean Manes (@USAmbSV) August 21, 2018
Búrkína Fasó El Salvador Kína Saó Tóme og Prinsípe Taívan Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Bandaríkjastjórn segir Kínverja sýna grannríkjum yfirgang í skjóli hernaðaryfirburða James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Kínverjar skapi stríðshættu með því að fara fram með hótunum og yfirgangi gegn nágrönnum sínum vegna hernaðarlega yfirburða. 2. júní 2018 12:01 Sektuð fyrir að segja herðartré koma frá Taívan Stjórnvöld í Kína hafa sektað Japönsku fataverslunarkeðjuna Muji um rúmar þrjár milljónir króna fyrir að tilgreina Taívan sem upprunaland herðartrjáa sem það flutti inn til landsins. 24. maí 2018 07:39 Stuttermabolur ærði kínverska netverja Bandaríski fatarisinn Gap hefur beðist afsökunar á því að bolur, sem fyrirtækið framleiddi, hafi ekki sýnt „réttar útlínur“ Kína. 15. maí 2018 07:34 Enn fækkar bandamönnum Taívana gegn Kínastjórn Dómíníkanska lýðveldið hefur rift öllum opinberum tengslum við ríkisstjórnina í Taívan og þess í stað formlega viðurkennt stjórnvöld í Pekíng sem hin einu réttmætu kínversku yfirvöld. Það þýðir að aðeins 19 ríki í heiminum viðurkenna nú taívönsku stjórnina, aðallega smáríki sem eru háð efnahagsaðstoð sem þau fá í skiptum. 1. maí 2018 11:06 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08
Bandaríkjastjórn segir Kínverja sýna grannríkjum yfirgang í skjóli hernaðaryfirburða James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Kínverjar skapi stríðshættu með því að fara fram með hótunum og yfirgangi gegn nágrönnum sínum vegna hernaðarlega yfirburða. 2. júní 2018 12:01
Sektuð fyrir að segja herðartré koma frá Taívan Stjórnvöld í Kína hafa sektað Japönsku fataverslunarkeðjuna Muji um rúmar þrjár milljónir króna fyrir að tilgreina Taívan sem upprunaland herðartrjáa sem það flutti inn til landsins. 24. maí 2018 07:39
Stuttermabolur ærði kínverska netverja Bandaríski fatarisinn Gap hefur beðist afsökunar á því að bolur, sem fyrirtækið framleiddi, hafi ekki sýnt „réttar útlínur“ Kína. 15. maí 2018 07:34
Enn fækkar bandamönnum Taívana gegn Kínastjórn Dómíníkanska lýðveldið hefur rift öllum opinberum tengslum við ríkisstjórnina í Taívan og þess í stað formlega viðurkennt stjórnvöld í Pekíng sem hin einu réttmætu kínversku yfirvöld. Það þýðir að aðeins 19 ríki í heiminum viðurkenna nú taívönsku stjórnina, aðallega smáríki sem eru háð efnahagsaðstoð sem þau fá í skiptum. 1. maí 2018 11:06
Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49
Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47