„Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2018 06:33 Frá vettvangi eldsvoðans í safninu á sunnudagskvöld. Tjónið er talið ómetanlegt. vísir/epa Niðurskurði og ófullnægjandi viðhaldi er kennt um eldsvoðann í brasilísku borginni Rio de Janeiro á sunnudagskvöld en þá brann þjóðminjasafn landsins til kaldra kola með tilheyrandi tjóni fyrir sögu og menningararfleið þjóðarinnar. Benda ýmsir á að ríkisstjórnin hafi ausið peningum í að halda Ólympíuleikana í Rio árið 2016 en á sama tíma skorið niður fjárframlög til menntunar- og menningarmála. Upptök eldsins eru enn óljós en Roberto Robaday, slökkviliðsstjóri Rio de Janeiro, hefur látið hafa eftir sér að brunahanarnir tveir sem voru næst safninu hafi verið án vatns. Það hafi torveldað slökkvistarf í byrjun.Höfðu barist lengi fyrir auknu fjármagni Stjórnendur þjóðminjasafnsins hafa sagt að tjónið sem varð í eldsvoðanum sé ómetanlegt en talið er að meirihluti þeirra 20 milljón muna sem þar voru geymdir hafi orðið eldinum að bráð. Á meðal þess sem geymt var á hinu 200 ára gamla safni voru egypskir fornmunir, steingervingar og 12 þúsund ára gömul beinagrind af konu. Þá er talið að ómetanlegir fornmunir frá tímum frumbyggja í Rómönsku Ameríku hafi eyðilagst og fóru þar með heimildir um hvernig milljónir manna bjuggu í álfunni áður en Spánverjar og Portúgalar komu þangað á 15. og 16. öld. „Við börðumst fyrir auknu fjármagni í fjöldamörg ár svo við hefðum úr nægu að spila til þess að vernda það sem er nú algjörlega ónýtt. Ég fyllist vonleysi og mikilli reiði vegna þessa alls,“ sagði Luiz Duarte, einn stjórnenda safnsins, við fjölmiðla í gær. Mótmælendur saman við safnið í gær til að mótmæla forgansröðun og niðurskurði stjórnvalda og Bernando Mello Franco, einn þekktasti pistlahöfundur Brasilíu, hafði þetta að segja um eldsvoðann í grein sem hann skrifaði á vef O Globo, eins stærsta dagblaðs landsins, í gær: „Harmleikurinn á sunnudag er eins og sjálfsvíg heillar þjóðar. Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum.“ Tengdar fréttir Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56 Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Sjá meira
Niðurskurði og ófullnægjandi viðhaldi er kennt um eldsvoðann í brasilísku borginni Rio de Janeiro á sunnudagskvöld en þá brann þjóðminjasafn landsins til kaldra kola með tilheyrandi tjóni fyrir sögu og menningararfleið þjóðarinnar. Benda ýmsir á að ríkisstjórnin hafi ausið peningum í að halda Ólympíuleikana í Rio árið 2016 en á sama tíma skorið niður fjárframlög til menntunar- og menningarmála. Upptök eldsins eru enn óljós en Roberto Robaday, slökkviliðsstjóri Rio de Janeiro, hefur látið hafa eftir sér að brunahanarnir tveir sem voru næst safninu hafi verið án vatns. Það hafi torveldað slökkvistarf í byrjun.Höfðu barist lengi fyrir auknu fjármagni Stjórnendur þjóðminjasafnsins hafa sagt að tjónið sem varð í eldsvoðanum sé ómetanlegt en talið er að meirihluti þeirra 20 milljón muna sem þar voru geymdir hafi orðið eldinum að bráð. Á meðal þess sem geymt var á hinu 200 ára gamla safni voru egypskir fornmunir, steingervingar og 12 þúsund ára gömul beinagrind af konu. Þá er talið að ómetanlegir fornmunir frá tímum frumbyggja í Rómönsku Ameríku hafi eyðilagst og fóru þar með heimildir um hvernig milljónir manna bjuggu í álfunni áður en Spánverjar og Portúgalar komu þangað á 15. og 16. öld. „Við börðumst fyrir auknu fjármagni í fjöldamörg ár svo við hefðum úr nægu að spila til þess að vernda það sem er nú algjörlega ónýtt. Ég fyllist vonleysi og mikilli reiði vegna þessa alls,“ sagði Luiz Duarte, einn stjórnenda safnsins, við fjölmiðla í gær. Mótmælendur saman við safnið í gær til að mótmæla forgansröðun og niðurskurði stjórnvalda og Bernando Mello Franco, einn þekktasti pistlahöfundur Brasilíu, hafði þetta að segja um eldsvoðann í grein sem hann skrifaði á vef O Globo, eins stærsta dagblaðs landsins, í gær: „Harmleikurinn á sunnudag er eins og sjálfsvíg heillar þjóðar. Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum.“
Tengdar fréttir Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56 Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Sjá meira
Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56
Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38