Trump hótar að draga Bandaríkin úr WTO Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. ágúst 2018 06:25 Donald Trump hefur hrist upp í efnahagskerfi heimsins niðri. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja draga Bandaríkin úr Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Að hans mati er stofnunin ósanngjörn í garð Bandaríkjanna og segir forsetinn að ef ekki verði breytingar á framferði stofnunarinnar muni Bandaríkin segja skilið við samstarfið. Alþjóðaviðskiptastofnunin var sett á laggirnar árið 1955 með það að markmiði að búa til reglur sem gilda um viðskipti aðildarríkjanna. Þá er henni einnig ætlað að draga úr hömlum á milliríkjaviðskiptum.Í samtali við Bloomberg segir Trump að stofnunin hafi alltof oft tekið ákvarðanir sem gangi þvert á hagsmuni Bandaríkjanna. Hann viðurkennir þó að á síðustu árum hafi úrskurðir stofnuninnar í mörgum tilfellum verið hliðhollir Bandaríkjunum. Trump viðraði fyrst hugmyndir um að draga úr Bandaríkin úr stofuninni í kosningabaráttu sinni árið 2016. Forsetinn lét hafa eftir sér fyrr á þessu ári að Alþjóðaviðskiptastofnunin hafi verið komið á fót til að gagnast öðrum löndum en Bandaríkjunum. Hann bætti við að stjórnvöld í Washington töpuðu næstum öllum málum sem rekin væru fyrir úrskurðarnefnd stofnunarinnar. Það stangast á við rannsóknir sem hafa sýnt fram á að Bandaríkin vinni 90% þeirra mála sem þau eiga aðild að. Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta eru þó í takt við þá utanríkisstefnu sem Trump hefur markað sér á síðasta ári. Hann hefur ýmist sett toll á innfluttar vörur eða hótað slíkum tollum til að tryggja hagsmuni bandarískra framleiðenda. Yfirlýsingar hans hafa hrist upp í efnahagskerfi heimsins, grandað alþjóðlegum viðskiptasamningum og búið til nýja. Í því samhengi má nefna nýjan samning Bandaríkjanna og Mexíkó, sem undirritaður var í vikunni. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill endursemja eða draga Bandaríkin út úr WTO Forsetaefni Repúblikana segir Alþjóðaviðskiptastofnunina stuðla að viðskiptaójöfnuði í Bandaríkjunum og segir hana vera "stórslys“. 24. júlí 2016 16:45 Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00 Bandaríkin og Mexíkó semja nýjan viðskiptasamning Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Mexíkó hafa komist að samkomulagi um að binda enda á frjálsverslunarsamning Norður-Ameríku og gera nýjan samning í staðinn. 27. ágúst 2018 17:45 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja draga Bandaríkin úr Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Að hans mati er stofnunin ósanngjörn í garð Bandaríkjanna og segir forsetinn að ef ekki verði breytingar á framferði stofnunarinnar muni Bandaríkin segja skilið við samstarfið. Alþjóðaviðskiptastofnunin var sett á laggirnar árið 1955 með það að markmiði að búa til reglur sem gilda um viðskipti aðildarríkjanna. Þá er henni einnig ætlað að draga úr hömlum á milliríkjaviðskiptum.Í samtali við Bloomberg segir Trump að stofnunin hafi alltof oft tekið ákvarðanir sem gangi þvert á hagsmuni Bandaríkjanna. Hann viðurkennir þó að á síðustu árum hafi úrskurðir stofnuninnar í mörgum tilfellum verið hliðhollir Bandaríkjunum. Trump viðraði fyrst hugmyndir um að draga úr Bandaríkin úr stofuninni í kosningabaráttu sinni árið 2016. Forsetinn lét hafa eftir sér fyrr á þessu ári að Alþjóðaviðskiptastofnunin hafi verið komið á fót til að gagnast öðrum löndum en Bandaríkjunum. Hann bætti við að stjórnvöld í Washington töpuðu næstum öllum málum sem rekin væru fyrir úrskurðarnefnd stofnunarinnar. Það stangast á við rannsóknir sem hafa sýnt fram á að Bandaríkin vinni 90% þeirra mála sem þau eiga aðild að. Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta eru þó í takt við þá utanríkisstefnu sem Trump hefur markað sér á síðasta ári. Hann hefur ýmist sett toll á innfluttar vörur eða hótað slíkum tollum til að tryggja hagsmuni bandarískra framleiðenda. Yfirlýsingar hans hafa hrist upp í efnahagskerfi heimsins, grandað alþjóðlegum viðskiptasamningum og búið til nýja. Í því samhengi má nefna nýjan samning Bandaríkjanna og Mexíkó, sem undirritaður var í vikunni.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill endursemja eða draga Bandaríkin út úr WTO Forsetaefni Repúblikana segir Alþjóðaviðskiptastofnunina stuðla að viðskiptaójöfnuði í Bandaríkjunum og segir hana vera "stórslys“. 24. júlí 2016 16:45 Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00 Bandaríkin og Mexíkó semja nýjan viðskiptasamning Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Mexíkó hafa komist að samkomulagi um að binda enda á frjálsverslunarsamning Norður-Ameríku og gera nýjan samning í staðinn. 27. ágúst 2018 17:45 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Trump vill endursemja eða draga Bandaríkin út úr WTO Forsetaefni Repúblikana segir Alþjóðaviðskiptastofnunina stuðla að viðskiptaójöfnuði í Bandaríkjunum og segir hana vera "stórslys“. 24. júlí 2016 16:45
Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00
Bandaríkin og Mexíkó semja nýjan viðskiptasamning Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Mexíkó hafa komist að samkomulagi um að binda enda á frjálsverslunarsamning Norður-Ameríku og gera nýjan samning í staðinn. 27. ágúst 2018 17:45