Innlent

Barnavernd kemur að rannsókn á árásum á stúlkur í Garðabæ

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá Garðabæ.
Frá Garðabæ. Vísir/Egill
Drengurinn sem gaf sig fram við lögreglu fyrr í dag er sá sem lýst var eftir í gær vegna rannsóknar lögreglu á árásum á stúlkur í Garðabæ.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að um sé að ræða barn sem ekki hafi náð sakhæfisaldri og því sé rannsókn málsins unnin í nánu samstarfi við Barnavernd Garðabæjar, sem og bæjaryfirvöld.

Lýst var eftir tilteknum manni í gær við tengslum við rannsókn málsins og gaf pilturinn sig fram við lögreglu í fylgd foreldra hans. Var hann yfirheyrður í dag vegna rannsókna á árásum á stúlkur í Garðabæ.

Alls hefur lögregla fimm mál til rannsóknar vegna árása á stúlkur í bænum en í tilkynningu frá lögreglu segir að rannsókn málsins miði vel en ljóst sé að hún muni taka tíma.


Tengdar fréttir

Stúlkan dregin á bak við hól á leikvelli

Ráðist var á tvær ungar stúlkur í Garðabæ í gær og eru nú fimm sambærileg tilvik til rannsóknar. Að sögn lögreglu er málið í algjörum forgangi og unnið er út frá því að sami maður sé að verki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×