Löglausar mjólkurhækkanir? Þórólfur Matthíasson skrifar 4. september 2018 07:00 Í 8. gr. búvörulaga (l.nr. 99/1993) er sagt fyrir um hvernig staðið skuli að því að ákvarða verð á mjólk og mjólkurvörum. Þar segir: „Ákvörðun um lágmarksverð mjólkur skal byggjast á gerð verðlagsgrundvallar fyrir bú af hagkvæmri stærð, með framleiðsluaðstöðu þar sem tekið er mið af opinberum heilbrigðis- og aðbúnaðarkröfum og hagkvæmum framleiðsluháttum.“ Nefndarmenn sem sátu í verðlagsnefnd búvara undir forsæti Kristrúnar Frostadóttur (seinnihluta árs 2017 til miðs árs 2018) veittu því eftirtekt að fyrri verðlagsnefndir höfðu virt þessi ákvæði laganna að vettugi. Þrátt fyrir skýr ákvæði um að verðlagsgrundvöllur endurspegli „hagkvæma framleiðsluhætti“ á hverjum tíma hafði verðlagsgrundvöllur kúabús verið óbreyttur frá því um árið 2000 og jafnvel fyrr. Á sama tíma hefur nyt kúa stóraukist, vinnufyrirkomulag í fjósum gjörbreyst, mjaltaþjarkar komið til sögunnar o.s.frv. Undirritaður sem sat í nefndinni á formannstíma Kristrúnar lýsti þeirri skoðun sinni á nefndarfundum að framkvæmd fyrri nefnda stríddi bæði gegn anda og bókstaf búvörulaganna. Formaður verðlagsnefndarinnar setti í gang vinnu við að reikna nýjan verðlagsgrundvöll. Þrátt fyrir eftirrekstur formanns gekk sú vinna afar hægt. Þó bárust þau boð til nefndarmanna undir lok mars 2018 að farið væri að hilla undir að nýr verðlagsgrundvöllur liti dagsins ljós. Undirritaður benti enn og aftur á að nefndin gæti ekki tekið ákvarðanir um verðbreytingar með löglegum hætti fyrr en nýr verðlagsgrundvöllur væri tilbúinn. Jafnframt benti undirritaður á að nefndin hefði allsendis ónægar upplýsingar til að ákvarða heildsöluverð mjólkur, skyrs og smjörs. Fulltrúar afurðastöðva tók mjög illa tillögum um að upplýsinga yrði aflað erlendis frá um framleiðslukostnað einstakra afurða. Í lok júní 2018 var ný verðlagsnefnd með nýjum formanni og nýjum fulltrúum landbúnaðar- og neytendamálaráðherra skipuð. Seint í ágúst 2018 samþykkti hin nýja verðlagsnefnd búvara að hækka verð á hrámjólk til bænda um 3,52% og heildsöluverð frá Mjólkursamsölunni um 5,3%. Þar af skyldi smjör hækka um 15%. Verðlagsnefndin birtir ekki neinn rökstuðning samhliða ákvörðun sinni. En ráða má að nefndin hafi metið „hækkunarþörf“ með hliðsjón af hinum löngu úrelta verðlagsgrundvelli kúabús en endurnýjuðu verðlagslíkani mjólkurvinnslunnar! Hvernig sú ákvörðun er tilkomin að hækka smjör um 15% er algjörlega órökstutt, en líklega hefur Mjólkursamsalan haft frumkvæði að þeirri gjörð. Kannski kom hið nýja kostnaðarlíkan mjólkurvinnslunnar þaðan í pósti til ráðuneytisins, hver veit. Miðað við þær upplýsingar sem ég hafði í lok mars 2018 tel ég líklegt að uppfærður verðlagsgrundvöllur kúabús liggi þegar fyrir í ráðuneytinu. Ágiskanir mínar um það hvers vegna hann er ekki notaður við síðustu ákvörðun eru jafn góðar og ágiskanir þínar, lesandi góður. En hver svo sem ástæðan er tel ég að síðasta ákvörðun verðlagsnefndar búvara sé á skjön við búvörulögin, anda þeirra og bókstaf. Ég vil hér með hvetja Umboðsmann Alþingis til að taka málið til skoðunar því lögleysa í skjóli ráðuneytisvalds er verri en önnur lögleysa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórólfur Matthíasson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í 8. gr. búvörulaga (l.nr. 99/1993) er sagt fyrir um hvernig staðið skuli að því að ákvarða verð á mjólk og mjólkurvörum. Þar segir: „Ákvörðun um lágmarksverð mjólkur skal byggjast á gerð verðlagsgrundvallar fyrir bú af hagkvæmri stærð, með framleiðsluaðstöðu þar sem tekið er mið af opinberum heilbrigðis- og aðbúnaðarkröfum og hagkvæmum framleiðsluháttum.“ Nefndarmenn sem sátu í verðlagsnefnd búvara undir forsæti Kristrúnar Frostadóttur (seinnihluta árs 2017 til miðs árs 2018) veittu því eftirtekt að fyrri verðlagsnefndir höfðu virt þessi ákvæði laganna að vettugi. Þrátt fyrir skýr ákvæði um að verðlagsgrundvöllur endurspegli „hagkvæma framleiðsluhætti“ á hverjum tíma hafði verðlagsgrundvöllur kúabús verið óbreyttur frá því um árið 2000 og jafnvel fyrr. Á sama tíma hefur nyt kúa stóraukist, vinnufyrirkomulag í fjósum gjörbreyst, mjaltaþjarkar komið til sögunnar o.s.frv. Undirritaður sem sat í nefndinni á formannstíma Kristrúnar lýsti þeirri skoðun sinni á nefndarfundum að framkvæmd fyrri nefnda stríddi bæði gegn anda og bókstaf búvörulaganna. Formaður verðlagsnefndarinnar setti í gang vinnu við að reikna nýjan verðlagsgrundvöll. Þrátt fyrir eftirrekstur formanns gekk sú vinna afar hægt. Þó bárust þau boð til nefndarmanna undir lok mars 2018 að farið væri að hilla undir að nýr verðlagsgrundvöllur liti dagsins ljós. Undirritaður benti enn og aftur á að nefndin gæti ekki tekið ákvarðanir um verðbreytingar með löglegum hætti fyrr en nýr verðlagsgrundvöllur væri tilbúinn. Jafnframt benti undirritaður á að nefndin hefði allsendis ónægar upplýsingar til að ákvarða heildsöluverð mjólkur, skyrs og smjörs. Fulltrúar afurðastöðva tók mjög illa tillögum um að upplýsinga yrði aflað erlendis frá um framleiðslukostnað einstakra afurða. Í lok júní 2018 var ný verðlagsnefnd með nýjum formanni og nýjum fulltrúum landbúnaðar- og neytendamálaráðherra skipuð. Seint í ágúst 2018 samþykkti hin nýja verðlagsnefnd búvara að hækka verð á hrámjólk til bænda um 3,52% og heildsöluverð frá Mjólkursamsölunni um 5,3%. Þar af skyldi smjör hækka um 15%. Verðlagsnefndin birtir ekki neinn rökstuðning samhliða ákvörðun sinni. En ráða má að nefndin hafi metið „hækkunarþörf“ með hliðsjón af hinum löngu úrelta verðlagsgrundvelli kúabús en endurnýjuðu verðlagslíkani mjólkurvinnslunnar! Hvernig sú ákvörðun er tilkomin að hækka smjör um 15% er algjörlega órökstutt, en líklega hefur Mjólkursamsalan haft frumkvæði að þeirri gjörð. Kannski kom hið nýja kostnaðarlíkan mjólkurvinnslunnar þaðan í pósti til ráðuneytisins, hver veit. Miðað við þær upplýsingar sem ég hafði í lok mars 2018 tel ég líklegt að uppfærður verðlagsgrundvöllur kúabús liggi þegar fyrir í ráðuneytinu. Ágiskanir mínar um það hvers vegna hann er ekki notaður við síðustu ákvörðun eru jafn góðar og ágiskanir þínar, lesandi góður. En hver svo sem ástæðan er tel ég að síðasta ákvörðun verðlagsnefndar búvara sé á skjön við búvörulögin, anda þeirra og bókstaf. Ég vil hér með hvetja Umboðsmann Alþingis til að taka málið til skoðunar því lögleysa í skjóli ráðuneytisvalds er verri en önnur lögleysa.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun