Starfsmenn WOW beðnir um að eyða myndum af "hryllilegri“ árás í starfsmannagleði Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2018 18:01 Flugvél WOW air á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Alvarleg líkamsárás átti sér stað í gleðskap starfsmannafélags flugfélagsins WOW Air á Hard Rock í Lækjargötu í Reykjavík síðastliðið föstudagskvöld. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í samtali við Vísi að árásin hafi verið tilefnislaus en gerandinn var starfsmaður félagsins sem látið hefur af störfum. Greint var frá árásinni í dagbók lögreglu sem send var á fjölmiðla síðastliðinn laugardagsmorgun en þar kom fram að tilkynnt hefði verið um árás á veitingahúsi við Lækjargötu. Var sá sem fyrir árásinni varð sagður með áverka á höfði og að hann hefði verið fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Var árásarmaðurinn handtekinn og vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Er sá sem fyrir árásinni varð sagður flugmaður hjá WOW air en gerandinn flugþjónn sem hefur látið af störfum.Lögreglan var kölluð á vettvang.Vísir/VilhelmStarfsmenn flugfélagsins fengu allir tölvupóst frá flugfélaginu um helgina þar sem árásin var rædd og greint frá líðan þess sem fyrir henni varð. Í póstinum kemur fram að margir hefði orðið vitni að þessari „hryllilegu“ og „skyndilegu“ árás og að margir hefðu haft áhyggjur eftir hana. Er þessi hegðun sögð langt frá gildum WOW air og að hún verði aldrei liðin. Starfsmaðurinn sem varð fyrir árásinni varði nóttinni á sjúkrahúsi en var útskrifaður um morguninn og sagður á batavegi. Er öllum þeim þakkað sem hjálpuðu starfsmanninum sem varð fyrir árásinni. Þá er minnst á að margir hafi myndir af árásinni á símum sínum. Eru þeir beðnir um að sýna starfsmanninum sem varð fyrir árásinni að starfsmenn WOW air séu ein heild með því að eyða myndunum og er á það minnt að lögreglan hafi öll þau sönnunargögn sem til þarf. Samkvæmt heimildum Vísis á árásarmaðurinn að hafa dregið fram matardisk og lamið starfsmanninn í höfuðið með honum. Við það skarst starfsmaðurinn illa á höfði og hálsi og var mikið blóð á vettvangi að sögn sjónarvotta. Fréttir af flugi Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Alvarleg líkamsárás átti sér stað í gleðskap starfsmannafélags flugfélagsins WOW Air á Hard Rock í Lækjargötu í Reykjavík síðastliðið föstudagskvöld. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í samtali við Vísi að árásin hafi verið tilefnislaus en gerandinn var starfsmaður félagsins sem látið hefur af störfum. Greint var frá árásinni í dagbók lögreglu sem send var á fjölmiðla síðastliðinn laugardagsmorgun en þar kom fram að tilkynnt hefði verið um árás á veitingahúsi við Lækjargötu. Var sá sem fyrir árásinni varð sagður með áverka á höfði og að hann hefði verið fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Var árásarmaðurinn handtekinn og vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Er sá sem fyrir árásinni varð sagður flugmaður hjá WOW air en gerandinn flugþjónn sem hefur látið af störfum.Lögreglan var kölluð á vettvang.Vísir/VilhelmStarfsmenn flugfélagsins fengu allir tölvupóst frá flugfélaginu um helgina þar sem árásin var rædd og greint frá líðan þess sem fyrir henni varð. Í póstinum kemur fram að margir hefði orðið vitni að þessari „hryllilegu“ og „skyndilegu“ árás og að margir hefðu haft áhyggjur eftir hana. Er þessi hegðun sögð langt frá gildum WOW air og að hún verði aldrei liðin. Starfsmaðurinn sem varð fyrir árásinni varði nóttinni á sjúkrahúsi en var útskrifaður um morguninn og sagður á batavegi. Er öllum þeim þakkað sem hjálpuðu starfsmanninum sem varð fyrir árásinni. Þá er minnst á að margir hafi myndir af árásinni á símum sínum. Eru þeir beðnir um að sýna starfsmanninum sem varð fyrir árásinni að starfsmenn WOW air séu ein heild með því að eyða myndunum og er á það minnt að lögreglan hafi öll þau sönnunargögn sem til þarf. Samkvæmt heimildum Vísis á árásarmaðurinn að hafa dregið fram matardisk og lamið starfsmanninn í höfuðið með honum. Við það skarst starfsmaðurinn illa á höfði og hálsi og var mikið blóð á vettvangi að sögn sjónarvotta.
Fréttir af flugi Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent