Hættir í klúbbi matreiðslumeistara vegna samnings við Arnarlax Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2018 18:07 Sturla Birgisson var fyrstur Íslendinga til að komast á Bocuse d'Or. Mynd/Af Facebook-síðu Sturlu Meistarakokkurinn Sturla Birgisson hefur sagt sig úr Klúbbi matreiðslumeistara vegna styrktarsamnings sem klúbburinn hefur gert við fiskeldisfélagið Arnarlax fyrir hönd kokkalandsliðsins. Hann segir samninginn fráleitan. Sturla, sem er leigutaki Laxár á Ásum, greinir frá ákvörðun sinni frá Facebook og segir samninginn verstu uppákomuna í sögu klúbbsins. „Það er grátlegt til þess að hugsa að á sama tíma og mörg af helstu veitingahúsum landsins hafa tekið saman höndum til varnar umhverfi og lífríki Íslands með því að lýsa yfir að þau bjóði aðeins lax úr landeldi, hafi klúbburinn látið glepjast fyrir fé og sé að auglýsa norskan eldislax sem alinn er í opnum sjókvíum við landið.“ Veiddi eldislaxinn í Vatnsdalsá Sturla greinir frá því að það hafi verið hann sem hafi dregið laxinn að landi í Vatnsdalsá síðastliðinn föstudag sem hafi reynst vera eldislax. Það sé ömurleg reynsla að draga slíkan fisk að landi. „Fiskurinn tók flugu og byrjaði að synda beint til mín og eftir 30 sekúndu baráttu gafst hann upp og lét sig fljóta til mín. Ef þetta er það sem koma skal í veiðiárnar okkar getum við bara pakkað saman. Ég vil taka það fram að ég hef ekkert við laxeldi að athuga ef það er gert með þeim hætti að það valdi ekki náttúru Íslands og villta laxinum okkar skaða. Til þess þarf eldið að fara í lokaðar kvíar, helst á landi. Ég vil líka nefna það að ég hef bæði verið í kokkalandsliðinu og þjálfað það. Þar að auki var ég fyrsti Íslendingurinn sem komst á Bocuse d’Or sem er hin sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu,“ segir í færslu Sturlu. Fiskeldi Kokkalandsliðið Tengdar fréttir „Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi“ Leigutaki í Vatnsdalsá segir að ekki leiki vafi á því að lax sem veiddist í ánni á föstudag sé eldisfiskur. Talið er að stangveiðimenn hafi veitt fjóra eldislaxa það sem af er ári. 2. september 2018 22:00 Laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá var eldislax Laxinum var komið fyrir í höndum starfsmanna stofnunarinnar á mánudag og var sýni úr honum arfgerðagreint á rannsóknastofu Matís. 5. september 2018 19:22 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Meistarakokkurinn Sturla Birgisson hefur sagt sig úr Klúbbi matreiðslumeistara vegna styrktarsamnings sem klúbburinn hefur gert við fiskeldisfélagið Arnarlax fyrir hönd kokkalandsliðsins. Hann segir samninginn fráleitan. Sturla, sem er leigutaki Laxár á Ásum, greinir frá ákvörðun sinni frá Facebook og segir samninginn verstu uppákomuna í sögu klúbbsins. „Það er grátlegt til þess að hugsa að á sama tíma og mörg af helstu veitingahúsum landsins hafa tekið saman höndum til varnar umhverfi og lífríki Íslands með því að lýsa yfir að þau bjóði aðeins lax úr landeldi, hafi klúbburinn látið glepjast fyrir fé og sé að auglýsa norskan eldislax sem alinn er í opnum sjókvíum við landið.“ Veiddi eldislaxinn í Vatnsdalsá Sturla greinir frá því að það hafi verið hann sem hafi dregið laxinn að landi í Vatnsdalsá síðastliðinn föstudag sem hafi reynst vera eldislax. Það sé ömurleg reynsla að draga slíkan fisk að landi. „Fiskurinn tók flugu og byrjaði að synda beint til mín og eftir 30 sekúndu baráttu gafst hann upp og lét sig fljóta til mín. Ef þetta er það sem koma skal í veiðiárnar okkar getum við bara pakkað saman. Ég vil taka það fram að ég hef ekkert við laxeldi að athuga ef það er gert með þeim hætti að það valdi ekki náttúru Íslands og villta laxinum okkar skaða. Til þess þarf eldið að fara í lokaðar kvíar, helst á landi. Ég vil líka nefna það að ég hef bæði verið í kokkalandsliðinu og þjálfað það. Þar að auki var ég fyrsti Íslendingurinn sem komst á Bocuse d’Or sem er hin sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu,“ segir í færslu Sturlu.
Fiskeldi Kokkalandsliðið Tengdar fréttir „Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi“ Leigutaki í Vatnsdalsá segir að ekki leiki vafi á því að lax sem veiddist í ánni á föstudag sé eldisfiskur. Talið er að stangveiðimenn hafi veitt fjóra eldislaxa það sem af er ári. 2. september 2018 22:00 Laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá var eldislax Laxinum var komið fyrir í höndum starfsmanna stofnunarinnar á mánudag og var sýni úr honum arfgerðagreint á rannsóknastofu Matís. 5. september 2018 19:22 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
„Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi“ Leigutaki í Vatnsdalsá segir að ekki leiki vafi á því að lax sem veiddist í ánni á föstudag sé eldisfiskur. Talið er að stangveiðimenn hafi veitt fjóra eldislaxa það sem af er ári. 2. september 2018 22:00
Laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá var eldislax Laxinum var komið fyrir í höndum starfsmanna stofnunarinnar á mánudag og var sýni úr honum arfgerðagreint á rannsóknastofu Matís. 5. september 2018 19:22