„Landið er orðið það dýrt að það er ekki hægt að hækka laun yfir línuna núna“ Sylvía Hall skrifar 9. september 2018 13:08 Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði. Vísir/Þorbjörn Þórðarson Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir mikilvægt að orðspor ferðaþjónustunnar á Íslandi haldist gott. Fari svo að verð hækki um of gæti ferðamönnum farið fækkandi sem kæmi verulega niður á lífskjörum landsmanna. Þetta kom fram í viðtali við Gylfa í Sprengisandi í morgun.Góðærið byggist á ferðaþjónustunni Nú á dögunum skilaði Gylfi skýrslu til forsætisráðherra þar sem hann mat svigrúm til launahækkana hér á landi. Hann segir Íslendinga aldrei hafa staðið betur en nú og nefndi meðal annars kaupmátt launa í því samhengi en hann er 20% meiri nú en hann var árið 2007. „Maður heyrir samt ekki mikið af ánægjuröddum,“ sagði Gylfi góðlátlega. „Fólk eins og útlendingar sem komu hingað fyrir nokkrum árum og koma aftur núna sjá að það er búið að byggja mikið af húsum og það eru miklar framkvæmdir í gangi, bílaflotinn er betri og fleira fólk fer til útlanda á sumrin,“ sagði hann og sagði þetta benda til mikils góðæris í samfélaginu. Hann segir velsæld Íslendinga byggjast að mestu leyti á ferðaþjónustunni. Það þurfi því að passa upp á orðspor Íslands í alþjóðlegu samhengi til að þróunin snúist ekki við og ferðamenn hætti að koma hingað til lands. Það sé því áhyggjuefni hve hátt verðlagið sé hérlendis. „Þetta er eins og fiskistofnarnir, maður getur veitt of mikið og þá minnka þeir. Þetta er auðlind sem byggist upp á orðspori landsins, að fólk tali vel um reynslu sína hér og um leið og er farið að segja að þetta sé okurbúlla sem enginn eigi að koma í þá verður bakslag.“Þeir launalægstu njóta ekki góðærisins Gylfi segir lægstu tekjuhópana vera þá sem njóta góðærisins hvað minnst. Það sé vegna þess að skattleysismörk miðast við verðlagsvísitölu en hátekjuskattsmörkin miðast við launavísitölu. Það geri það að verkum að í uppsveiflu eykst skattbyrði þeirra launalægstu. Hann segir þó ekki vera svigrúm til launahækkana sem stendur, landið er orðið of dýrt og það myndi ógna mörgum sviðum atvinnulífsins. „Iðnaðarfyrirtækin verða fyrir höggi, ferðaþjónustufyrirtækin verða fyrir höggi, svo þessi grundvöllur lífskjaranna sem við erum með núna verður fyrir höggi,“ segir Gylfi. „Landið er orðið það dýrt að það er ekki hægt að hækka laun yfir línuna núna.“Þarf að byggja nýtt Breiðholt Þá segir Gylfi það vera nauðsynlegt að byggja meira húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi verið lítið byggt eftir hrun en nú fari eftirspurnin vaxandi og það valdi verðhækkunum. Hann bendir á að síðustu ár hafi fleira fólk flutt hingað til lands til þess að starfa sem þarfnast húsnæðis og þá er mikill fjöldi íbúða notaður undir ferðamenn. „Það þarf að byggja meira, það þarf húsnæði, það þarf eitthvert nýtt Breiðholt að rísa.“Viðtalið við Gylfa má heyra í heild sinni hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir „Það er of dýrt að búa á Íslandi“ Flokksforysta Viðreisnar sýndi á spilin í upphafi þingvetrar og greindi frá því sem flokkurinn hyggst setja á oddinn fyrir komandi þing. 8. september 2018 15:24 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir mikilvægt að orðspor ferðaþjónustunnar á Íslandi haldist gott. Fari svo að verð hækki um of gæti ferðamönnum farið fækkandi sem kæmi verulega niður á lífskjörum landsmanna. Þetta kom fram í viðtali við Gylfa í Sprengisandi í morgun.Góðærið byggist á ferðaþjónustunni Nú á dögunum skilaði Gylfi skýrslu til forsætisráðherra þar sem hann mat svigrúm til launahækkana hér á landi. Hann segir Íslendinga aldrei hafa staðið betur en nú og nefndi meðal annars kaupmátt launa í því samhengi en hann er 20% meiri nú en hann var árið 2007. „Maður heyrir samt ekki mikið af ánægjuröddum,“ sagði Gylfi góðlátlega. „Fólk eins og útlendingar sem komu hingað fyrir nokkrum árum og koma aftur núna sjá að það er búið að byggja mikið af húsum og það eru miklar framkvæmdir í gangi, bílaflotinn er betri og fleira fólk fer til útlanda á sumrin,“ sagði hann og sagði þetta benda til mikils góðæris í samfélaginu. Hann segir velsæld Íslendinga byggjast að mestu leyti á ferðaþjónustunni. Það þurfi því að passa upp á orðspor Íslands í alþjóðlegu samhengi til að þróunin snúist ekki við og ferðamenn hætti að koma hingað til lands. Það sé því áhyggjuefni hve hátt verðlagið sé hérlendis. „Þetta er eins og fiskistofnarnir, maður getur veitt of mikið og þá minnka þeir. Þetta er auðlind sem byggist upp á orðspori landsins, að fólk tali vel um reynslu sína hér og um leið og er farið að segja að þetta sé okurbúlla sem enginn eigi að koma í þá verður bakslag.“Þeir launalægstu njóta ekki góðærisins Gylfi segir lægstu tekjuhópana vera þá sem njóta góðærisins hvað minnst. Það sé vegna þess að skattleysismörk miðast við verðlagsvísitölu en hátekjuskattsmörkin miðast við launavísitölu. Það geri það að verkum að í uppsveiflu eykst skattbyrði þeirra launalægstu. Hann segir þó ekki vera svigrúm til launahækkana sem stendur, landið er orðið of dýrt og það myndi ógna mörgum sviðum atvinnulífsins. „Iðnaðarfyrirtækin verða fyrir höggi, ferðaþjónustufyrirtækin verða fyrir höggi, svo þessi grundvöllur lífskjaranna sem við erum með núna verður fyrir höggi,“ segir Gylfi. „Landið er orðið það dýrt að það er ekki hægt að hækka laun yfir línuna núna.“Þarf að byggja nýtt Breiðholt Þá segir Gylfi það vera nauðsynlegt að byggja meira húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi verið lítið byggt eftir hrun en nú fari eftirspurnin vaxandi og það valdi verðhækkunum. Hann bendir á að síðustu ár hafi fleira fólk flutt hingað til lands til þess að starfa sem þarfnast húsnæðis og þá er mikill fjöldi íbúða notaður undir ferðamenn. „Það þarf að byggja meira, það þarf húsnæði, það þarf eitthvert nýtt Breiðholt að rísa.“Viðtalið við Gylfa má heyra í heild sinni hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir „Það er of dýrt að búa á Íslandi“ Flokksforysta Viðreisnar sýndi á spilin í upphafi þingvetrar og greindi frá því sem flokkurinn hyggst setja á oddinn fyrir komandi þing. 8. september 2018 15:24 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira
„Það er of dýrt að búa á Íslandi“ Flokksforysta Viðreisnar sýndi á spilin í upphafi þingvetrar og greindi frá því sem flokkurinn hyggst setja á oddinn fyrir komandi þing. 8. september 2018 15:24