Bæði gömul og ný stór sakamál leidd til lykta með dómi á komandi misserum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. ágúst 2018 05:00 Í Hæstarétti verða tvö þekkt og afar umdeild manndrápsmál til umfjöllunar í vetur. Annars vegar Guðmundar- og Geirfinnsmál og hins vegar hið svokallaða "shaken baby“ mál Sigurðar Guðmundssonar. vísir/stefán Allmörg sakamál sem vakið hafa mikla athygli bíða úrlausnar dómstólanna í vetur. Aðalmeðferð verður í næstu viku í Héraðsdómi Suðurlands í máli Vals Lýðssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana á bænum Gýgjarhóli 2 í Árnessýslu. Nokkur manndrápsmál bíða einnig meðferðar í Landsrétti. Mál Thomasar Møller Olsen verður tekið fyrir síðar í haust og meðal þess sem ætla má að tekist verði á um eru akstursleiðir þær sem Thomas ók morguninn örlagaríka en í matsgerð sem dómkvaddur haffræðingur skilaði nýlega segir að líkami Birnu Brjánsdóttur hafi verið settur í sjó mun lengra frá þeim stað sem lögregla hafði áður talið. Tvö önnur manndrápsmál bíða úrlausnar Landsréttar. Annars vegar mál Dags Hoe Sigurjónssonar sem fékk 17 ára dóm í vor fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli í desember í fyrra. Hins vegar mál Khaled Cairo sem fékk 16 ár fyrir morðið á Sanitu Brauna á Hagamel í september. Fyrir héraðsdómi hafði verjandi hans krafist sýknu í málinu á þeim grundvelli að Cairo væri ósakhæfur. Í Hæstarétti verða tvö þekkt og afar umdeild manndrápsmál til umfjöllunar í vetur. Annars vegar Guðmundar- og Geirfinnsmál sem verða endurupptekin eftir áratuga baráttu dómþola og aðstandenda þeirra. Hins vegar hið svokallaða „shaken baby“ mál Sigurðar Guðmundssonar en búast má við að það verði sett á dagskrá Hæstaréttar á haustmisseri. Af öðrum málum sem vakið hafa mikla athygli má nefna mál Sindra Þórs Stefánssonar sem skaut upp á stjörnuhimininn eftir strok af Sogni sem dró vandræðalegan dilk á eftir sér fyrir lögregluyfirvöld. Ekki liggur enn fyrir hvenær mál Sindra verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness en ákæra hefur verið gefin út á hendur honum fyrir þjófnað á 600 tölvum sem enn hafa þó hvergi fundist. Einnig má nefna mál Sveins Gests Tryggvasonar sem bíður meðferðar í Landsrétti. Sveinn Gestur fékk sex ára dóm fyrir alvarlega líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Aspar í Mosfellsdal í fyrra. Málið vakti mikla athygli í fyrra vegna æsingsóráðsheilkennis sem talið er hafa átt þátt í dauða Arnars. Sveinn Gestur sat í gæsluvarðhaldi í heilt ár vegna málsins. Afplánun hans öðrum refsidómi dómi lýkur 12. september næstkomandi og verður hann þá frjáls ferða sinna, nema hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald að nýju þar til dómur fellur í Landsrétti. Landsréttar bíða einnig nokkur stór kynferðisbrotamál sem dæmt var í í héraði fyrr á árinu. Má þar nefna mál Þorsteins Halldórssonar sem fékk sjö ára fangelsi í héraði fyrir alvarleg og ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum pilti. Þá hefur sýknudómi í máli stuðningsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem ákærður var fyrir gróf kynferðisbrot einnig verið áfrýjað til Landsréttar. Uppfært og leiðrétt 24. ágúst en í fyrri útgáfu sagði að Sveinn Gestur Tryggvason gengi laus. Það er ekki rétt. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Allmörg sakamál sem vakið hafa mikla athygli bíða úrlausnar dómstólanna í vetur. Aðalmeðferð verður í næstu viku í Héraðsdómi Suðurlands í máli Vals Lýðssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana á bænum Gýgjarhóli 2 í Árnessýslu. Nokkur manndrápsmál bíða einnig meðferðar í Landsrétti. Mál Thomasar Møller Olsen verður tekið fyrir síðar í haust og meðal þess sem ætla má að tekist verði á um eru akstursleiðir þær sem Thomas ók morguninn örlagaríka en í matsgerð sem dómkvaddur haffræðingur skilaði nýlega segir að líkami Birnu Brjánsdóttur hafi verið settur í sjó mun lengra frá þeim stað sem lögregla hafði áður talið. Tvö önnur manndrápsmál bíða úrlausnar Landsréttar. Annars vegar mál Dags Hoe Sigurjónssonar sem fékk 17 ára dóm í vor fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli í desember í fyrra. Hins vegar mál Khaled Cairo sem fékk 16 ár fyrir morðið á Sanitu Brauna á Hagamel í september. Fyrir héraðsdómi hafði verjandi hans krafist sýknu í málinu á þeim grundvelli að Cairo væri ósakhæfur. Í Hæstarétti verða tvö þekkt og afar umdeild manndrápsmál til umfjöllunar í vetur. Annars vegar Guðmundar- og Geirfinnsmál sem verða endurupptekin eftir áratuga baráttu dómþola og aðstandenda þeirra. Hins vegar hið svokallaða „shaken baby“ mál Sigurðar Guðmundssonar en búast má við að það verði sett á dagskrá Hæstaréttar á haustmisseri. Af öðrum málum sem vakið hafa mikla athygli má nefna mál Sindra Þórs Stefánssonar sem skaut upp á stjörnuhimininn eftir strok af Sogni sem dró vandræðalegan dilk á eftir sér fyrir lögregluyfirvöld. Ekki liggur enn fyrir hvenær mál Sindra verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness en ákæra hefur verið gefin út á hendur honum fyrir þjófnað á 600 tölvum sem enn hafa þó hvergi fundist. Einnig má nefna mál Sveins Gests Tryggvasonar sem bíður meðferðar í Landsrétti. Sveinn Gestur fékk sex ára dóm fyrir alvarlega líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Aspar í Mosfellsdal í fyrra. Málið vakti mikla athygli í fyrra vegna æsingsóráðsheilkennis sem talið er hafa átt þátt í dauða Arnars. Sveinn Gestur sat í gæsluvarðhaldi í heilt ár vegna málsins. Afplánun hans öðrum refsidómi dómi lýkur 12. september næstkomandi og verður hann þá frjáls ferða sinna, nema hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald að nýju þar til dómur fellur í Landsrétti. Landsréttar bíða einnig nokkur stór kynferðisbrotamál sem dæmt var í í héraði fyrr á árinu. Má þar nefna mál Þorsteins Halldórssonar sem fékk sjö ára fangelsi í héraði fyrir alvarleg og ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum pilti. Þá hefur sýknudómi í máli stuðningsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem ákærður var fyrir gróf kynferðisbrot einnig verið áfrýjað til Landsréttar. Uppfært og leiðrétt 24. ágúst en í fyrri útgáfu sagði að Sveinn Gestur Tryggvason gengi laus. Það er ekki rétt.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira