Innlent

Reyndi að brjótast inn í skóla í Kópavogi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan sinnti meðal annars útkalli vegna slagsmála í Smáralind í gær.
Lögreglan sinnti meðal annars útkalli vegna slagsmála í Smáralind í gær. vísir/vilhelm
Um klukkan þrjú í nótt gerði maður tilraun til að brjótast inn í skóla í Kópavogi en í tilkynningu frá lögreglu segir að manninum hafi ekki tekist að athafna sig lengi og kom hann sér undan tómhentur.

Þá var fólk handtekið í Smáralind um klukkan sex í gærkvöldi eftir að tilkynnt var um slagsmál í verslunarmiðstöðinni. Eins og greint var frá á Vísi í gær var öxi dregin upp í átökunum en í tilkynningu lögreglu segir að lagt hafi verið hald á öxina eftir að hún fannst við öryggisleit.

Lögreglunni bárust síðan nokkrar tilkynningu í gærkvöldi um ölvaða menn sem áreittu gangandi vegfarendur í miðborginni. Um kvöldmatarleytið varð annar þeirra á vegi lögreglu. Var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til rynni af honum.


Tengdar fréttir

Ráðist á mann með öxi í Kópavogi

Lögregla telur að um einhvers konar uppgjör eða innheimtu skuldar hafi verið að ræða. Sá sem varð fyrir árásinni er sagður lítið slasaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×