Nefnd um sjúkraþyrluflug klofnaði í afstöðu sinni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. september 2018 17:53 Þörfin fyrir sjúkraflutninga með þyrlum hér á landi mun fara vaxandi á næstu árum ef fram fer sem horfir en til skoðunar er að staðsetja sérstaka sjúkraþyrlu á Suðurland. Meirihluti nefndarinnar mælir þó með því að styrkja frekar viðbragð Landhelgisgæslunnar. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði í febrúar, um aukna aðkomu þyrlna að sjúkraflugi. Ekki var samstaða innan starfshópsins um hvaða leið yrði fyrir valinu og því tvær tillögur lagðar til. Annars vegar að styrkja viðbragð Landhelgisgæslunnar með fleiri áhöfnum með það að markmiði að koma á staðarvöktum á björgunarþyrlum og hins vegar að stofnsetja sérstaka sjúkraþyrlu með stuttum útkallstíma og sérhæfðum mannskap. Starfshópurinn var einhuga hvað varðar mikilvægi þess að auka eins og kostur er sjúkraflutninga með þyrlum og jafnframt nauðsyn þess að gæta hagkvæmni í ríkisrekstri en bar ekki saman um hvernig þeim markmiðum skyldi ná.Báðar leiðar dýrar Á suðvestursvæði landsins, utan höfuðborgarsvæðisins, eru um átta þúsund og sjö hundruð útköll sjúkrabíla á ári. Þar af eru fimmtán hundruð þeirra í hæsta forgangi þar sem lífi eða lífum er ógnað. Í skýrslunni kemur fram að áætla megi að þyrla myndi nýtast í um það bil einum þriðja þeirra útkalla, eða að minnsta kosti fimm hundruð útköllum á ári. Með þessu mætti því minnka álag á sjúkraflutningum í dreifbýli. Sjúkraflutningar hafa aukist umtalsvert hér á landi en helstu ástæðurnar eru breytt framboð heilbrigðisþjónustu og fjölgun erlendra ferðamanna. Á árunum 2014–2017 jókst umfang sjúkraflutninga um allt að 37% þar sem mest var, á Suðurlandi, Suðurnesjum og Akureyri. Þá hefur aukning í sjúkraflugi endurspeglað minna framboð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan stærstu þéttbýliskjarna. Hvor leiðin sem yrði fyrir valinu er kostnaðarsöm. Að styrkja viðbragð Landhelgisgæslunnar gæti numið allt að sö hundruð milljónir á ári en meðan kostnaður við sérstaka sjúkraþyrlu væri á bilinu fimm hundruð til átta hundruð og áttatíu milljónum á ári, en það væri eftir því hvernig þyrla yrði valin til þjónustunnar. Sjúkraflutningar Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Þörfin fyrir sjúkraflutninga með þyrlum hér á landi mun fara vaxandi á næstu árum ef fram fer sem horfir en til skoðunar er að staðsetja sérstaka sjúkraþyrlu á Suðurland. Meirihluti nefndarinnar mælir þó með því að styrkja frekar viðbragð Landhelgisgæslunnar. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði í febrúar, um aukna aðkomu þyrlna að sjúkraflugi. Ekki var samstaða innan starfshópsins um hvaða leið yrði fyrir valinu og því tvær tillögur lagðar til. Annars vegar að styrkja viðbragð Landhelgisgæslunnar með fleiri áhöfnum með það að markmiði að koma á staðarvöktum á björgunarþyrlum og hins vegar að stofnsetja sérstaka sjúkraþyrlu með stuttum útkallstíma og sérhæfðum mannskap. Starfshópurinn var einhuga hvað varðar mikilvægi þess að auka eins og kostur er sjúkraflutninga með þyrlum og jafnframt nauðsyn þess að gæta hagkvæmni í ríkisrekstri en bar ekki saman um hvernig þeim markmiðum skyldi ná.Báðar leiðar dýrar Á suðvestursvæði landsins, utan höfuðborgarsvæðisins, eru um átta þúsund og sjö hundruð útköll sjúkrabíla á ári. Þar af eru fimmtán hundruð þeirra í hæsta forgangi þar sem lífi eða lífum er ógnað. Í skýrslunni kemur fram að áætla megi að þyrla myndi nýtast í um það bil einum þriðja þeirra útkalla, eða að minnsta kosti fimm hundruð útköllum á ári. Með þessu mætti því minnka álag á sjúkraflutningum í dreifbýli. Sjúkraflutningar hafa aukist umtalsvert hér á landi en helstu ástæðurnar eru breytt framboð heilbrigðisþjónustu og fjölgun erlendra ferðamanna. Á árunum 2014–2017 jókst umfang sjúkraflutninga um allt að 37% þar sem mest var, á Suðurlandi, Suðurnesjum og Akureyri. Þá hefur aukning í sjúkraflugi endurspeglað minna framboð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan stærstu þéttbýliskjarna. Hvor leiðin sem yrði fyrir valinu er kostnaðarsöm. Að styrkja viðbragð Landhelgisgæslunnar gæti numið allt að sö hundruð milljónir á ári en meðan kostnaður við sérstaka sjúkraþyrlu væri á bilinu fimm hundruð til átta hundruð og áttatíu milljónum á ári, en það væri eftir því hvernig þyrla yrði valin til þjónustunnar.
Sjúkraflutningar Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira