Innlent

Hnífstunga í Grafarholti

Samúel Karl Ólason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
Talsverður viðbúnaður var hjá lögreglu vegna málsins.
Talsverður viðbúnaður var hjá lögreglu vegna málsins. Vísir/Jói K
Einn var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann eftir hnífstungu í Grafarholti í kvöld. Þrír voru handteknir vegna málsins að sögn varðstjóra á vettvangi.

Mennirnir voru handteknir í grennd við verslun Krónunnar í Grafarholti en slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að einn hafi verið fluttur á slysadeild vegna líkamsárásar í Grafarholti fyrr í kvöld.

Uppfært 22:00

Lögreglan segir manninn sem var stunginn ekki vera í talinn í lífshættu. Mennirnir þrír sem voru handteknir eru á tvítugs- og fertugsaldri. Þeir bíða nú yfirheyrslu. Í tilkynningu segir að ekki sé hægt að veita nánari upplýsingar um máli að svo stöddu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×