Eins og hnefaleikakappi klár í slaginn með sigurvindilinn kláran Tómas Þór Þórðarson í St. Gallen skrifar 8. september 2018 08:00 Erik Hamrén stýrir Íslandi í fyrsta sinn í dag. vísir/arnar halldórsson Erik Hamrén, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, stýrir strákunum okkar í fyrsta sinn í dag þegar að íslenska liðið mætir því svissneska í St. Gallen klukkan 16.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þetta er fyrsti leikur liðanna í nýju Þjóðadeildinni en auk Íslands og Sviss er Belgía einnig í riðlinum. Okkar menn ferðast heim eftir leikinn í dag og mæta Belgum á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Hamrén fékk aðeins 16 daga til að velja sinn fyrsta landsliðshóp og hefur nú stýrt æfingum í eina viku fyrir þennan fyrsta leik sem er mótsleikur í nýrri keppni. „Mér líður rosalega vel. Ég hlakka til leiksins og ég finn fyrir spennu í líkanum. Fyrsti leikurinn er alltaf svona spennandi og sérstaklega þar sem að þetta er mótsleikur,“ segir Hamrén í viðtali við Guðmund Benediktsson en greinir hann spennu í hópnum? „Ég þekki leikmennina ekki svo vel að ég geti sagt til um það. Æfingarnar hafa verið góðar og auðvitað vilja leikmennirnir sýna sig fyrir mér. Ég veit ekki hvort að þeir eru stressaðir en ég held ekki því að þetta eru reynslumiklir strákar. Kannski eru sumir af þessum nýju örlítið stressaðir.“Hamrén er bjartsýnn á góð úrslit í dag en hann segist þurfa að vera jákvæður fyrir þessu nýja og spennandi verkefni. „Ég er alltaf jákvæður eins og hnefaleikakappi á leið inn í hringinn. Ég held alltaf að við getum unnið. Hnefaleikakappar þurfa að vera jákvæðir en við verðum að vera raunsæir. Þetta verður erfitt en við verðum að trúa því að við eigum séns. Ef maður trúir ekki verður allt miklu erfiðara,“ segir hann. Hamrén hefur ekki fengið mikinn tíma til að undirbúa liðið en svona er lífið sem landsliðsþjálfari. „Þjálfari segir alltaf að hann þurfi á fleiri dögum og vikum á að halda til að undirbúa sig. En svona er staðan núna og þessir fáu æfingadagar er það eina sem ég er óánægður með. Svona er fótboltinn og svo eru mikil meiðsli í hópnum. Það var fyrst í gær sem að við gátum æft með tvö ellefu manna liða. Í heildina hef ég samt verið ánægður,“ segir Hamrén sem er klár í að fagna ef sigur vinnst í kvöld. „Ef við fáum þrjú stig fæ ég mér vindil,“ segir Erik Hamrén. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gylfi stoltur að bera bandið en Aron fær það um leið og hann kemur aftur Fyrirliði íslenska landsliðsins er meiddur og því ber Gylfi Þór bandið á móti Sviss. 8. september 2018 06:00 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Erik Hamrén, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, stýrir strákunum okkar í fyrsta sinn í dag þegar að íslenska liðið mætir því svissneska í St. Gallen klukkan 16.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þetta er fyrsti leikur liðanna í nýju Þjóðadeildinni en auk Íslands og Sviss er Belgía einnig í riðlinum. Okkar menn ferðast heim eftir leikinn í dag og mæta Belgum á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Hamrén fékk aðeins 16 daga til að velja sinn fyrsta landsliðshóp og hefur nú stýrt æfingum í eina viku fyrir þennan fyrsta leik sem er mótsleikur í nýrri keppni. „Mér líður rosalega vel. Ég hlakka til leiksins og ég finn fyrir spennu í líkanum. Fyrsti leikurinn er alltaf svona spennandi og sérstaklega þar sem að þetta er mótsleikur,“ segir Hamrén í viðtali við Guðmund Benediktsson en greinir hann spennu í hópnum? „Ég þekki leikmennina ekki svo vel að ég geti sagt til um það. Æfingarnar hafa verið góðar og auðvitað vilja leikmennirnir sýna sig fyrir mér. Ég veit ekki hvort að þeir eru stressaðir en ég held ekki því að þetta eru reynslumiklir strákar. Kannski eru sumir af þessum nýju örlítið stressaðir.“Hamrén er bjartsýnn á góð úrslit í dag en hann segist þurfa að vera jákvæður fyrir þessu nýja og spennandi verkefni. „Ég er alltaf jákvæður eins og hnefaleikakappi á leið inn í hringinn. Ég held alltaf að við getum unnið. Hnefaleikakappar þurfa að vera jákvæðir en við verðum að vera raunsæir. Þetta verður erfitt en við verðum að trúa því að við eigum séns. Ef maður trúir ekki verður allt miklu erfiðara,“ segir hann. Hamrén hefur ekki fengið mikinn tíma til að undirbúa liðið en svona er lífið sem landsliðsþjálfari. „Þjálfari segir alltaf að hann þurfi á fleiri dögum og vikum á að halda til að undirbúa sig. En svona er staðan núna og þessir fáu æfingadagar er það eina sem ég er óánægður með. Svona er fótboltinn og svo eru mikil meiðsli í hópnum. Það var fyrst í gær sem að við gátum æft með tvö ellefu manna liða. Í heildina hef ég samt verið ánægður,“ segir Hamrén sem er klár í að fagna ef sigur vinnst í kvöld. „Ef við fáum þrjú stig fæ ég mér vindil,“ segir Erik Hamrén. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gylfi stoltur að bera bandið en Aron fær það um leið og hann kemur aftur Fyrirliði íslenska landsliðsins er meiddur og því ber Gylfi Þór bandið á móti Sviss. 8. september 2018 06:00 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Gylfi stoltur að bera bandið en Aron fær það um leið og hann kemur aftur Fyrirliði íslenska landsliðsins er meiddur og því ber Gylfi Þór bandið á móti Sviss. 8. september 2018 06:00