Elon Musk reykti kannabis í beinni útsendingu og fjárfestar ókyrrast Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 7. september 2018 13:00 Musk fær sér í haus. Youtube/Joe Rogan Milljarðamæringurinn og lífskúnstnerinn Elon Musk reykti í morgun kannabis vindling í beinni útsendingu vefþáttar grínistans Joe Rogan. Musk og fyrirtæki hans, bílaframleiðandinn Tesla, sæta nú opinberri rannsókn á Twitter skilaboðum sem Musk er grunaður um að hafa sent undir áhrifum fíkniefna. Í þeim sagðist hann tilbúinn að taka fyrirtækið af markaði og bjóða 420 dollara fyrir hvern hlut. Talan 420 er sérstakur kóði fyrir kannabisneyslu vestanhafs og víðar. Þá hefur söngkonan Azelia Banks haldið því fram að Musk hafi verið undir áhrifum LSD þegar hann sendi þessi tilteknu skilaboð. Segist hún hafa orðið vitni að því þegar rann af honum og hann gerði sér grein fyrir hvílíkum vandræðum þessi Twitter skilaboð gætu valdið sér og fyrirtækinu. Í kjölfarið sendi Musk frá sér yfirlýsingu þar sem hann þvertók fyrir að hafa verið undir áhrifum kannabis þegar hann sendi skilaboðin en minntist ekki einu orði á LSD. Nú á Musk einnig yfir höfði sér málsókn fyrir meiðyrði eftir að hann sakaði breskan kafara um barnaníð á Twitter síðu sinni. Forsaga þess máls er að Musk ætlaði sér að nota eigin hugvit og peninga til að bjarga tælensku fótboltastrákunum úr hellinum þar sem þeir festust fyrir nokkrum vikum. Fyrrnefndur kafari sagði hugmyndir Musk óraunsæjar og bað hann að hypja sig af vettvangi til að leyfa reyndum köfurum að sinna björgunarstörfum. Musk brást við því með því að kalla manninn barnaníðing í tvígang á Twitter síðu sinni, að því er virðist án nokkurra sannana. Fjárfestar eru farnir að ókyrrast og setja spurningamerki við dómgreind Musk. Sú ákvörðun hans að neyta kannabisefna í beinni útsendingu mun sennilega ekki róa neinn, þó að hann hafi í sama þætti fullyrt að þetta væri ekki eitthvað sem hann gerði að staðaldri. Þess má geta að þátturinn var sendur út frá Kaliforníu þar sem ekki er ólöglegt að neyta kannabisefna. Tengdar fréttir Fjárfestar sannfærðu Musk um að halda Tesla á markaði Elon Musk, stjórnarformaður og forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla birti í gær færslu á vef framleiðandans þar sem hann lýsir því yfir að hann sé hættur við áform sín um að taka fyrirtækið af markaði. 25. ágúst 2018 09:46 Musk heldur barnaníðsásökunum á hendur kafaranum til streitu Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, virðist enn vera á þeirri skoðun að kafarinn Vern Unsworth, einn af þeim sem kom að björgunaraðgerðum í Taílandi í sumar þegar fótboltalið festist inn í helli, sé barnaníðingur. 5. september 2018 13:30 Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Skortsölumenn segja að yfirlýsing Elon Musk um að hann íhugaði að taka Tesla af markaði hafi verið misvísandi og kostað þá hundruð milljóna dollara. 11. ágúst 2018 13:28 Musk segist hafa átt erfitt ár Í viðtali sem New York Times birti dag er Musk sagður hafa helgið og grátið til skiptis á meðan viðtalinu stóð. 17. ágúst 2018 08:52 Tesla greinir frá mesta tapi á einum ársfjórðungi Rafbílaframleiðandinn stefnir enn á að fyrirtækið verði arðbært á þessu ári. 1. ágúst 2018 21:21 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Sjá meira
Milljarðamæringurinn og lífskúnstnerinn Elon Musk reykti í morgun kannabis vindling í beinni útsendingu vefþáttar grínistans Joe Rogan. Musk og fyrirtæki hans, bílaframleiðandinn Tesla, sæta nú opinberri rannsókn á Twitter skilaboðum sem Musk er grunaður um að hafa sent undir áhrifum fíkniefna. Í þeim sagðist hann tilbúinn að taka fyrirtækið af markaði og bjóða 420 dollara fyrir hvern hlut. Talan 420 er sérstakur kóði fyrir kannabisneyslu vestanhafs og víðar. Þá hefur söngkonan Azelia Banks haldið því fram að Musk hafi verið undir áhrifum LSD þegar hann sendi þessi tilteknu skilaboð. Segist hún hafa orðið vitni að því þegar rann af honum og hann gerði sér grein fyrir hvílíkum vandræðum þessi Twitter skilaboð gætu valdið sér og fyrirtækinu. Í kjölfarið sendi Musk frá sér yfirlýsingu þar sem hann þvertók fyrir að hafa verið undir áhrifum kannabis þegar hann sendi skilaboðin en minntist ekki einu orði á LSD. Nú á Musk einnig yfir höfði sér málsókn fyrir meiðyrði eftir að hann sakaði breskan kafara um barnaníð á Twitter síðu sinni. Forsaga þess máls er að Musk ætlaði sér að nota eigin hugvit og peninga til að bjarga tælensku fótboltastrákunum úr hellinum þar sem þeir festust fyrir nokkrum vikum. Fyrrnefndur kafari sagði hugmyndir Musk óraunsæjar og bað hann að hypja sig af vettvangi til að leyfa reyndum köfurum að sinna björgunarstörfum. Musk brást við því með því að kalla manninn barnaníðing í tvígang á Twitter síðu sinni, að því er virðist án nokkurra sannana. Fjárfestar eru farnir að ókyrrast og setja spurningamerki við dómgreind Musk. Sú ákvörðun hans að neyta kannabisefna í beinni útsendingu mun sennilega ekki róa neinn, þó að hann hafi í sama þætti fullyrt að þetta væri ekki eitthvað sem hann gerði að staðaldri. Þess má geta að þátturinn var sendur út frá Kaliforníu þar sem ekki er ólöglegt að neyta kannabisefna.
Tengdar fréttir Fjárfestar sannfærðu Musk um að halda Tesla á markaði Elon Musk, stjórnarformaður og forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla birti í gær færslu á vef framleiðandans þar sem hann lýsir því yfir að hann sé hættur við áform sín um að taka fyrirtækið af markaði. 25. ágúst 2018 09:46 Musk heldur barnaníðsásökunum á hendur kafaranum til streitu Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, virðist enn vera á þeirri skoðun að kafarinn Vern Unsworth, einn af þeim sem kom að björgunaraðgerðum í Taílandi í sumar þegar fótboltalið festist inn í helli, sé barnaníðingur. 5. september 2018 13:30 Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Skortsölumenn segja að yfirlýsing Elon Musk um að hann íhugaði að taka Tesla af markaði hafi verið misvísandi og kostað þá hundruð milljóna dollara. 11. ágúst 2018 13:28 Musk segist hafa átt erfitt ár Í viðtali sem New York Times birti dag er Musk sagður hafa helgið og grátið til skiptis á meðan viðtalinu stóð. 17. ágúst 2018 08:52 Tesla greinir frá mesta tapi á einum ársfjórðungi Rafbílaframleiðandinn stefnir enn á að fyrirtækið verði arðbært á þessu ári. 1. ágúst 2018 21:21 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Sjá meira
Fjárfestar sannfærðu Musk um að halda Tesla á markaði Elon Musk, stjórnarformaður og forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla birti í gær færslu á vef framleiðandans þar sem hann lýsir því yfir að hann sé hættur við áform sín um að taka fyrirtækið af markaði. 25. ágúst 2018 09:46
Musk heldur barnaníðsásökunum á hendur kafaranum til streitu Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, virðist enn vera á þeirri skoðun að kafarinn Vern Unsworth, einn af þeim sem kom að björgunaraðgerðum í Taílandi í sumar þegar fótboltalið festist inn í helli, sé barnaníðingur. 5. september 2018 13:30
Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Skortsölumenn segja að yfirlýsing Elon Musk um að hann íhugaði að taka Tesla af markaði hafi verið misvísandi og kostað þá hundruð milljóna dollara. 11. ágúst 2018 13:28
Musk segist hafa átt erfitt ár Í viðtali sem New York Times birti dag er Musk sagður hafa helgið og grátið til skiptis á meðan viðtalinu stóð. 17. ágúst 2018 08:52
Tesla greinir frá mesta tapi á einum ársfjórðungi Rafbílaframleiðandinn stefnir enn á að fyrirtækið verði arðbært á þessu ári. 1. ágúst 2018 21:21