Vill opna umræðuna um sjálfsvíg eftir að hafa misst son sinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. september 2018 19:30 Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn sem tók eigið líf árið 2010, þá 16 ára gamall. Vísir/Sigurjón Móðir sem missti son sem féll fyrir eigin hendi segir mikilvægt að efla forvarnir og að fólk sé upplýst um hvert það getur leitað hjálpar. Ekki sé sjálfgefið að komast í gegnum sorgina sem fylgi því að missa barn eða náinn ástvin. Að jafnaði taka á milli 35 og 40 manns eigið líf á Íslandi á ári hverju. Þótt sjálfsvígstíðni meðal unglinga á aldrinum 15-19 ára hafi farið lækkandi hafa sjálfsskaða- og sjálfsvígshugsanir stúlkna aukist frá aldamótum samkvæmt nýrri skýrslu sem rannsóknir og greining unnu fyrir landlækni. Árið 2016 sögðust 12% stúlkna og 7% drengja hafa gert tilraun til sjálfsvígs sem er nokkur aukning frá árinu 2010, einkum meðal stúlkna. Drengjum tekst ætlunarverk sitt þó oftar en stúlkum. Þá hefur hlutfall nemenda í framhaldsskólum sem segjast einhvern tímann hafa hugleitt sjálfsvíg að alvöru einnig farið hækkandi, en árið 2016 var það um það bil þriðja hver stúlka og fjórði hver drengur. Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn, Orra Ómarsson, sem féll fyrir eigin hendi 16 ára gamall. „Ég hef viljað opna umræðuna um sjálfsvígin eftir að við lentum í þessu áfalli að missa son okkar 2010 í janúar. Þá var bæði lítið efni hægt að komast í um sjálfsvíg og aðstandendur höfðu ekki verið mikið að hafa sig í frami,“ segir Guðrún. Guðrún er hjúkrunarfræðingur og situr auk þess í stjórn Nýrrar dögunar, samtaka sem veita stuðning fyrir þá sem misst hafa ástvini, og stýrir stuðningshópum fyrir aðstandendur. „Núna hef ég svona fundið tilgang með mínu lífi í því að reyna að styðja aðra sem að hafa misst,“ segir Guðrún. „Þessu fólki líður mjög illa og þar tala ég af reynslu. Það er ekkert sjálfgefið að fólk geti haldið áfram, en ef við horfum á fjöldann hér, 35-40 á ári, þá má reikna með að það séu um 800 manns á Íslandi sem að þyrftu að fá aðstoð.“ Opið málþing fer fram á mánudaginn, á Alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga, þar sem heilbrigðisráðherra mun meðal annars greina frá áformum stjórnvalda um framkvæmd nýrrar forvarnarstefnu. Guðrún bindur vonir við tillögur sem starfshópur skilaði í maí verði innleiddar. „Ég vil hins vegar ekki hugsa um það, en það var gerð sambærileg áætlun fyrir 10-15 árum og hún lenti undir stól, því miður,“ segir Guðrún sem vonar að aðgerðaáætlunin fari ekki sömu leið. Í henni sé margt gott að finna sem geti reynst vel. Guðrún flytur fyrirlestur klukkan 20:00 næstkomandi miðvikudag, 12. september þar sem hún lýsir sinni reynslu og gefur ráð og hvetur hún aðstandendur sem hafa misst ástvini með þessum hætti sæki fyrirlesturinn. Tengdar fréttir Sláandi tölur um tilraunir ungmenna til sjálfsvígs 350 drengir og 613 stúlkur sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tímann á ævinni samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis. Sérfræðingar kalla á geðrækt á öllum skólastigum barna. 8. september 2018 07:30 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Móðir sem missti son sem féll fyrir eigin hendi segir mikilvægt að efla forvarnir og að fólk sé upplýst um hvert það getur leitað hjálpar. Ekki sé sjálfgefið að komast í gegnum sorgina sem fylgi því að missa barn eða náinn ástvin. Að jafnaði taka á milli 35 og 40 manns eigið líf á Íslandi á ári hverju. Þótt sjálfsvígstíðni meðal unglinga á aldrinum 15-19 ára hafi farið lækkandi hafa sjálfsskaða- og sjálfsvígshugsanir stúlkna aukist frá aldamótum samkvæmt nýrri skýrslu sem rannsóknir og greining unnu fyrir landlækni. Árið 2016 sögðust 12% stúlkna og 7% drengja hafa gert tilraun til sjálfsvígs sem er nokkur aukning frá árinu 2010, einkum meðal stúlkna. Drengjum tekst ætlunarverk sitt þó oftar en stúlkum. Þá hefur hlutfall nemenda í framhaldsskólum sem segjast einhvern tímann hafa hugleitt sjálfsvíg að alvöru einnig farið hækkandi, en árið 2016 var það um það bil þriðja hver stúlka og fjórði hver drengur. Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn, Orra Ómarsson, sem féll fyrir eigin hendi 16 ára gamall. „Ég hef viljað opna umræðuna um sjálfsvígin eftir að við lentum í þessu áfalli að missa son okkar 2010 í janúar. Þá var bæði lítið efni hægt að komast í um sjálfsvíg og aðstandendur höfðu ekki verið mikið að hafa sig í frami,“ segir Guðrún. Guðrún er hjúkrunarfræðingur og situr auk þess í stjórn Nýrrar dögunar, samtaka sem veita stuðning fyrir þá sem misst hafa ástvini, og stýrir stuðningshópum fyrir aðstandendur. „Núna hef ég svona fundið tilgang með mínu lífi í því að reyna að styðja aðra sem að hafa misst,“ segir Guðrún. „Þessu fólki líður mjög illa og þar tala ég af reynslu. Það er ekkert sjálfgefið að fólk geti haldið áfram, en ef við horfum á fjöldann hér, 35-40 á ári, þá má reikna með að það séu um 800 manns á Íslandi sem að þyrftu að fá aðstoð.“ Opið málþing fer fram á mánudaginn, á Alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga, þar sem heilbrigðisráðherra mun meðal annars greina frá áformum stjórnvalda um framkvæmd nýrrar forvarnarstefnu. Guðrún bindur vonir við tillögur sem starfshópur skilaði í maí verði innleiddar. „Ég vil hins vegar ekki hugsa um það, en það var gerð sambærileg áætlun fyrir 10-15 árum og hún lenti undir stól, því miður,“ segir Guðrún sem vonar að aðgerðaáætlunin fari ekki sömu leið. Í henni sé margt gott að finna sem geti reynst vel. Guðrún flytur fyrirlestur klukkan 20:00 næstkomandi miðvikudag, 12. september þar sem hún lýsir sinni reynslu og gefur ráð og hvetur hún aðstandendur sem hafa misst ástvini með þessum hætti sæki fyrirlesturinn.
Tengdar fréttir Sláandi tölur um tilraunir ungmenna til sjálfsvígs 350 drengir og 613 stúlkur sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tímann á ævinni samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis. Sérfræðingar kalla á geðrækt á öllum skólastigum barna. 8. september 2018 07:30 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Sláandi tölur um tilraunir ungmenna til sjálfsvígs 350 drengir og 613 stúlkur sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tímann á ævinni samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis. Sérfræðingar kalla á geðrækt á öllum skólastigum barna. 8. september 2018 07:30