Hamren bað þjóðina afsökunar eftir leik Anton Ingi Leifsson skrifar 8. september 2018 18:43 Erik Hamren, landsliðsþjálfari Ísland, bað stuðningsmenn Íslands afsökunar eftir skellinn, 6-0 tapið gegn Sviss, í Þjóðadeildinni í kvöld. „Ég bið stuðningsmenn Íslands afsökunar. Þetta voru vandræðaleg úrslit,” sagði Hamren í samtali við Tómas Þór Þórðarson í leikslok. „Í fyrri hálfleik gekk þetta ágætlega að halda liðinu saman. Þeir fengu einn góðan möguleika sem Hannes varði. Við leyfðum þeim að spila út fyrir okkur. Ég var ekki ánægður hversu seinir við vorum í síðari boltann og ákefðin var ekki nægilega mikil á síðasta þriðjungi.” „Fyrsta markið var þannig og í öðru markinu er það þar sem við erum einfaldlega ekki klárir. Þeir skora svo 3-0 úr aukaspyrnunni og þá töpuðum við öllu.” „Við héldum ekki skipulagi, misstum trúna og það er á ábyrgð minni sem þjálfari. Það er mitt starf sem þjálfari að láta þá hafa trú á verkefninu og hvað við erum að gera.” „Það voru margir hlutir sem fóru einnig úrskeiðis í fyrri hálfleiknum. Grunnatriðin í fótbolta eru að vinna návígin, bæði varnar- og sóknarlega. Síðan getum við farið að tala um taktík." „Eftir að þeir komust í 3-0 þá töpuðum við öllu og það er á minni ábyrgð,” en hvað sagði hann við leikmennina í leikslok? „Ég tala yfirleitt ekki við leikmennina eftir leik, því allir eru með tilfinningar svona strax eftir leik, en í dag varð ég að tala við þá. Ég sagði það sama við þá að þetta er á minni ábyrgð því þetta var ekki gott,” sagði Erik í leikslok. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Twitter eftir afhroðið í Sviss: „Gilda ekki sömu reglur og í IKEA?“ Íslenska landsliðið beið afhroð gegn Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni. Leikið var í St. Gallen í kvöld. 8. september 2018 17:51 Einkunnir Íslands: Gylfi bestur í slöku íslensku liði Það var fátt um fína drætti er íslenska landsliðið steinlá fyrir Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í A-deildinni í Þjóðadeildinni. 8. september 2018 17:58 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Ísland, bað stuðningsmenn Íslands afsökunar eftir skellinn, 6-0 tapið gegn Sviss, í Þjóðadeildinni í kvöld. „Ég bið stuðningsmenn Íslands afsökunar. Þetta voru vandræðaleg úrslit,” sagði Hamren í samtali við Tómas Þór Þórðarson í leikslok. „Í fyrri hálfleik gekk þetta ágætlega að halda liðinu saman. Þeir fengu einn góðan möguleika sem Hannes varði. Við leyfðum þeim að spila út fyrir okkur. Ég var ekki ánægður hversu seinir við vorum í síðari boltann og ákefðin var ekki nægilega mikil á síðasta þriðjungi.” „Fyrsta markið var þannig og í öðru markinu er það þar sem við erum einfaldlega ekki klárir. Þeir skora svo 3-0 úr aukaspyrnunni og þá töpuðum við öllu.” „Við héldum ekki skipulagi, misstum trúna og það er á ábyrgð minni sem þjálfari. Það er mitt starf sem þjálfari að láta þá hafa trú á verkefninu og hvað við erum að gera.” „Það voru margir hlutir sem fóru einnig úrskeiðis í fyrri hálfleiknum. Grunnatriðin í fótbolta eru að vinna návígin, bæði varnar- og sóknarlega. Síðan getum við farið að tala um taktík." „Eftir að þeir komust í 3-0 þá töpuðum við öllu og það er á minni ábyrgð,” en hvað sagði hann við leikmennina í leikslok? „Ég tala yfirleitt ekki við leikmennina eftir leik, því allir eru með tilfinningar svona strax eftir leik, en í dag varð ég að tala við þá. Ég sagði það sama við þá að þetta er á minni ábyrgð því þetta var ekki gott,” sagði Erik í leikslok.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Twitter eftir afhroðið í Sviss: „Gilda ekki sömu reglur og í IKEA?“ Íslenska landsliðið beið afhroð gegn Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni. Leikið var í St. Gallen í kvöld. 8. september 2018 17:51 Einkunnir Íslands: Gylfi bestur í slöku íslensku liði Það var fátt um fína drætti er íslenska landsliðið steinlá fyrir Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í A-deildinni í Þjóðadeildinni. 8. september 2018 17:58 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Twitter eftir afhroðið í Sviss: „Gilda ekki sömu reglur og í IKEA?“ Íslenska landsliðið beið afhroð gegn Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni. Leikið var í St. Gallen í kvöld. 8. september 2018 17:51
Einkunnir Íslands: Gylfi bestur í slöku íslensku liði Það var fátt um fína drætti er íslenska landsliðið steinlá fyrir Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í A-deildinni í Þjóðadeildinni. 8. september 2018 17:58