Óvíst hvort nokkuð fáist upp í milljóna tjón Hörpu og Sigur Rósar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. september 2018 06:00 Kári Sturluson. Fréttablaðið/gva „Málið er komið í það horf sem til þarf til að komast að því hvort það séu einhverjar eignir þarna,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður Hörpu ohf. sem staðið hefur í málarekstri gegn tónleikahaldaranum Kára Sturlusyni og félagi hans, KS Productions slf., til að endurheimta þær 35 milljónir króna af miðasölutekjum sem Kári fékk fyrirframgreiddar vegna tónleika Sigur Rósar í desember síðastliðnum. Fréttablaðið greindi frá því fyrst í september í fyrra að 35 milljónir af miðasölutekjunum væru horfnar. Í nóvember fór Harpa fram á kyrrsetningu á öllum eignum Kára og KS Productions til að tryggja hagsmuni Hörpu og hljómsveitarinnar auk þess sem Kára var stefnt til greiðslu á 35 milljónunum. Kyrrsetningin var staðfest en reyndist árangurslaus að hluta þar sem eignir nægðu ekki upp í kröfuna og óskaði Harpa ohf. því eftir gjaldþrotaskiptum á Kára og félaginu. Héraðsdómur úrskurðaði Kára og félagið gjaldþrota í maí og staðfesti Landsréttur það mánuði síðar. Þegar ljóst varð að þrotameðferð væri hafin á Kára og KS Productions var kyrrsetningarmálið fellt niður af Hörpu. Skiptastjóri þrotabús Kára krafði þá Hörpu um málskostnað og féllst héraðsdómur á að Hörpu bæri að greiða Kára 400 þúsund krónur í málskostnað en Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við. Harpa slapp því við málskostnaðinn. Staðan nú er því sú að skiptastjóri vinnur að því að finna eignir upp í kröfur Hörpu í málinu. Fram hafði komið fyrir dómi í málinu að Harpa og Sigur Rós hefðu skipt með sér 35 milljóna króna tapinu á sínum tíma svo tónleikarnir gætu farið fram. Hvort það fjárhagstjón sem af gjörningnum varð fáist bætt veltur því nú á því hvort skiptastjóra takist að finna nægar eignir upp í kröfuna og takist betur upp en í árangurslausu kyrrsetningunni sem reynd var áður. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Staðfestir gjaldþrot Kára og félags hans vegna Hörputónleika Sigur Rósar Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 20. júní 2018 16:35 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
„Málið er komið í það horf sem til þarf til að komast að því hvort það séu einhverjar eignir þarna,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður Hörpu ohf. sem staðið hefur í málarekstri gegn tónleikahaldaranum Kára Sturlusyni og félagi hans, KS Productions slf., til að endurheimta þær 35 milljónir króna af miðasölutekjum sem Kári fékk fyrirframgreiddar vegna tónleika Sigur Rósar í desember síðastliðnum. Fréttablaðið greindi frá því fyrst í september í fyrra að 35 milljónir af miðasölutekjunum væru horfnar. Í nóvember fór Harpa fram á kyrrsetningu á öllum eignum Kára og KS Productions til að tryggja hagsmuni Hörpu og hljómsveitarinnar auk þess sem Kára var stefnt til greiðslu á 35 milljónunum. Kyrrsetningin var staðfest en reyndist árangurslaus að hluta þar sem eignir nægðu ekki upp í kröfuna og óskaði Harpa ohf. því eftir gjaldþrotaskiptum á Kára og félaginu. Héraðsdómur úrskurðaði Kára og félagið gjaldþrota í maí og staðfesti Landsréttur það mánuði síðar. Þegar ljóst varð að þrotameðferð væri hafin á Kára og KS Productions var kyrrsetningarmálið fellt niður af Hörpu. Skiptastjóri þrotabús Kára krafði þá Hörpu um málskostnað og féllst héraðsdómur á að Hörpu bæri að greiða Kára 400 þúsund krónur í málskostnað en Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við. Harpa slapp því við málskostnaðinn. Staðan nú er því sú að skiptastjóri vinnur að því að finna eignir upp í kröfur Hörpu í málinu. Fram hafði komið fyrir dómi í málinu að Harpa og Sigur Rós hefðu skipt með sér 35 milljóna króna tapinu á sínum tíma svo tónleikarnir gætu farið fram. Hvort það fjárhagstjón sem af gjörningnum varð fáist bætt veltur því nú á því hvort skiptastjóra takist að finna nægar eignir upp í kröfuna og takist betur upp en í árangurslausu kyrrsetningunni sem reynd var áður.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Staðfestir gjaldþrot Kára og félags hans vegna Hörputónleika Sigur Rósar Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 20. júní 2018 16:35 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Staðfestir gjaldþrot Kára og félags hans vegna Hörputónleika Sigur Rósar Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 20. júní 2018 16:35
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent