Grunsamlegar mannaferðir í Grafarvogi Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 06:32 Skuggalegir menn stukku inn í bifreið í Grafarvogi í nótt. Vísir/Vilhelm Töluvert var um grunsamlegar mannaferðir í austurhluta borgarinnar í nótt. Til að mynda hafði karlmaður verið að sniglast í bakgarði einum þegar húsráðendur komu auga á hann. Maðurinn varð þeirra var og flúði af vettvangi á reiðhjóli. Lögreglan segist þó hafa haft hendur í hári hans og reyndist maðurinn vera í annarlegu ástandi. Talið er að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna en eitthvað magn af vímuefnum er sagt hafa fundist í fórum hans. Hann var því færður í fangaklefa og verður hann spurður út í hegðun sína síðar í dag, þegar víman hefur runnið af honum. Þá var einnig tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í Grafarvorgi í gærkvöldi. Ekki fylgir sögunni hvað hinir grunsamlegu höfðu tekið sér fyrir hendur en einstaklingurinn sem benti lögreglu á mennina sagðist hafa séð þá stökkva inn í bifreið. Þegar lögregla stöðvaði bifreiðina þótti augljóst að ökumaður hennar væri undir áhrifum fíkniefna. Hann var þar að auki ökuréttindalaus. Lögreglan greinir ekki frá málalyktum í skeyti sínu en ætla má að ökumaðurinn hafi verið fluttur á lögreglustöð í sýnatöku. Að sama skapi hafði lögreglan afskipti af meðvitundarlausum manni í bifreið í austurborginni í nótt. Þegar lögreglu- og sjúkraflutningamenn ætluðu að athuga með líðan mannsins er hann sagður hafa brugðist illa við. Á hann að hafa veist að lögreglumönnum og ógnað þeim með sprautunál. Hegðun mannsins er sögð skrifast á mjög annarlegt ástand og var hann því fluttur í fangaklefa, þar sem hann hefur sofið úr sér vímuna. Lögreglumál Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira
Töluvert var um grunsamlegar mannaferðir í austurhluta borgarinnar í nótt. Til að mynda hafði karlmaður verið að sniglast í bakgarði einum þegar húsráðendur komu auga á hann. Maðurinn varð þeirra var og flúði af vettvangi á reiðhjóli. Lögreglan segist þó hafa haft hendur í hári hans og reyndist maðurinn vera í annarlegu ástandi. Talið er að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna en eitthvað magn af vímuefnum er sagt hafa fundist í fórum hans. Hann var því færður í fangaklefa og verður hann spurður út í hegðun sína síðar í dag, þegar víman hefur runnið af honum. Þá var einnig tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í Grafarvorgi í gærkvöldi. Ekki fylgir sögunni hvað hinir grunsamlegu höfðu tekið sér fyrir hendur en einstaklingurinn sem benti lögreglu á mennina sagðist hafa séð þá stökkva inn í bifreið. Þegar lögregla stöðvaði bifreiðina þótti augljóst að ökumaður hennar væri undir áhrifum fíkniefna. Hann var þar að auki ökuréttindalaus. Lögreglan greinir ekki frá málalyktum í skeyti sínu en ætla má að ökumaðurinn hafi verið fluttur á lögreglustöð í sýnatöku. Að sama skapi hafði lögreglan afskipti af meðvitundarlausum manni í bifreið í austurborginni í nótt. Þegar lögreglu- og sjúkraflutningamenn ætluðu að athuga með líðan mannsins er hann sagður hafa brugðist illa við. Á hann að hafa veist að lögreglumönnum og ógnað þeim með sprautunál. Hegðun mannsins er sögð skrifast á mjög annarlegt ástand og var hann því fluttur í fangaklefa, þar sem hann hefur sofið úr sér vímuna.
Lögreglumál Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira