Telur lágvöruverðsverslanir með þögult samráð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. september 2018 18:44 Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ setur spurningamerki við hversu lítill verðmunur er á milli lágvöruverðsverslana. Ítrekað er aðeins einnar krónu munur á vörum og segir hún þögult samráð eiga sér stað. Verðlagseftirlit ASÍ kannar verð á matvöru á milli verslanna á nokkura vikna fresti ár hvert. Eftir síðustu könnun benti Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, á að síðasta ár hafi einkennst af aðeins einnar til tveggja krónu mun á vörum milli Bónus og Krónunnar. Hún segir Bónus leiðandi í lágu verði en Krónuna fylgja fast á eftir. Augljóst sé að verslanirnar fylgist náið með hvor annarri og kallar hún það þögult samráð. „Við fengum í raun staðfestingu á þessu þögla samráði þegar Costco kom inn á markaðinn í fyrra. Þetta er ákveðið þögult samráð. Það þýðir ekki að ákveðnir aðilar hittast í reykfylltu bakherbergi og ákveði með sér að vera með verð á ákveðnum stað. Heldur fylgjast þessir aðilar bara náið með hvorum öðrum,” segir Auður Alfa.Hvorug græðir á verðstríði Hún segir verslanirnar sjá það í hendi sér að hvorug græði á því að vera í verðstríði. Hún vill sjá meiri samkeppni á markaði og að ytri aðstæður eins og hagstætt gengi skili sér í betra vöruverði hér á landi. „Þessi verðstöðugleiki, eða verðbil, sem verslanir hafa verið að setja er ekki af því að þær geti ekki lækkað verð. Heldur bara vegna þess að þær sjá sér ekki hag í því,” segir hún. Aðspurð hvort þetta sé meðvitað samráð segir hún að svo sé en þetta sé ekki skipulagt samráð. „Þeir eru ekki að hittast og leggja á ráðin hvernig þeir ætla að verðleggja vörurnar. Þetta er bara ákveðin hegðun sem á sér stað,” segir hún. Neytendur Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Sjá meira
Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ setur spurningamerki við hversu lítill verðmunur er á milli lágvöruverðsverslana. Ítrekað er aðeins einnar krónu munur á vörum og segir hún þögult samráð eiga sér stað. Verðlagseftirlit ASÍ kannar verð á matvöru á milli verslanna á nokkura vikna fresti ár hvert. Eftir síðustu könnun benti Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, á að síðasta ár hafi einkennst af aðeins einnar til tveggja krónu mun á vörum milli Bónus og Krónunnar. Hún segir Bónus leiðandi í lágu verði en Krónuna fylgja fast á eftir. Augljóst sé að verslanirnar fylgist náið með hvor annarri og kallar hún það þögult samráð. „Við fengum í raun staðfestingu á þessu þögla samráði þegar Costco kom inn á markaðinn í fyrra. Þetta er ákveðið þögult samráð. Það þýðir ekki að ákveðnir aðilar hittast í reykfylltu bakherbergi og ákveði með sér að vera með verð á ákveðnum stað. Heldur fylgjast þessir aðilar bara náið með hvorum öðrum,” segir Auður Alfa.Hvorug græðir á verðstríði Hún segir verslanirnar sjá það í hendi sér að hvorug græði á því að vera í verðstríði. Hún vill sjá meiri samkeppni á markaði og að ytri aðstæður eins og hagstætt gengi skili sér í betra vöruverði hér á landi. „Þessi verðstöðugleiki, eða verðbil, sem verslanir hafa verið að setja er ekki af því að þær geti ekki lækkað verð. Heldur bara vegna þess að þær sjá sér ekki hag í því,” segir hún. Aðspurð hvort þetta sé meðvitað samráð segir hún að svo sé en þetta sé ekki skipulagt samráð. „Þeir eru ekki að hittast og leggja á ráðin hvernig þeir ætla að verðleggja vörurnar. Þetta er bara ákveðin hegðun sem á sér stað,” segir hún.
Neytendur Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Sjá meira