Raggi Sig : „Talaði við nýju þjálfarana og fannst spennandi hlutir vera að koma“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. september 2018 20:15 S2 Sport Ragnar Sigurðsson tilkynnti eftir HM í Rússlandi að hann væri hættur í landsliðinu. Hann hefur tekið þá ákvörðun til baka og er mættur á landsliðsæfingu í Austurríki. Íslenska landsliðið kom saman til æfinga í Schruns í Austurríki í dag. Liðið á fram undan tvo leiki í Þjóðadeild UEFA. Guðmundur Benediktsson er einnig mættur til Austurríkis og spjallaði hann við Ragnar á æfingunni í dag. Fyrsta spurningin var einföld, afhverju varstu hættur í landsliðinu? „Ég hafði mínar persónulegu ástæður fyrir því, sem ég vil helst ekkert fara nánar út í,“ sagði Ragnar. „En það eru margir búnir að hvetja mig til þess að halda áfram. Margir frá KSÍ hafa hringt í mig og spurt mig út í þetta.“ „Svo talaði ég við nýju þjálfarana og mér finnst eins og það séu spennandi hlutir að fara að koma.“ „Það eru komnir nýir þjálfarar og nýtt blóð, mér fannst það bara frekar spennandi.“Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason eru saman í miðverðinum í Rostov. Verða þeir miðvarðarpar Íslands í næstu leikjum?Vísir/GettyErik Hamrén er nýi maðurinn í brúnni hjá íslenska landsliðinu. Hvernig lýst Ragga á hann? „Ég hitti hann bara í dag í fyrsta skipti en hann virðist vera fyndinn gæi og hann veit hvað hann er að tala um.“ Ragnar er á mála hjá rússneska úrvalsdeildarliðinu Rostov, sem er orðið að lítilli íslenskri nýlendu. Viðar Örn Kjartansson gekk til liðs við Rostov á föstudag og varð fjórði Íslendingurinn hjá liðinu. „Við erum að fá Viðar núna og ég hlakka til þess að sjá hann og Björn [Bergmann Sigurðarson] spila saman, ég held þeir geti gert góða hluti.“ „Við þurfum ekki fleiri Íslendinga en það kæmi mér ekki á óvart að hann næði í fleiri, hann elskar Íslendinga eigandi liðsins,“ sagði Ragnar Sigurðsson. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54 Tilkynning Ragnars kom öllum í opna skjöldu Miðvörðurinn segist hættur með landsliðinu. 27. júní 2018 21:09 Raggi hringdi eitt kvöldið og sagðist virkilega vilja spila Miðvörðurinn er mættur í slaginn. 24. ágúst 2018 13:29 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira
Ragnar Sigurðsson tilkynnti eftir HM í Rússlandi að hann væri hættur í landsliðinu. Hann hefur tekið þá ákvörðun til baka og er mættur á landsliðsæfingu í Austurríki. Íslenska landsliðið kom saman til æfinga í Schruns í Austurríki í dag. Liðið á fram undan tvo leiki í Þjóðadeild UEFA. Guðmundur Benediktsson er einnig mættur til Austurríkis og spjallaði hann við Ragnar á æfingunni í dag. Fyrsta spurningin var einföld, afhverju varstu hættur í landsliðinu? „Ég hafði mínar persónulegu ástæður fyrir því, sem ég vil helst ekkert fara nánar út í,“ sagði Ragnar. „En það eru margir búnir að hvetja mig til þess að halda áfram. Margir frá KSÍ hafa hringt í mig og spurt mig út í þetta.“ „Svo talaði ég við nýju þjálfarana og mér finnst eins og það séu spennandi hlutir að fara að koma.“ „Það eru komnir nýir þjálfarar og nýtt blóð, mér fannst það bara frekar spennandi.“Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason eru saman í miðverðinum í Rostov. Verða þeir miðvarðarpar Íslands í næstu leikjum?Vísir/GettyErik Hamrén er nýi maðurinn í brúnni hjá íslenska landsliðinu. Hvernig lýst Ragga á hann? „Ég hitti hann bara í dag í fyrsta skipti en hann virðist vera fyndinn gæi og hann veit hvað hann er að tala um.“ Ragnar er á mála hjá rússneska úrvalsdeildarliðinu Rostov, sem er orðið að lítilli íslenskri nýlendu. Viðar Örn Kjartansson gekk til liðs við Rostov á föstudag og varð fjórði Íslendingurinn hjá liðinu. „Við erum að fá Viðar núna og ég hlakka til þess að sjá hann og Björn [Bergmann Sigurðarson] spila saman, ég held þeir geti gert góða hluti.“ „Við þurfum ekki fleiri Íslendinga en það kæmi mér ekki á óvart að hann næði í fleiri, hann elskar Íslendinga eigandi liðsins,“ sagði Ragnar Sigurðsson.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54 Tilkynning Ragnars kom öllum í opna skjöldu Miðvörðurinn segist hættur með landsliðinu. 27. júní 2018 21:09 Raggi hringdi eitt kvöldið og sagðist virkilega vilja spila Miðvörðurinn er mættur í slaginn. 24. ágúst 2018 13:29 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira
Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54
Tilkynning Ragnars kom öllum í opna skjöldu Miðvörðurinn segist hættur með landsliðinu. 27. júní 2018 21:09
Raggi hringdi eitt kvöldið og sagðist virkilega vilja spila Miðvörðurinn er mættur í slaginn. 24. ágúst 2018 13:29