Júníus Meyvant gefur út nýtt lag í dag Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2018 06:00 High Alert eftir Júníus Meyvant er hægt að nálgast meðal annars á Spotify SIGRÍÐUR UNNUR LÚÐVÍKSDÓTTIR Nýtt lag eftir Júníus Meyvant hefur litið dagsins ljós. High Alert er aðgengilegt á öllum helstu tónlistarveitum. Lagið er eitt af mörgum af nýrri plötu sem kemur út 9. nóvember nk. og fær platan nafnið Across the Borders. „Nafnið á plötunni vísar í raun í tvennt. Annars vegar hefur nafnið ákveðna tilvísun í flóttamenn og lokun á einstaklinga sem eiga það svo sannarlega ekki skilið,“ segir Unnar Gísli Sigurmundsson, maðurinn á bak við Júníus Meyvant. Tónlist hans hefur verið mikið spiluð á öldum ljósvakans enda um að ræða ljúft og notalegt þjóðlagapopp sem óhætt er að segja að höfði til flestra áheyrenda. „Það er ástand í heiminum í dag. Fyrir mig sem Íslending þá tengi ég ekki við það að vera smár í stóru samfélagi. Við erum svo dekruð hérna heima. En ég get reynt að ímynda mér hversu illa mér myndi líða, ef allt væri hrifsað af mér.“ Unnar Gísli segir að platan snúi einnig að tilhneigingu fólks til þess að leita að einhverju sem það telur betra en það sem er til staðar nú þegar. „Hins vegar erum við sem einstaklingar alltaf að leita hinum megin að því sem er grænna. Við erum alltaf á leiðinni yfir einhver landamæri í lífinu. Svo er í rauninni hægt að fara endalaust með þessa hugmynd.“Fluttur aftur á heimaslóðir Fyrstu tónleikarnir af nýju plötunni verða á Iceland Airwaves, sem haldin er 7.–10. nóvember. „Eftir Iceland Airwaves held ég í Evróputúr í febrúar. Í framhaldi af því verða það Bandaríkin. Hver veit nema ég endi á tónleikum í heimabænum, ef maður verður ekki púaður niður á Airwaves,“ segir Unnar Gísli og hlær en hann er fluttur aftur til Vestmanneyja þar sem hann er fæddur og uppalinn. Flutningarnir leggjast vel í fjölskylduna sem varð eiginlega fyrir slysni. „Við vorum bara að skoða fasteignir í Vestmannaeyjum upp á grínið. Svo fundum við þetta hús og urðum bara ástfangin af því. Svo gekk þetta bara allt upp líkt og það hafi verið skrifað í skýin,“ segir Unnar Gísli en fjölskyldan flutti í júní. „Maður fær aðeins meira fyrir peninginn en í borginni. Okkur líður þó líka vel í Reykjavík, ég finn ekki fyrir neinu áreiti í Reykjavík og það er yndislegt að búa þar en það er mikil friðsæld hérna. Konan mín elskar þoku svo það kemur sér því vel að búa hérna.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
Nýtt lag eftir Júníus Meyvant hefur litið dagsins ljós. High Alert er aðgengilegt á öllum helstu tónlistarveitum. Lagið er eitt af mörgum af nýrri plötu sem kemur út 9. nóvember nk. og fær platan nafnið Across the Borders. „Nafnið á plötunni vísar í raun í tvennt. Annars vegar hefur nafnið ákveðna tilvísun í flóttamenn og lokun á einstaklinga sem eiga það svo sannarlega ekki skilið,“ segir Unnar Gísli Sigurmundsson, maðurinn á bak við Júníus Meyvant. Tónlist hans hefur verið mikið spiluð á öldum ljósvakans enda um að ræða ljúft og notalegt þjóðlagapopp sem óhætt er að segja að höfði til flestra áheyrenda. „Það er ástand í heiminum í dag. Fyrir mig sem Íslending þá tengi ég ekki við það að vera smár í stóru samfélagi. Við erum svo dekruð hérna heima. En ég get reynt að ímynda mér hversu illa mér myndi líða, ef allt væri hrifsað af mér.“ Unnar Gísli segir að platan snúi einnig að tilhneigingu fólks til þess að leita að einhverju sem það telur betra en það sem er til staðar nú þegar. „Hins vegar erum við sem einstaklingar alltaf að leita hinum megin að því sem er grænna. Við erum alltaf á leiðinni yfir einhver landamæri í lífinu. Svo er í rauninni hægt að fara endalaust með þessa hugmynd.“Fluttur aftur á heimaslóðir Fyrstu tónleikarnir af nýju plötunni verða á Iceland Airwaves, sem haldin er 7.–10. nóvember. „Eftir Iceland Airwaves held ég í Evróputúr í febrúar. Í framhaldi af því verða það Bandaríkin. Hver veit nema ég endi á tónleikum í heimabænum, ef maður verður ekki púaður niður á Airwaves,“ segir Unnar Gísli og hlær en hann er fluttur aftur til Vestmanneyja þar sem hann er fæddur og uppalinn. Flutningarnir leggjast vel í fjölskylduna sem varð eiginlega fyrir slysni. „Við vorum bara að skoða fasteignir í Vestmannaeyjum upp á grínið. Svo fundum við þetta hús og urðum bara ástfangin af því. Svo gekk þetta bara allt upp líkt og það hafi verið skrifað í skýin,“ segir Unnar Gísli en fjölskyldan flutti í júní. „Maður fær aðeins meira fyrir peninginn en í borginni. Okkur líður þó líka vel í Reykjavík, ég finn ekki fyrir neinu áreiti í Reykjavík og það er yndislegt að búa þar en það er mikil friðsæld hérna. Konan mín elskar þoku svo það kemur sér því vel að búa hérna.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira