Svona er samband Þjóðadeildarinnar og EM í fótbolta 2020 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2018 17:45 Íslenska landsliðið hefur komist inn á tvö stórmót í röð. Vísir/Getty Þjóðadeildin hófst í gær og fyrsti leikur íslenska landsliðsins er í Sviss á morgun. Næsta stórmót er hins vegar Evrópumótið árið 2020 þar sem úrslitakeppnin verður spiluð út um alla Evrópu. En hvernig tengjast þessar tvær keppnir? Undankeppni EM 2020 verður með sama sniði og síðustu undankeppnir EM. Liðin verða dregin í tíu riðla með fimm eða sex liðum í hverjum riðli. Efstu tvö liðin í hverjum tryggja sér síðan sæti á EM en hin eru ekki alveg úr leik.24 hours to the UEFA #NationsLeague kicks off! What is it? Let us explain... pic.twitter.com/JcAOPEkQ6P — UEFA Nations League (@UEFAEURO) September 5, 2018Það sem kannski breytist varðandi undankeppnina er að hún verður spiluð á skemmri tíma eða frá mars til nóvember 2019. Eftir undankeppni hafa 20 af 24 liðum tryggt sér sæti á EM 2020 en fjögur sæti eru þá ennþá laus. Hér kemur Þjóðadeildin inn. Allar deildirnar fjórar, A, B, C og D fá eitt sæti á EM hvert. Liðin sem hafa ekki tryggt sig inn á EM fá annað möguleika á EM-sæti í sérstöku umspili á milli þeirra fjögurra efstu liða í hverri deild í Þjóðadeildinni sem eru ekki komin með farseðil á EM. Það er ekkert beint umspil á milli liðanna sem enduðu í þriðja sæti í sínum riðli en þau eru líkleg til að komast í umspilið í gegnum Þjóðadeildina. Sextán þjóðir komast í umspilin um síðustu fjögur sætin, fjögur landslið úr hverri deild.The UEFA #NationsLeague gives smaller associations the chance to be among the elite at @UEFAEURO How does EURO qualifying work? This video explains everything https://t.co/HUNNa5a2Rapic.twitter.com/YYwSzjgBxy — UEFA (@UEFA) September 6, 2018Mistakist íslenska landsliðinu að tryggja sér sæti á EM 2020 í gegnum undankeppnina á næsta ári er nokkuð öruggt að liðið fær sæti í þessu umspili. Mótherjarnir væru þá þær þrjár þjóðir sem eru með bestan árangur af þeim sem eru ekki búnar að tryggja sér EM sætið. Umspilin fara fram í mars 2020 þar sem verða spiluð undanúrslit og svo úrslit og eitt landsliðið úr hverju umspili kemst inn á EM. Það þyðir að eitt landslið úr D-deildinni fær sæti á EM en mjög ólíklegt er þær þjóðir komist í gegnum sjálfa undankeppnina. Færeyingar eiga þannig í fyrsta sinn raunhæfa möguleika á sæti á stórmóti en þeir þurfa þá að hafa betur í þessu umspili á móti þjóðum eins og Aserbaídsjan. Makedóníu, Hvíta-Rússlandi, Georgíu, Armeníu, Lettlandi, Lúxemborg, Kasakstan, Moldóvu, Liechtenstein, Möltu, Andorra. Kósóvó, San Marínó eða Gíbraltar. Það má í raun líta á umspil Þjóðadeildarinnar sem einhvers konar öryggisventil fyrir þær þjóðir í A-deild og B-deild sem komast ekki í gegnum undankeppnina og svo nýtt óvænt tækifæri fyrir lið úr C-deild og D-deild til að komast inn á stórmót. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem skýrir þetta enn frekar. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Þjóðadeildin hófst í gær og fyrsti leikur íslenska landsliðsins er í Sviss á morgun. Næsta stórmót er hins vegar Evrópumótið árið 2020 þar sem úrslitakeppnin verður spiluð út um alla Evrópu. En hvernig tengjast þessar tvær keppnir? Undankeppni EM 2020 verður með sama sniði og síðustu undankeppnir EM. Liðin verða dregin í tíu riðla með fimm eða sex liðum í hverjum riðli. Efstu tvö liðin í hverjum tryggja sér síðan sæti á EM en hin eru ekki alveg úr leik.24 hours to the UEFA #NationsLeague kicks off! What is it? Let us explain... pic.twitter.com/JcAOPEkQ6P — UEFA Nations League (@UEFAEURO) September 5, 2018Það sem kannski breytist varðandi undankeppnina er að hún verður spiluð á skemmri tíma eða frá mars til nóvember 2019. Eftir undankeppni hafa 20 af 24 liðum tryggt sér sæti á EM 2020 en fjögur sæti eru þá ennþá laus. Hér kemur Þjóðadeildin inn. Allar deildirnar fjórar, A, B, C og D fá eitt sæti á EM hvert. Liðin sem hafa ekki tryggt sig inn á EM fá annað möguleika á EM-sæti í sérstöku umspili á milli þeirra fjögurra efstu liða í hverri deild í Þjóðadeildinni sem eru ekki komin með farseðil á EM. Það er ekkert beint umspil á milli liðanna sem enduðu í þriðja sæti í sínum riðli en þau eru líkleg til að komast í umspilið í gegnum Þjóðadeildina. Sextán þjóðir komast í umspilin um síðustu fjögur sætin, fjögur landslið úr hverri deild.The UEFA #NationsLeague gives smaller associations the chance to be among the elite at @UEFAEURO How does EURO qualifying work? This video explains everything https://t.co/HUNNa5a2Rapic.twitter.com/YYwSzjgBxy — UEFA (@UEFA) September 6, 2018Mistakist íslenska landsliðinu að tryggja sér sæti á EM 2020 í gegnum undankeppnina á næsta ári er nokkuð öruggt að liðið fær sæti í þessu umspili. Mótherjarnir væru þá þær þrjár þjóðir sem eru með bestan árangur af þeim sem eru ekki búnar að tryggja sér EM sætið. Umspilin fara fram í mars 2020 þar sem verða spiluð undanúrslit og svo úrslit og eitt landsliðið úr hverju umspili kemst inn á EM. Það þyðir að eitt landslið úr D-deildinni fær sæti á EM en mjög ólíklegt er þær þjóðir komist í gegnum sjálfa undankeppnina. Færeyingar eiga þannig í fyrsta sinn raunhæfa möguleika á sæti á stórmóti en þeir þurfa þá að hafa betur í þessu umspili á móti þjóðum eins og Aserbaídsjan. Makedóníu, Hvíta-Rússlandi, Georgíu, Armeníu, Lettlandi, Lúxemborg, Kasakstan, Moldóvu, Liechtenstein, Möltu, Andorra. Kósóvó, San Marínó eða Gíbraltar. Það má í raun líta á umspil Þjóðadeildarinnar sem einhvers konar öryggisventil fyrir þær þjóðir í A-deild og B-deild sem komast ekki í gegnum undankeppnina og svo nýtt óvænt tækifæri fyrir lið úr C-deild og D-deild til að komast inn á stórmót. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem skýrir þetta enn frekar.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira