Vill opna umræðuna um sjálfsvíg eftir að hafa misst son sinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. september 2018 19:30 Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn sem tók eigið líf árið 2010, þá 16 ára gamall. Vísir/Sigurjón Móðir sem missti son sem féll fyrir eigin hendi segir mikilvægt að efla forvarnir og að fólk sé upplýst um hvert það getur leitað hjálpar. Ekki sé sjálfgefið að komast í gegnum sorgina sem fylgi því að missa barn eða náinn ástvin. Að jafnaði taka á milli 35 og 40 manns eigið líf á Íslandi á ári hverju. Þótt sjálfsvígstíðni meðal unglinga á aldrinum 15-19 ára hafi farið lækkandi hafa sjálfsskaða- og sjálfsvígshugsanir stúlkna aukist frá aldamótum samkvæmt nýrri skýrslu sem rannsóknir og greining unnu fyrir landlækni. Árið 2016 sögðust 12% stúlkna og 7% drengja hafa gert tilraun til sjálfsvígs sem er nokkur aukning frá árinu 2010, einkum meðal stúlkna. Drengjum tekst ætlunarverk sitt þó oftar en stúlkum. Þá hefur hlutfall nemenda í framhaldsskólum sem segjast einhvern tímann hafa hugleitt sjálfsvíg að alvöru einnig farið hækkandi, en árið 2016 var það um það bil þriðja hver stúlka og fjórði hver drengur. Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn, Orra Ómarsson, sem féll fyrir eigin hendi 16 ára gamall. „Ég hef viljað opna umræðuna um sjálfsvígin eftir að við lentum í þessu áfalli að missa son okkar 2010 í janúar. Þá var bæði lítið efni hægt að komast í um sjálfsvíg og aðstandendur höfðu ekki verið mikið að hafa sig í frami,“ segir Guðrún. Guðrún er hjúkrunarfræðingur og situr auk þess í stjórn Nýrrar dögunar, samtaka sem veita stuðning fyrir þá sem misst hafa ástvini, og stýrir stuðningshópum fyrir aðstandendur. „Núna hef ég svona fundið tilgang með mínu lífi í því að reyna að styðja aðra sem að hafa misst,“ segir Guðrún. „Þessu fólki líður mjög illa og þar tala ég af reynslu. Það er ekkert sjálfgefið að fólk geti haldið áfram, en ef við horfum á fjöldann hér, 35-40 á ári, þá má reikna með að það séu um 800 manns á Íslandi sem að þyrftu að fá aðstoð.“ Opið málþing fer fram á mánudaginn, á Alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga, þar sem heilbrigðisráðherra mun meðal annars greina frá áformum stjórnvalda um framkvæmd nýrrar forvarnarstefnu. Guðrún bindur vonir við tillögur sem starfshópur skilaði í maí verði innleiddar. „Ég vil hins vegar ekki hugsa um það, en það var gerð sambærileg áætlun fyrir 10-15 árum og hún lenti undir stól, því miður,“ segir Guðrún sem vonar að aðgerðaáætlunin fari ekki sömu leið. Í henni sé margt gott að finna sem geti reynst vel. Guðrún flytur fyrirlestur klukkan 20:00 næstkomandi miðvikudag, 12. september þar sem hún lýsir sinni reynslu og gefur ráð og hvetur hún aðstandendur sem hafa misst ástvini með þessum hætti sæki fyrirlesturinn. Tengdar fréttir Sláandi tölur um tilraunir ungmenna til sjálfsvígs 350 drengir og 613 stúlkur sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tímann á ævinni samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis. Sérfræðingar kalla á geðrækt á öllum skólastigum barna. 8. september 2018 07:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Móðir sem missti son sem féll fyrir eigin hendi segir mikilvægt að efla forvarnir og að fólk sé upplýst um hvert það getur leitað hjálpar. Ekki sé sjálfgefið að komast í gegnum sorgina sem fylgi því að missa barn eða náinn ástvin. Að jafnaði taka á milli 35 og 40 manns eigið líf á Íslandi á ári hverju. Þótt sjálfsvígstíðni meðal unglinga á aldrinum 15-19 ára hafi farið lækkandi hafa sjálfsskaða- og sjálfsvígshugsanir stúlkna aukist frá aldamótum samkvæmt nýrri skýrslu sem rannsóknir og greining unnu fyrir landlækni. Árið 2016 sögðust 12% stúlkna og 7% drengja hafa gert tilraun til sjálfsvígs sem er nokkur aukning frá árinu 2010, einkum meðal stúlkna. Drengjum tekst ætlunarverk sitt þó oftar en stúlkum. Þá hefur hlutfall nemenda í framhaldsskólum sem segjast einhvern tímann hafa hugleitt sjálfsvíg að alvöru einnig farið hækkandi, en árið 2016 var það um það bil þriðja hver stúlka og fjórði hver drengur. Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn, Orra Ómarsson, sem féll fyrir eigin hendi 16 ára gamall. „Ég hef viljað opna umræðuna um sjálfsvígin eftir að við lentum í þessu áfalli að missa son okkar 2010 í janúar. Þá var bæði lítið efni hægt að komast í um sjálfsvíg og aðstandendur höfðu ekki verið mikið að hafa sig í frami,“ segir Guðrún. Guðrún er hjúkrunarfræðingur og situr auk þess í stjórn Nýrrar dögunar, samtaka sem veita stuðning fyrir þá sem misst hafa ástvini, og stýrir stuðningshópum fyrir aðstandendur. „Núna hef ég svona fundið tilgang með mínu lífi í því að reyna að styðja aðra sem að hafa misst,“ segir Guðrún. „Þessu fólki líður mjög illa og þar tala ég af reynslu. Það er ekkert sjálfgefið að fólk geti haldið áfram, en ef við horfum á fjöldann hér, 35-40 á ári, þá má reikna með að það séu um 800 manns á Íslandi sem að þyrftu að fá aðstoð.“ Opið málþing fer fram á mánudaginn, á Alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga, þar sem heilbrigðisráðherra mun meðal annars greina frá áformum stjórnvalda um framkvæmd nýrrar forvarnarstefnu. Guðrún bindur vonir við tillögur sem starfshópur skilaði í maí verði innleiddar. „Ég vil hins vegar ekki hugsa um það, en það var gerð sambærileg áætlun fyrir 10-15 árum og hún lenti undir stól, því miður,“ segir Guðrún sem vonar að aðgerðaáætlunin fari ekki sömu leið. Í henni sé margt gott að finna sem geti reynst vel. Guðrún flytur fyrirlestur klukkan 20:00 næstkomandi miðvikudag, 12. september þar sem hún lýsir sinni reynslu og gefur ráð og hvetur hún aðstandendur sem hafa misst ástvini með þessum hætti sæki fyrirlesturinn.
Tengdar fréttir Sláandi tölur um tilraunir ungmenna til sjálfsvígs 350 drengir og 613 stúlkur sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tímann á ævinni samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis. Sérfræðingar kalla á geðrækt á öllum skólastigum barna. 8. september 2018 07:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Sláandi tölur um tilraunir ungmenna til sjálfsvígs 350 drengir og 613 stúlkur sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tímann á ævinni samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis. Sérfræðingar kalla á geðrækt á öllum skólastigum barna. 8. september 2018 07:30