Hannes í pistli um HM í FourFourTwo: „Dagurinn þar sem afi varði víti frá besta fótboltamanni heims“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2018 12:00 Hannes Þór Halldórsson eftir leikinn á móti Argentínu. Vísir/Getty Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, átti eftirminnilega heimsmeistarakeppni þar sem hann meðal annars varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Fótboltablaðið FourFourTwo fékk Hannes til að segja frá reynslu sinni af HM í Rússlandi í nýjasta tölublaði þess. Hannes fær undirfyrirsögnina: Icelandic goalkeeper (The hand of Cod) eða íslenski markvörðurinn (hendi þorsksins). Þar eru blaðamenn FourFourTwo væntanlega með einhverja vísun í Hendi guðs markið hans Diego Maradona fyrir Argentínu á móti Englandi á HM í Mexíkó 1986. Hannes segir frá að spila á HM hafi verið svona stund þar sem hann þurfti að klípa sjálfan sig til að trúa því að þetta væri að gerast. Hannes var líka spurður af því margoft fyrir heimsmeistarakeppnina hvernig það yrði að upplifa það að vera á HM og reyna að verja vítaspyrnu frá Lionel Messi. „Ég hló af þessu en svo gerðist það. Það var ótrúlegt. Ég vissi að þetta var stór stund því ef hann myndi skora þá yrði það mjög erfitt fyrir okkur að jafna aftur metin,“ skrifaði Hannes. „Ég hefði heppnina með mér og náði að verja en ég get ekki sagt frá því hvernig mér leið á þeirri stundu. Ég man bara eftir yndislegri tilfinningu sem kom yfir mig á eftir og ég fékk líka þúsundir skilaboða eftir leikinn,“ skrifaði Hannes „Ef ég þurfti að taka eitthvað atvik til að segja barnarbörnunum frá þá væri það þetta. Dagurinn þar sem afi varði víti frá besta fótboltamanni heims,“ skrifaði Hannes.Hannes Þór Halldórsson ver víti frá Lionel Messi.Vísir/GettyHannes segist hafa elskað það að spila á HM en að tapið á móti Nígeríu hafi verið mikil vonbrigði. Þegar á reyndi var Ísland samt svo nálægt því að komast upp úr riðlinum. „Um tíma í lokaleiknum var eins og hlutirnir ætluðu að falla með okkur. Það var jafnt hjá Argentínu og í um tíu mínútur þurftum við bara að skora eitt mark til að komast áfram. Ef það hefði gerst þá hefði ég ekki getað beðið um meira á þessu HM,“ skrifaði Hannes. „Því miður var það Króatía sem skoraði en ekki við. Það voru blendnar tilfinningar þegar við yfirgáfum mótið. Við vorum vonsviknir að hafa ekki náð markmiðum okkar en vorum um leið stoltir að hafa gefið allt okkar í þetta,“ skrifaði Hannes. Hannes skrifaði líka um mótttökur liðsins heima á Íslandi og möguleikann á því að fá skrúðgöngu eins og þegar þeir komu heim af EM tveimur árum fyrr. Það var ákveðið að flauta af skrúðgönguna og liðið fékk enga formlega móttöku. „Ég held að það hefði verið bara óþægilegt fyrir okkur. Það var ekki mikið um að vera á flugvellinum þegar við lentum og alls ekkert í líkingu við 2016. Samt sem áður var þetta ótrúlegt ævintýri og við ætlum líka að koma aftur. Við munum passa upp á það,“ skrifaði Hannes. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, átti eftirminnilega heimsmeistarakeppni þar sem hann meðal annars varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Fótboltablaðið FourFourTwo fékk Hannes til að segja frá reynslu sinni af HM í Rússlandi í nýjasta tölublaði þess. Hannes fær undirfyrirsögnina: Icelandic goalkeeper (The hand of Cod) eða íslenski markvörðurinn (hendi þorsksins). Þar eru blaðamenn FourFourTwo væntanlega með einhverja vísun í Hendi guðs markið hans Diego Maradona fyrir Argentínu á móti Englandi á HM í Mexíkó 1986. Hannes segir frá að spila á HM hafi verið svona stund þar sem hann þurfti að klípa sjálfan sig til að trúa því að þetta væri að gerast. Hannes var líka spurður af því margoft fyrir heimsmeistarakeppnina hvernig það yrði að upplifa það að vera á HM og reyna að verja vítaspyrnu frá Lionel Messi. „Ég hló af þessu en svo gerðist það. Það var ótrúlegt. Ég vissi að þetta var stór stund því ef hann myndi skora þá yrði það mjög erfitt fyrir okkur að jafna aftur metin,“ skrifaði Hannes. „Ég hefði heppnina með mér og náði að verja en ég get ekki sagt frá því hvernig mér leið á þeirri stundu. Ég man bara eftir yndislegri tilfinningu sem kom yfir mig á eftir og ég fékk líka þúsundir skilaboða eftir leikinn,“ skrifaði Hannes „Ef ég þurfti að taka eitthvað atvik til að segja barnarbörnunum frá þá væri það þetta. Dagurinn þar sem afi varði víti frá besta fótboltamanni heims,“ skrifaði Hannes.Hannes Þór Halldórsson ver víti frá Lionel Messi.Vísir/GettyHannes segist hafa elskað það að spila á HM en að tapið á móti Nígeríu hafi verið mikil vonbrigði. Þegar á reyndi var Ísland samt svo nálægt því að komast upp úr riðlinum. „Um tíma í lokaleiknum var eins og hlutirnir ætluðu að falla með okkur. Það var jafnt hjá Argentínu og í um tíu mínútur þurftum við bara að skora eitt mark til að komast áfram. Ef það hefði gerst þá hefði ég ekki getað beðið um meira á þessu HM,“ skrifaði Hannes. „Því miður var það Króatía sem skoraði en ekki við. Það voru blendnar tilfinningar þegar við yfirgáfum mótið. Við vorum vonsviknir að hafa ekki náð markmiðum okkar en vorum um leið stoltir að hafa gefið allt okkar í þetta,“ skrifaði Hannes. Hannes skrifaði líka um mótttökur liðsins heima á Íslandi og möguleikann á því að fá skrúðgöngu eins og þegar þeir komu heim af EM tveimur árum fyrr. Það var ákveðið að flauta af skrúðgönguna og liðið fékk enga formlega móttöku. „Ég held að það hefði verið bara óþægilegt fyrir okkur. Það var ekki mikið um að vera á flugvellinum þegar við lentum og alls ekkert í líkingu við 2016. Samt sem áður var þetta ótrúlegt ævintýri og við ætlum líka að koma aftur. Við munum passa upp á það,“ skrifaði Hannes.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira