Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2018 10:24 Saksóknarar segja nægjanleg sönnunargögn til að ákæra mennina og telja líklegt að þeir yrðu sakfelldir. Vísir/AP Lögreglan í Bretlandi hefur nafngreint tvo rússneska menn, sem grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir Skripal-feðginunum fyrr á árinu. Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. Ekki verður farið fram á að þeir verði framseldir frá Rússlandi þar sem rússnesk lög meina slíkt. Lögreglan segir báða mennina hafa flogið frá Moskvu til London, á rússneskum vegabréfum, tveimur dögum áður en eitrað var fyrir Sergei og Julíu Skripal þann 4. mars. Nöfnin sem þeir notuðu á vegabréfunum eru þó talin veera dulnefni. Saksóknarar segja nægjanleg sönnunargögn til að ákæra mennina og telja líklegt að þeir yrðu sakfelldir. Búið er að gefa út evrópska handtökuskipun á mennina, sem þýðir að ef þeir ferðast einhvern tímann til ríkja sem tilheyra Evrópusambandinu yrðu þeir handteknir og framseldir til Bretlands. Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa gefið leyniþjónustu Bretlands upplýsingar um útsendara Rússa í Evrópu. Sergei fannst meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð í Salisbury ásamt dóttur sinni, hinni 33 ára gömlu Yuliu. Þau lifðu bæði af. Þann 30. júní urðu þau Dawn Sturgess og Charlie Rowley einnig fyrir eitrun vegna Novichok á heimili þeirra. Sturgess dó nokkrum dögum seinna en þau eru ekki talin tengjast Rússlandi á nokkurn hátt. Rowley segist hafa fundiði ilmvatnsflösku sem hann gaf Sturgess. Talið er að taugaeitrið hafi verið í þeirri flösku. Skripal eitrunin leiddi til umfangsmikilli refsiaðgerða og viðskiptaþvingana gegn Rússlandi og voru rússneskir erindrekar og grunaðir njósnara vísað frá fjölda landa í massavís. Taugaeitrið Novichok var þróað í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna en Rússar þvertaka fyrir að hafa komið að árásinni. These are the two suspected Salisbury Novichok poisoners and their aliases pic.twitter.com/GiTc0bRRZu— Daniel Sandford (@BBCDanielS) September 5, 2018 The suspects were caught on CCTV on Wilton Road at 11.58 on the Sunday “moments before the attack” pic.twitter.com/Zou2EZ07pH— Daniel Sandford (@BBCDanielS) September 5, 2018 Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bandaríkin refsa Rússum fyrir Skripal-árásina Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir ríkið hafa komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi beitt efnavopnum gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í Bretlandi. 8. ágúst 2018 20:00 Rússar saka vesturlönd um böðulsskap í Skrípalmálinu Gengi rúblunnar féll eftir að Bandaríkin tilkynntu um frekari refsiaðgerðir vegna taugaeitursárásarinnar í Salisbury. 9. ágúst 2018 10:21 „Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta“ Blendnar tilfinningar bærast um í brjósti fórnarlambs eiturefnaárásar. 24. júlí 2018 15:09 Vill frekari þvinganir gegn Rússlandi Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, ætlar að kalla eftir því að ríki Evrópu beiti frekari viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Rússlandi og þá vegna „illskeyttra“ aðgerða þeirra um heiminn allan. 21. ágúst 2018 11:49 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Lögreglan í Bretlandi hefur nafngreint tvo rússneska menn, sem grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir Skripal-feðginunum fyrr á árinu. Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. Ekki verður farið fram á að þeir verði framseldir frá Rússlandi þar sem rússnesk lög meina slíkt. Lögreglan segir báða mennina hafa flogið frá Moskvu til London, á rússneskum vegabréfum, tveimur dögum áður en eitrað var fyrir Sergei og Julíu Skripal þann 4. mars. Nöfnin sem þeir notuðu á vegabréfunum eru þó talin veera dulnefni. Saksóknarar segja nægjanleg sönnunargögn til að ákæra mennina og telja líklegt að þeir yrðu sakfelldir. Búið er að gefa út evrópska handtökuskipun á mennina, sem þýðir að ef þeir ferðast einhvern tímann til ríkja sem tilheyra Evrópusambandinu yrðu þeir handteknir og framseldir til Bretlands. Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa gefið leyniþjónustu Bretlands upplýsingar um útsendara Rússa í Evrópu. Sergei fannst meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð í Salisbury ásamt dóttur sinni, hinni 33 ára gömlu Yuliu. Þau lifðu bæði af. Þann 30. júní urðu þau Dawn Sturgess og Charlie Rowley einnig fyrir eitrun vegna Novichok á heimili þeirra. Sturgess dó nokkrum dögum seinna en þau eru ekki talin tengjast Rússlandi á nokkurn hátt. Rowley segist hafa fundiði ilmvatnsflösku sem hann gaf Sturgess. Talið er að taugaeitrið hafi verið í þeirri flösku. Skripal eitrunin leiddi til umfangsmikilli refsiaðgerða og viðskiptaþvingana gegn Rússlandi og voru rússneskir erindrekar og grunaðir njósnara vísað frá fjölda landa í massavís. Taugaeitrið Novichok var þróað í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna en Rússar þvertaka fyrir að hafa komið að árásinni. These are the two suspected Salisbury Novichok poisoners and their aliases pic.twitter.com/GiTc0bRRZu— Daniel Sandford (@BBCDanielS) September 5, 2018 The suspects were caught on CCTV on Wilton Road at 11.58 on the Sunday “moments before the attack” pic.twitter.com/Zou2EZ07pH— Daniel Sandford (@BBCDanielS) September 5, 2018
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bandaríkin refsa Rússum fyrir Skripal-árásina Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir ríkið hafa komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi beitt efnavopnum gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í Bretlandi. 8. ágúst 2018 20:00 Rússar saka vesturlönd um böðulsskap í Skrípalmálinu Gengi rúblunnar féll eftir að Bandaríkin tilkynntu um frekari refsiaðgerðir vegna taugaeitursárásarinnar í Salisbury. 9. ágúst 2018 10:21 „Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta“ Blendnar tilfinningar bærast um í brjósti fórnarlambs eiturefnaárásar. 24. júlí 2018 15:09 Vill frekari þvinganir gegn Rússlandi Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, ætlar að kalla eftir því að ríki Evrópu beiti frekari viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Rússlandi og þá vegna „illskeyttra“ aðgerða þeirra um heiminn allan. 21. ágúst 2018 11:49 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Bandaríkin refsa Rússum fyrir Skripal-árásina Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir ríkið hafa komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi beitt efnavopnum gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í Bretlandi. 8. ágúst 2018 20:00
Rússar saka vesturlönd um böðulsskap í Skrípalmálinu Gengi rúblunnar féll eftir að Bandaríkin tilkynntu um frekari refsiaðgerðir vegna taugaeitursárásarinnar í Salisbury. 9. ágúst 2018 10:21
„Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta“ Blendnar tilfinningar bærast um í brjósti fórnarlambs eiturefnaárásar. 24. júlí 2018 15:09
Vill frekari þvinganir gegn Rússlandi Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, ætlar að kalla eftir því að ríki Evrópu beiti frekari viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Rússlandi og þá vegna „illskeyttra“ aðgerða þeirra um heiminn allan. 21. ágúst 2018 11:49