Berjumst saman gegn einnota plasti Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 5. september 2018 07:00 Allar jógúrtdósirnar sem ég borðaði upp úr sem barn eru sennilega til enn þann dag í dag. Allir grænu sælgætispokarnir. Allar ídýfudósirnar. Um alla jörð safnast upp haugar af plasti. Plastflöskur, plastpokar, plastlok, plaströr, sígarettustubbar, eyrnapinnar – plast og meira plast. Alltof oft endar plastið úti á víðavangi, flýtur niður ár og læki og endar í vötnum og úti í sjó. Milljónir tonna af plasti enda í hafinu á hverju einasta ári, með ófyrirsjánanlegum afleiðingum fyrir lífríki Jarðar. Plast hverfur auk þess ekki eða eyðist heldur brotnar niður í smærri og smærri hluta og verður að endingu að örplasti sem ekki er betra fyrir umhverfið. Þessa plastmengun verðum við að stöðva og það með öllum tiltækum ráðum. Þegar ég varð ráðherra umhverfismála ákvað ég að plastmálin yrðu eitt af mínum forgangsmálum. Á þessu ári hefur ráðuneytið úthlutað verkefnastyrkjum til ýmissa plast- og strandhreinsunarverkefna og fleiri verkefni eru framundan sem verða kynnt nú í september. Ég legg áherslu á að við nálgumst plastmálin heildstætt. Að við setjum sem dæmi niður fyrir okkur hvaða rannsóknir og hvers kyns vöktun sé nauðsynleg, ráðumst í beinar aðgerðir til að draga úr plastnotkun, svo sem með skattlagningu eða banni á ákveðnum gerðum af einnota plasti, og rýnum í það hvernig best sé að stuðla að nýsköpun á vörum sem koma í stað plasts. Starfshópi sem ég kom á laggirnar fyrr á árinu er falið að koma með tillögur er þetta varðar. Þá mun ég í erlendu samstarfi leggja sérstaka áherslu á varnir gegn plastmengun, enda er hún sameiginlegt viðfangsefni okkar allra. Plastlaus september er hafinn. Átakinu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti. Ég fagna framtakinu einlæglega og þeirri miklu vitundarvakningu sem hefur orðið. Tökum öll þátt og notum minna plast í september – og alla hina mánuðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Allar jógúrtdósirnar sem ég borðaði upp úr sem barn eru sennilega til enn þann dag í dag. Allir grænu sælgætispokarnir. Allar ídýfudósirnar. Um alla jörð safnast upp haugar af plasti. Plastflöskur, plastpokar, plastlok, plaströr, sígarettustubbar, eyrnapinnar – plast og meira plast. Alltof oft endar plastið úti á víðavangi, flýtur niður ár og læki og endar í vötnum og úti í sjó. Milljónir tonna af plasti enda í hafinu á hverju einasta ári, með ófyrirsjánanlegum afleiðingum fyrir lífríki Jarðar. Plast hverfur auk þess ekki eða eyðist heldur brotnar niður í smærri og smærri hluta og verður að endingu að örplasti sem ekki er betra fyrir umhverfið. Þessa plastmengun verðum við að stöðva og það með öllum tiltækum ráðum. Þegar ég varð ráðherra umhverfismála ákvað ég að plastmálin yrðu eitt af mínum forgangsmálum. Á þessu ári hefur ráðuneytið úthlutað verkefnastyrkjum til ýmissa plast- og strandhreinsunarverkefna og fleiri verkefni eru framundan sem verða kynnt nú í september. Ég legg áherslu á að við nálgumst plastmálin heildstætt. Að við setjum sem dæmi niður fyrir okkur hvaða rannsóknir og hvers kyns vöktun sé nauðsynleg, ráðumst í beinar aðgerðir til að draga úr plastnotkun, svo sem með skattlagningu eða banni á ákveðnum gerðum af einnota plasti, og rýnum í það hvernig best sé að stuðla að nýsköpun á vörum sem koma í stað plasts. Starfshópi sem ég kom á laggirnar fyrr á árinu er falið að koma með tillögur er þetta varðar. Þá mun ég í erlendu samstarfi leggja sérstaka áherslu á varnir gegn plastmengun, enda er hún sameiginlegt viðfangsefni okkar allra. Plastlaus september er hafinn. Átakinu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti. Ég fagna framtakinu einlæglega og þeirri miklu vitundarvakningu sem hefur orðið. Tökum öll þátt og notum minna plast í september – og alla hina mánuðina.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun