Auðvelt að komast úr landi þrátt fyrir farbann en staðsetningarbúnaður of dýr Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 4. september 2018 12:25 Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Dæmi eru um að menn í farbanni hafi flúið land, jafnvel þó að þeir hafi verið sviptir vegabréfi. Dómarar geta farið fram á að viðkomandi gangi með staðsetningarbúnað eða leggi fram tryggingu en það er nánast aldrei gert. Í gær var greint frá máli rúmlega þrítugs manns frá Írak sem sætti rannsókn fyrir nauðgun hér á landi en lét sig hverfa áður en honum var birt ákæra. Maðurinn var í farbanni en saksóknari sagði í samtali við fréttastofu í gær að það væri ekki alltaf mikil fyrirstaða. Árið 2012 var maður frá Litháen úrskurðaður í farbann vegna fíkniefnamáls en flúði land. Þá sendi lögreglan á Selfossi frá sér yfirlýsingu um að farbann væri á engan hátt jafn öruggt úrræði og látið hafi verið að liggja. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, tekur undir þau orð. Þrátt fyrir að flugvallarstarfsmenn og aðrir eigi að vera meðvitaðir um mál sé þessi sé umferðin mikil og reynslan sýni að ekki sé erfitt að komast úr landi þó að farbann sé í gildi. Í minnst einu tilviki hafi menn flúið þrátt fyrir að hafa afhent lögreglu vegabréf sín. Ólafur Helgi segir að í raun séu það dómarar sem ákveði hvernig þessum málum skuli háttað. Gæsluvarðhald sé langöruggasta úrræðið en vegna mannúðarsjónarmiða sé ekki alltaf hægt að grípa til þess. Ólafur segir að sennilega sé það kostnaður sem ráði því að ekki séu fleiri látnir bera staðsetningarbúnað á ökkla á meðan þeir séu í farbanni. Hann viti aðeins um eitt slíkt tilvik, það er Sindri Þór Sindrason sem var látinn bera ökklaband þegar hann kom heim eftir flóttann til Hollands. Annað úrræði, sem færri vita að er í boði, er að láta menn greiða tryggingu þegar þeir eru úrskurðaðir í farbann. Það er svipað og bandaríska kerfið sem margir þekkja úr bíómyndum. Ef þú brýtur gegn farbanninu eru peningarnir gerðir upptækir. Heimild er fyrir slíku í íslenskum lögum en Ólafur Helgi segist ekki muna eftir því að hún hafi verið nýtt í málum sem hann hefur haft aðkomu að. Lögreglumál Tengdar fréttir Í farbanni grunaður um nauðgun en komst samt úr landi Rúmlega þrítugur Íraki, sem er eftirlýstur af Interpol vegna nauðgunar á Íslandi, slapp úr landi þrátt fyrir að hann hafi verið í farbanni. Mjög erfitt er að koma í veg fyrir að menn með einbeittan brotavilji komist framhjá farbanni með því að villa á sér heimildir að sögn saksóknara. 3. september 2018 13:47 Ferðamaður grunaður um nauðgun úrskurðaður í farbann Erlendur ferðamaður hefur verið úrskurðaður í farbann til 22. október næstkomandi að kröfu lögreglunnar á Vesturlandi. Maðurinn er grunaður um nauðgun og sat hann í gæsluvarðhaldi þangað til í gær en var sleppt úr haldi. 30. ágúst 2018 17:14 Sindri Þór áfram í farbanni Landsréttur hefur staðfest farbann yfir Sindra Þór Stefánssyni þar til dómur fellur í máli hans en þó ekki lengur en til 26. október. 30. ágúst 2018 14:56 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Dæmi eru um að menn í farbanni hafi flúið land, jafnvel þó að þeir hafi verið sviptir vegabréfi. Dómarar geta farið fram á að viðkomandi gangi með staðsetningarbúnað eða leggi fram tryggingu en það er nánast aldrei gert. Í gær var greint frá máli rúmlega þrítugs manns frá Írak sem sætti rannsókn fyrir nauðgun hér á landi en lét sig hverfa áður en honum var birt ákæra. Maðurinn var í farbanni en saksóknari sagði í samtali við fréttastofu í gær að það væri ekki alltaf mikil fyrirstaða. Árið 2012 var maður frá Litháen úrskurðaður í farbann vegna fíkniefnamáls en flúði land. Þá sendi lögreglan á Selfossi frá sér yfirlýsingu um að farbann væri á engan hátt jafn öruggt úrræði og látið hafi verið að liggja. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, tekur undir þau orð. Þrátt fyrir að flugvallarstarfsmenn og aðrir eigi að vera meðvitaðir um mál sé þessi sé umferðin mikil og reynslan sýni að ekki sé erfitt að komast úr landi þó að farbann sé í gildi. Í minnst einu tilviki hafi menn flúið þrátt fyrir að hafa afhent lögreglu vegabréf sín. Ólafur Helgi segir að í raun séu það dómarar sem ákveði hvernig þessum málum skuli háttað. Gæsluvarðhald sé langöruggasta úrræðið en vegna mannúðarsjónarmiða sé ekki alltaf hægt að grípa til þess. Ólafur segir að sennilega sé það kostnaður sem ráði því að ekki séu fleiri látnir bera staðsetningarbúnað á ökkla á meðan þeir séu í farbanni. Hann viti aðeins um eitt slíkt tilvik, það er Sindri Þór Sindrason sem var látinn bera ökklaband þegar hann kom heim eftir flóttann til Hollands. Annað úrræði, sem færri vita að er í boði, er að láta menn greiða tryggingu þegar þeir eru úrskurðaðir í farbann. Það er svipað og bandaríska kerfið sem margir þekkja úr bíómyndum. Ef þú brýtur gegn farbanninu eru peningarnir gerðir upptækir. Heimild er fyrir slíku í íslenskum lögum en Ólafur Helgi segist ekki muna eftir því að hún hafi verið nýtt í málum sem hann hefur haft aðkomu að.
Lögreglumál Tengdar fréttir Í farbanni grunaður um nauðgun en komst samt úr landi Rúmlega þrítugur Íraki, sem er eftirlýstur af Interpol vegna nauðgunar á Íslandi, slapp úr landi þrátt fyrir að hann hafi verið í farbanni. Mjög erfitt er að koma í veg fyrir að menn með einbeittan brotavilji komist framhjá farbanni með því að villa á sér heimildir að sögn saksóknara. 3. september 2018 13:47 Ferðamaður grunaður um nauðgun úrskurðaður í farbann Erlendur ferðamaður hefur verið úrskurðaður í farbann til 22. október næstkomandi að kröfu lögreglunnar á Vesturlandi. Maðurinn er grunaður um nauðgun og sat hann í gæsluvarðhaldi þangað til í gær en var sleppt úr haldi. 30. ágúst 2018 17:14 Sindri Þór áfram í farbanni Landsréttur hefur staðfest farbann yfir Sindra Þór Stefánssyni þar til dómur fellur í máli hans en þó ekki lengur en til 26. október. 30. ágúst 2018 14:56 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Í farbanni grunaður um nauðgun en komst samt úr landi Rúmlega þrítugur Íraki, sem er eftirlýstur af Interpol vegna nauðgunar á Íslandi, slapp úr landi þrátt fyrir að hann hafi verið í farbanni. Mjög erfitt er að koma í veg fyrir að menn með einbeittan brotavilji komist framhjá farbanni með því að villa á sér heimildir að sögn saksóknara. 3. september 2018 13:47
Ferðamaður grunaður um nauðgun úrskurðaður í farbann Erlendur ferðamaður hefur verið úrskurðaður í farbann til 22. október næstkomandi að kröfu lögreglunnar á Vesturlandi. Maðurinn er grunaður um nauðgun og sat hann í gæsluvarðhaldi þangað til í gær en var sleppt úr haldi. 30. ágúst 2018 17:14
Sindri Þór áfram í farbanni Landsréttur hefur staðfest farbann yfir Sindra Þór Stefánssyni þar til dómur fellur í máli hans en þó ekki lengur en til 26. október. 30. ágúst 2018 14:56