„Getur reynst erfitt að eignast sænska vini“ Atli Ísleifsson skrifar 7. september 2018 21:00 Rauðgræna blokkin í Svíþjóð er með naumt forskot á bandalag borgaralegu flokkanna í nýrri könnun sem unnin var fyrir sænska ríkissjónvarpið. Fylgi Svíþjóðardemókrata, sem rekur harða stefnu í innflytjendamálum, virðist vera aukast á ný eftir að hafa dalað í könnunum síðustu daga og má telja líklegt að flokkurinn verði næststærstur á þingi eftir kosningar á eftir flokki Jafnaðarmanna. Hlutfall innflytjenda í Malmö er umtalsvert hærra en í öðrum sænskum stórborgum en samkvæmt tölum frá borgaryfirvöldum í Malmö hefur þriðjungur allra íbúa fæðst í öðru landi en Svíþjóð. Í bæði Gautaborg og Stokkhólmi er sama hlutfall 25 prósent.Erfitt að eignast sænska vini Mohammed Alonezan flúði borgarastríðið í Sýrlandi og kom til Svíþjóðar fyrir þremur árum. Hann starfaði sem lögfræðingur í Sýrlandi, stundar nú nám í sænsku í hverfinu Rosengård og stefnir að því að starfa sem lögfræðingur á ný. Hann segir að þrátt fyrir að sænsk yfirvöld standi sig vel þegar kemur að því að taka á móti innflytjendum geti hins vegar reynst erfitt fyrir innflytjendur að aðlagast sænsku samfélagi. „Hér í Svíþjóð – og kannski hef ég rangt fyrir mér – en ég hef fundið fyrir því að það getur reynst erfitt að eignast sænska vini.“ Mohammed segir að í Sýrlandi hafi hann alist upp við menningu þar sem tengsl milli íbúa og nágranna eru ólík þeim sem þekkjast í Svíþjóð. „Ef þú flytur í nýja íbúð, það fyrsta sem þú þarft að gera er að banka hjá nágrönnunum. „Hæ ég kem frá...„, „Ég bý hér.“ Ef þú gerir það hér í Svíþjóð þá verður þú tilkynntur til lögreglu sama dag,“ segir Mohammed og hlær.Arben Gradinaj.Ekki rétt að stíga á liggjandi Arben Gradinaj flutti til Svíþjóðar frá Júgóslavíu þegar hann var fimm ára og starfar nú sem kokkur á slökkviliðsstöð í Malmö. Hann segir að umræðuna og stemninguna í sænsku samfélagi hafa breyst nokkuð á síðustu árum þegar kemur að málefnum innflytjenda og vísar þá sérstaklega í málflutning Svíþjóðardemókrata. Hann segir nauðsynlegt að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði þegar kemur að aðlögun innflytjenda. „Mér finnst að það eigi ekki að stíga á þá sem eru þegar liggjandi. Þetta er ekki sú mynd sem ég hef af Svíþjóð.“ Norðurlönd Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30 Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna. 4. september 2018 20:45 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Rauðgræna blokkin í Svíþjóð er með naumt forskot á bandalag borgaralegu flokkanna í nýrri könnun sem unnin var fyrir sænska ríkissjónvarpið. Fylgi Svíþjóðardemókrata, sem rekur harða stefnu í innflytjendamálum, virðist vera aukast á ný eftir að hafa dalað í könnunum síðustu daga og má telja líklegt að flokkurinn verði næststærstur á þingi eftir kosningar á eftir flokki Jafnaðarmanna. Hlutfall innflytjenda í Malmö er umtalsvert hærra en í öðrum sænskum stórborgum en samkvæmt tölum frá borgaryfirvöldum í Malmö hefur þriðjungur allra íbúa fæðst í öðru landi en Svíþjóð. Í bæði Gautaborg og Stokkhólmi er sama hlutfall 25 prósent.Erfitt að eignast sænska vini Mohammed Alonezan flúði borgarastríðið í Sýrlandi og kom til Svíþjóðar fyrir þremur árum. Hann starfaði sem lögfræðingur í Sýrlandi, stundar nú nám í sænsku í hverfinu Rosengård og stefnir að því að starfa sem lögfræðingur á ný. Hann segir að þrátt fyrir að sænsk yfirvöld standi sig vel þegar kemur að því að taka á móti innflytjendum geti hins vegar reynst erfitt fyrir innflytjendur að aðlagast sænsku samfélagi. „Hér í Svíþjóð – og kannski hef ég rangt fyrir mér – en ég hef fundið fyrir því að það getur reynst erfitt að eignast sænska vini.“ Mohammed segir að í Sýrlandi hafi hann alist upp við menningu þar sem tengsl milli íbúa og nágranna eru ólík þeim sem þekkjast í Svíþjóð. „Ef þú flytur í nýja íbúð, það fyrsta sem þú þarft að gera er að banka hjá nágrönnunum. „Hæ ég kem frá...„, „Ég bý hér.“ Ef þú gerir það hér í Svíþjóð þá verður þú tilkynntur til lögreglu sama dag,“ segir Mohammed og hlær.Arben Gradinaj.Ekki rétt að stíga á liggjandi Arben Gradinaj flutti til Svíþjóðar frá Júgóslavíu þegar hann var fimm ára og starfar nú sem kokkur á slökkviliðsstöð í Malmö. Hann segir að umræðuna og stemninguna í sænsku samfélagi hafa breyst nokkuð á síðustu árum þegar kemur að málefnum innflytjenda og vísar þá sérstaklega í málflutning Svíþjóðardemókrata. Hann segir nauðsynlegt að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði þegar kemur að aðlögun innflytjenda. „Mér finnst að það eigi ekki að stíga á þá sem eru þegar liggjandi. Þetta er ekki sú mynd sem ég hef af Svíþjóð.“
Norðurlönd Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30 Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna. 4. september 2018 20:45 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30
Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna. 4. september 2018 20:45
Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00
Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00