„Mér líst bara mjög vel á þetta, ný keppni og nýr bikar. Flott lið sem við fáum að mæta, góðir leikir og krefjandi,“ sagði Arnór Ingvi við Guðmund Benediktsson á æfingu landsliðsins í Austurríki.
„Nýr þjálfar, eitthvað smá nýtt, og er búið að vera gaman.“
Sér Arnór fram á einhverjar breytingar undir stjórn Erik Hamrén?
„Jú, er það ekki? Þegar það kemur nýr maður í brúnna þá verða alltaf einhverjar breytingar.“
„Einhverjar smá nýjar áherslur en við erum að halda í okkar gildi.“
„Þetta eru mjög flott lið, en það er allt mögulegt. Þetta er krefjandi og það verður bara skemmtilegra fyrir vikið þegar við vinnum.“
Ísland mætir Sviss á laugardaginn í St. Gallen. Hvað þarf íslenska liðið að gera til þess að vinna?
„Halda okkar skipulagi. Við vitum það alveg að þeir eru góðir í fótbolta, þeir eru góðir í að halda boltanum og bara í flest öllu.“
„Við þurfum að eiga mjög góðan leik og gera þetta saman og skora fleiri mörk en þeir,“ sagði Arnór Ingvi Traustason.
Leikur Sviss og Íslands hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma á laugardaginn og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.