Enginn hrepparígur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 07:00 Guðný er úr Keflavík en var á Reykjaskóla í Hrútafirði einn vetur á sínum tíma. Hver fundurinn rekur annan hjá Guðnýju Hrund Karlsdóttur, sveitarstjóra í Húnaþingi vestra, daginn sem ég falast eftir viðtali við hana vegna tvítugsafmælis sveitarfélagsins. Hún hringir sjálf til baka þegar stund gefst og fyrsta spurning sem hún fær er hvort sé gaman að vera sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. „Já, það er reglulega gaman, hér er öflugt samfélag og gott fólk,“ svarar hún að bragði. „Svo hefur sveitarfélagið verið vel rekið undanfarna áratugi.“ Guðný hefur verið við stjórnvölinn í Húnaþingi vestra frá 2014. Það sem einkum heillaði hana við starfið var, að hennar sögn, rekstur í jafnvægi og heita vatnið á svæðinu. „Hér hafa verið umfangsmiklar hitaveituframkvæmdir síðustu þrjú ár og það sem helst brennur á mér núna er áframhaldandi uppbygging á hitaveitunni, ljósleiðaravæðing og bættar vegasamgöngur í sveitarfélaginu, sérstaklega á Vatnsnesi,“ upplýsir hún. Undir lok vikunnar verður því fagnað að 20 ár eru frá því sjö hreppar gengu í eina sæng. Sá áttundi bættist við ári síðar, að sögn Guðnýjar. „Fram undan er góð dagskrá sem Menningarfélag Húnaþings vestra hefur veg og vanda af. Þar er meðal annars söguganga um Borðeyri, markaðsdagar, hestamót, tónleikar, bíó, kaffiboð, list- og ljósmyndasýningar, varðeldur og harmóníkudansleikur. „Dagskráin dreifist um sveitarfélagið,“ segir Guðný. „Enda erum við sameinuð og sem betur fer enginn hrepparígur til staðar.“ Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Hver fundurinn rekur annan hjá Guðnýju Hrund Karlsdóttur, sveitarstjóra í Húnaþingi vestra, daginn sem ég falast eftir viðtali við hana vegna tvítugsafmælis sveitarfélagsins. Hún hringir sjálf til baka þegar stund gefst og fyrsta spurning sem hún fær er hvort sé gaman að vera sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. „Já, það er reglulega gaman, hér er öflugt samfélag og gott fólk,“ svarar hún að bragði. „Svo hefur sveitarfélagið verið vel rekið undanfarna áratugi.“ Guðný hefur verið við stjórnvölinn í Húnaþingi vestra frá 2014. Það sem einkum heillaði hana við starfið var, að hennar sögn, rekstur í jafnvægi og heita vatnið á svæðinu. „Hér hafa verið umfangsmiklar hitaveituframkvæmdir síðustu þrjú ár og það sem helst brennur á mér núna er áframhaldandi uppbygging á hitaveitunni, ljósleiðaravæðing og bættar vegasamgöngur í sveitarfélaginu, sérstaklega á Vatnsnesi,“ upplýsir hún. Undir lok vikunnar verður því fagnað að 20 ár eru frá því sjö hreppar gengu í eina sæng. Sá áttundi bættist við ári síðar, að sögn Guðnýjar. „Fram undan er góð dagskrá sem Menningarfélag Húnaþings vestra hefur veg og vanda af. Þar er meðal annars söguganga um Borðeyri, markaðsdagar, hestamót, tónleikar, bíó, kaffiboð, list- og ljósmyndasýningar, varðeldur og harmóníkudansleikur. „Dagskráin dreifist um sveitarfélagið,“ segir Guðný. „Enda erum við sameinuð og sem betur fer enginn hrepparígur til staðar.“
Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira