Elon Musk reykti kannabis í beinni útsendingu og fjárfestar ókyrrast Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 7. september 2018 13:00 Musk fær sér í haus. Youtube/Joe Rogan Milljarðamæringurinn og lífskúnstnerinn Elon Musk reykti í morgun kannabis vindling í beinni útsendingu vefþáttar grínistans Joe Rogan. Musk og fyrirtæki hans, bílaframleiðandinn Tesla, sæta nú opinberri rannsókn á Twitter skilaboðum sem Musk er grunaður um að hafa sent undir áhrifum fíkniefna. Í þeim sagðist hann tilbúinn að taka fyrirtækið af markaði og bjóða 420 dollara fyrir hvern hlut. Talan 420 er sérstakur kóði fyrir kannabisneyslu vestanhafs og víðar. Þá hefur söngkonan Azelia Banks haldið því fram að Musk hafi verið undir áhrifum LSD þegar hann sendi þessi tilteknu skilaboð. Segist hún hafa orðið vitni að því þegar rann af honum og hann gerði sér grein fyrir hvílíkum vandræðum þessi Twitter skilaboð gætu valdið sér og fyrirtækinu. Í kjölfarið sendi Musk frá sér yfirlýsingu þar sem hann þvertók fyrir að hafa verið undir áhrifum kannabis þegar hann sendi skilaboðin en minntist ekki einu orði á LSD. Nú á Musk einnig yfir höfði sér málsókn fyrir meiðyrði eftir að hann sakaði breskan kafara um barnaníð á Twitter síðu sinni. Forsaga þess máls er að Musk ætlaði sér að nota eigin hugvit og peninga til að bjarga tælensku fótboltastrákunum úr hellinum þar sem þeir festust fyrir nokkrum vikum. Fyrrnefndur kafari sagði hugmyndir Musk óraunsæjar og bað hann að hypja sig af vettvangi til að leyfa reyndum köfurum að sinna björgunarstörfum. Musk brást við því með því að kalla manninn barnaníðing í tvígang á Twitter síðu sinni, að því er virðist án nokkurra sannana. Fjárfestar eru farnir að ókyrrast og setja spurningamerki við dómgreind Musk. Sú ákvörðun hans að neyta kannabisefna í beinni útsendingu mun sennilega ekki róa neinn, þó að hann hafi í sama þætti fullyrt að þetta væri ekki eitthvað sem hann gerði að staðaldri. Þess má geta að þátturinn var sendur út frá Kaliforníu þar sem ekki er ólöglegt að neyta kannabisefna. Tengdar fréttir Fjárfestar sannfærðu Musk um að halda Tesla á markaði Elon Musk, stjórnarformaður og forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla birti í gær færslu á vef framleiðandans þar sem hann lýsir því yfir að hann sé hættur við áform sín um að taka fyrirtækið af markaði. 25. ágúst 2018 09:46 Musk heldur barnaníðsásökunum á hendur kafaranum til streitu Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, virðist enn vera á þeirri skoðun að kafarinn Vern Unsworth, einn af þeim sem kom að björgunaraðgerðum í Taílandi í sumar þegar fótboltalið festist inn í helli, sé barnaníðingur. 5. september 2018 13:30 Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Skortsölumenn segja að yfirlýsing Elon Musk um að hann íhugaði að taka Tesla af markaði hafi verið misvísandi og kostað þá hundruð milljóna dollara. 11. ágúst 2018 13:28 Musk segist hafa átt erfitt ár Í viðtali sem New York Times birti dag er Musk sagður hafa helgið og grátið til skiptis á meðan viðtalinu stóð. 17. ágúst 2018 08:52 Tesla greinir frá mesta tapi á einum ársfjórðungi Rafbílaframleiðandinn stefnir enn á að fyrirtækið verði arðbært á þessu ári. 1. ágúst 2018 21:21 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Milljarðamæringurinn og lífskúnstnerinn Elon Musk reykti í morgun kannabis vindling í beinni útsendingu vefþáttar grínistans Joe Rogan. Musk og fyrirtæki hans, bílaframleiðandinn Tesla, sæta nú opinberri rannsókn á Twitter skilaboðum sem Musk er grunaður um að hafa sent undir áhrifum fíkniefna. Í þeim sagðist hann tilbúinn að taka fyrirtækið af markaði og bjóða 420 dollara fyrir hvern hlut. Talan 420 er sérstakur kóði fyrir kannabisneyslu vestanhafs og víðar. Þá hefur söngkonan Azelia Banks haldið því fram að Musk hafi verið undir áhrifum LSD þegar hann sendi þessi tilteknu skilaboð. Segist hún hafa orðið vitni að því þegar rann af honum og hann gerði sér grein fyrir hvílíkum vandræðum þessi Twitter skilaboð gætu valdið sér og fyrirtækinu. Í kjölfarið sendi Musk frá sér yfirlýsingu þar sem hann þvertók fyrir að hafa verið undir áhrifum kannabis þegar hann sendi skilaboðin en minntist ekki einu orði á LSD. Nú á Musk einnig yfir höfði sér málsókn fyrir meiðyrði eftir að hann sakaði breskan kafara um barnaníð á Twitter síðu sinni. Forsaga þess máls er að Musk ætlaði sér að nota eigin hugvit og peninga til að bjarga tælensku fótboltastrákunum úr hellinum þar sem þeir festust fyrir nokkrum vikum. Fyrrnefndur kafari sagði hugmyndir Musk óraunsæjar og bað hann að hypja sig af vettvangi til að leyfa reyndum köfurum að sinna björgunarstörfum. Musk brást við því með því að kalla manninn barnaníðing í tvígang á Twitter síðu sinni, að því er virðist án nokkurra sannana. Fjárfestar eru farnir að ókyrrast og setja spurningamerki við dómgreind Musk. Sú ákvörðun hans að neyta kannabisefna í beinni útsendingu mun sennilega ekki róa neinn, þó að hann hafi í sama þætti fullyrt að þetta væri ekki eitthvað sem hann gerði að staðaldri. Þess má geta að þátturinn var sendur út frá Kaliforníu þar sem ekki er ólöglegt að neyta kannabisefna.
Tengdar fréttir Fjárfestar sannfærðu Musk um að halda Tesla á markaði Elon Musk, stjórnarformaður og forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla birti í gær færslu á vef framleiðandans þar sem hann lýsir því yfir að hann sé hættur við áform sín um að taka fyrirtækið af markaði. 25. ágúst 2018 09:46 Musk heldur barnaníðsásökunum á hendur kafaranum til streitu Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, virðist enn vera á þeirri skoðun að kafarinn Vern Unsworth, einn af þeim sem kom að björgunaraðgerðum í Taílandi í sumar þegar fótboltalið festist inn í helli, sé barnaníðingur. 5. september 2018 13:30 Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Skortsölumenn segja að yfirlýsing Elon Musk um að hann íhugaði að taka Tesla af markaði hafi verið misvísandi og kostað þá hundruð milljóna dollara. 11. ágúst 2018 13:28 Musk segist hafa átt erfitt ár Í viðtali sem New York Times birti dag er Musk sagður hafa helgið og grátið til skiptis á meðan viðtalinu stóð. 17. ágúst 2018 08:52 Tesla greinir frá mesta tapi á einum ársfjórðungi Rafbílaframleiðandinn stefnir enn á að fyrirtækið verði arðbært á þessu ári. 1. ágúst 2018 21:21 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Fjárfestar sannfærðu Musk um að halda Tesla á markaði Elon Musk, stjórnarformaður og forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla birti í gær færslu á vef framleiðandans þar sem hann lýsir því yfir að hann sé hættur við áform sín um að taka fyrirtækið af markaði. 25. ágúst 2018 09:46
Musk heldur barnaníðsásökunum á hendur kafaranum til streitu Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, virðist enn vera á þeirri skoðun að kafarinn Vern Unsworth, einn af þeim sem kom að björgunaraðgerðum í Taílandi í sumar þegar fótboltalið festist inn í helli, sé barnaníðingur. 5. september 2018 13:30
Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Skortsölumenn segja að yfirlýsing Elon Musk um að hann íhugaði að taka Tesla af markaði hafi verið misvísandi og kostað þá hundruð milljóna dollara. 11. ágúst 2018 13:28
Musk segist hafa átt erfitt ár Í viðtali sem New York Times birti dag er Musk sagður hafa helgið og grátið til skiptis á meðan viðtalinu stóð. 17. ágúst 2018 08:52
Tesla greinir frá mesta tapi á einum ársfjórðungi Rafbílaframleiðandinn stefnir enn á að fyrirtækið verði arðbært á þessu ári. 1. ágúst 2018 21:21