Samfélagsrýninum Elmari finnst hann ekki vera umdeildur Tómas Þór Þórðarson í St. Gallen skrifar 7. september 2018 11:45 Theodór Elmar Bjarnason er klár í slaginn innan sem utan vallar. vísir/Arnar halldórsson Theodór Elmar Bjarnason var kallaður inn í landsliðshópinn vegna meiðsla og er búinn að vera að æfa með strákunum okkar í Austurríki og Sviss fyrir leikinn á móti Svisslendingum í Þjóðadeildinni á morgun. Elmar hefur lengi verið hluti af hópnum og stóð sig frábærlega á EM 2016 og í fyrstu leikjunum eftir Evrópumótið en datt síðan úr hópnum og fór ekki með á HM í Rússlandi í sumar. Vesturbæingurinn, sem spilar í Tyrklandi, hefur eiginlega vakið meiri athygli utan vallar undanfarin misseri en hann hefur verið duglegur að opinbera sínar skoðanir á hinum og þesssum málefnum á Twitter. Það eru ekkert alltaf allir sammála Elmari og hafa fjölmiðlar gert sér mat úr skoðunum hans. Hann bakkar sjaldnast með sínar skoðanir, stendur frekar fast á þeim og er klár í hvaða umræðu sem er á samfélagsmiðlinum.Mest lesnu fréttirnar eru mjög oft þær fréttir sem fólk vælir mest yfir hvort þær séu í raun fréttir. — Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) August 24, 2018Hvernig er kynjahlutfallið í sorphirðu? Hef ekki séð neina baráttu til að fá fleiri konur í það, þannig geri ráð fyrir að það sé nokkurn veginn jafnt. — Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) August 14, 2018Eina sem ég bið DV um þegar þeir algjörlega óhlutdrægt fjalla um tístin mín er að setja betri mynd af mér við fréttina. Þessi sem er alltaf notuð er ekki my proudest moment. Jafnvel ekki að taka hlutina úr samhengi og skoða alla söguna. Annars bara flottir. — Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) July 28, 2018Er jafnrétti að vera með jafn mikið af körlum og konum í öllum stöðum? Er ekki betra að hæfileikasti einstaklingurinn fái starfið? Kynjakvóti er ekki af hinu góða!! — Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) April 8, 2018 Elmar brosti og hló aðeins þegar að Vísir spurði hann út í þessa hlið á honum sem samfélagsrýnir á hóteli landsliðsins í St. Gallen í gær. „Ég hef gaman að því að því að tala við fólk sem hefur misjafnar skoðanir. Ég hef gaman að því þegar að fólk er gjörsamlega á móti mér og reynir að komast til botns í því hvað er það sem skilur okkur að,“ segir Elmar og gefur lítið fyrir það að hann kallist umdeildur í dag. „Sjálfum finnst mér ég ekki vera neitt umdeildur en flest allt í dag virðist vera umdeilt,“ segir hann. Miðjumaðurinn knái er alltaf til taks fyrir landsliðið og einnig í góða umræðu á Twitter ef einhverjir eru ósammála eða jafnvel sammála hans skoðunum. „Ég er alltaf tilbúinn að taka umræðuna og tek því fagnandi. Ég er alltaf klár innan sem utan vallar. Maður þarf að sýna smá lit,“ segir Theodór Elmar Bjarnason. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hefðin sem varð til á Laugardalsvellinum 1998 herjar enn á nýkrýnda heimsmeistara Heimsmeistarar hafa ekki unnið sinn fyrsta leik eftir HM undanfarin tuttugu ár og það breyttist ekki hjá Frökkum í gærkvöldi. 7. september 2018 10:00 Þarf að gera eins og Gulli frændi og stofna bakvarðaskóla til að fá alvöru samkeppni Birkir Már Sævarsson situr einn að bakvarðastöðunni hægra megin hjá íslenska landsliðinu. 7. september 2018 09:00 Svona var fundur Hamrén og Gylfa í St. Gallen Landsliðsþjálfarinn og miðjumaðurinn svöruðu spurningum blaðamanna fyrir fyrsta leik Íslands í Þjóðadeildinni. 7. september 2018 09:45 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Theodór Elmar Bjarnason var kallaður inn í landsliðshópinn vegna meiðsla og er búinn að vera að æfa með strákunum okkar í Austurríki og Sviss fyrir leikinn á móti Svisslendingum í Þjóðadeildinni á morgun. Elmar hefur lengi verið hluti af hópnum og stóð sig frábærlega á EM 2016 og í fyrstu leikjunum eftir Evrópumótið en datt síðan úr hópnum og fór ekki með á HM í Rússlandi í sumar. Vesturbæingurinn, sem spilar í Tyrklandi, hefur eiginlega vakið meiri athygli utan vallar undanfarin misseri en hann hefur verið duglegur að opinbera sínar skoðanir á hinum og þesssum málefnum á Twitter. Það eru ekkert alltaf allir sammála Elmari og hafa fjölmiðlar gert sér mat úr skoðunum hans. Hann bakkar sjaldnast með sínar skoðanir, stendur frekar fast á þeim og er klár í hvaða umræðu sem er á samfélagsmiðlinum.Mest lesnu fréttirnar eru mjög oft þær fréttir sem fólk vælir mest yfir hvort þær séu í raun fréttir. — Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) August 24, 2018Hvernig er kynjahlutfallið í sorphirðu? Hef ekki séð neina baráttu til að fá fleiri konur í það, þannig geri ráð fyrir að það sé nokkurn veginn jafnt. — Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) August 14, 2018Eina sem ég bið DV um þegar þeir algjörlega óhlutdrægt fjalla um tístin mín er að setja betri mynd af mér við fréttina. Þessi sem er alltaf notuð er ekki my proudest moment. Jafnvel ekki að taka hlutina úr samhengi og skoða alla söguna. Annars bara flottir. — Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) July 28, 2018Er jafnrétti að vera með jafn mikið af körlum og konum í öllum stöðum? Er ekki betra að hæfileikasti einstaklingurinn fái starfið? Kynjakvóti er ekki af hinu góða!! — Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) April 8, 2018 Elmar brosti og hló aðeins þegar að Vísir spurði hann út í þessa hlið á honum sem samfélagsrýnir á hóteli landsliðsins í St. Gallen í gær. „Ég hef gaman að því að því að tala við fólk sem hefur misjafnar skoðanir. Ég hef gaman að því þegar að fólk er gjörsamlega á móti mér og reynir að komast til botns í því hvað er það sem skilur okkur að,“ segir Elmar og gefur lítið fyrir það að hann kallist umdeildur í dag. „Sjálfum finnst mér ég ekki vera neitt umdeildur en flest allt í dag virðist vera umdeilt,“ segir hann. Miðjumaðurinn knái er alltaf til taks fyrir landsliðið og einnig í góða umræðu á Twitter ef einhverjir eru ósammála eða jafnvel sammála hans skoðunum. „Ég er alltaf tilbúinn að taka umræðuna og tek því fagnandi. Ég er alltaf klár innan sem utan vallar. Maður þarf að sýna smá lit,“ segir Theodór Elmar Bjarnason.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hefðin sem varð til á Laugardalsvellinum 1998 herjar enn á nýkrýnda heimsmeistara Heimsmeistarar hafa ekki unnið sinn fyrsta leik eftir HM undanfarin tuttugu ár og það breyttist ekki hjá Frökkum í gærkvöldi. 7. september 2018 10:00 Þarf að gera eins og Gulli frændi og stofna bakvarðaskóla til að fá alvöru samkeppni Birkir Már Sævarsson situr einn að bakvarðastöðunni hægra megin hjá íslenska landsliðinu. 7. september 2018 09:00 Svona var fundur Hamrén og Gylfa í St. Gallen Landsliðsþjálfarinn og miðjumaðurinn svöruðu spurningum blaðamanna fyrir fyrsta leik Íslands í Þjóðadeildinni. 7. september 2018 09:45 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Hefðin sem varð til á Laugardalsvellinum 1998 herjar enn á nýkrýnda heimsmeistara Heimsmeistarar hafa ekki unnið sinn fyrsta leik eftir HM undanfarin tuttugu ár og það breyttist ekki hjá Frökkum í gærkvöldi. 7. september 2018 10:00
Þarf að gera eins og Gulli frændi og stofna bakvarðaskóla til að fá alvöru samkeppni Birkir Már Sævarsson situr einn að bakvarðastöðunni hægra megin hjá íslenska landsliðinu. 7. september 2018 09:00
Svona var fundur Hamrén og Gylfa í St. Gallen Landsliðsþjálfarinn og miðjumaðurinn svöruðu spurningum blaðamanna fyrir fyrsta leik Íslands í Þjóðadeildinni. 7. september 2018 09:45
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti