Enginn hrepparígur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 07:00 Guðný er úr Keflavík en var á Reykjaskóla í Hrútafirði einn vetur á sínum tíma. Hver fundurinn rekur annan hjá Guðnýju Hrund Karlsdóttur, sveitarstjóra í Húnaþingi vestra, daginn sem ég falast eftir viðtali við hana vegna tvítugsafmælis sveitarfélagsins. Hún hringir sjálf til baka þegar stund gefst og fyrsta spurning sem hún fær er hvort sé gaman að vera sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. „Já, það er reglulega gaman, hér er öflugt samfélag og gott fólk,“ svarar hún að bragði. „Svo hefur sveitarfélagið verið vel rekið undanfarna áratugi.“ Guðný hefur verið við stjórnvölinn í Húnaþingi vestra frá 2014. Það sem einkum heillaði hana við starfið var, að hennar sögn, rekstur í jafnvægi og heita vatnið á svæðinu. „Hér hafa verið umfangsmiklar hitaveituframkvæmdir síðustu þrjú ár og það sem helst brennur á mér núna er áframhaldandi uppbygging á hitaveitunni, ljósleiðaravæðing og bættar vegasamgöngur í sveitarfélaginu, sérstaklega á Vatnsnesi,“ upplýsir hún. Undir lok vikunnar verður því fagnað að 20 ár eru frá því sjö hreppar gengu í eina sæng. Sá áttundi bættist við ári síðar, að sögn Guðnýjar. „Fram undan er góð dagskrá sem Menningarfélag Húnaþings vestra hefur veg og vanda af. Þar er meðal annars söguganga um Borðeyri, markaðsdagar, hestamót, tónleikar, bíó, kaffiboð, list- og ljósmyndasýningar, varðeldur og harmóníkudansleikur. „Dagskráin dreifist um sveitarfélagið,“ segir Guðný. „Enda erum við sameinuð og sem betur fer enginn hrepparígur til staðar.“ Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Hver fundurinn rekur annan hjá Guðnýju Hrund Karlsdóttur, sveitarstjóra í Húnaþingi vestra, daginn sem ég falast eftir viðtali við hana vegna tvítugsafmælis sveitarfélagsins. Hún hringir sjálf til baka þegar stund gefst og fyrsta spurning sem hún fær er hvort sé gaman að vera sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. „Já, það er reglulega gaman, hér er öflugt samfélag og gott fólk,“ svarar hún að bragði. „Svo hefur sveitarfélagið verið vel rekið undanfarna áratugi.“ Guðný hefur verið við stjórnvölinn í Húnaþingi vestra frá 2014. Það sem einkum heillaði hana við starfið var, að hennar sögn, rekstur í jafnvægi og heita vatnið á svæðinu. „Hér hafa verið umfangsmiklar hitaveituframkvæmdir síðustu þrjú ár og það sem helst brennur á mér núna er áframhaldandi uppbygging á hitaveitunni, ljósleiðaravæðing og bættar vegasamgöngur í sveitarfélaginu, sérstaklega á Vatnsnesi,“ upplýsir hún. Undir lok vikunnar verður því fagnað að 20 ár eru frá því sjö hreppar gengu í eina sæng. Sá áttundi bættist við ári síðar, að sögn Guðnýjar. „Fram undan er góð dagskrá sem Menningarfélag Húnaþings vestra hefur veg og vanda af. Þar er meðal annars söguganga um Borðeyri, markaðsdagar, hestamót, tónleikar, bíó, kaffiboð, list- og ljósmyndasýningar, varðeldur og harmóníkudansleikur. „Dagskráin dreifist um sveitarfélagið,“ segir Guðný. „Enda erum við sameinuð og sem betur fer enginn hrepparígur til staðar.“
Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira