Tvær stöðvar sinntu útkallinu en þegar slökkvilið var á leið á staðinn fengu viðbragðsaðilar tilkynningu um að eldur væri kominn upp í að minnsta kosti tveimur bílum. Þannig varð ljóst að verkefnið gæti orðið erfitt viðureignar, að sögn Sigurbjörns Guðmundssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Hann segir slökkvistarf hafa gengið ágætlega þó að langt hafi verið í brunahana. Því var notast við tankbíl. Slökkvilið réði niðurlögum eldsins rétt fyrir klukkan sex og er málið nú komið inn á borð lögreglu.
