Ronaldo búinn að kaupa meirihluta í Real Valladolid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2018 11:30 Ronaldo með HM-bikarinn sem hann vann bæði 1994 og 2002. Vísir/Getty Ronaldo hefur keypt upp 51 prósent eignarhluta í spænska úrvalsdeildarliðinu Real Valladolid. Þessi fyrrum leikmaður Real Madrid, Barcelona og brasilíska landsliðsins keypti meirihluta í félaginu fyrir 30 milljón evrur. Ronaldo var á sínum tíma besti fótboltamaður í heimi og lengi markahæsti leikmaður HM frá upphafi.@ronaldo ya presume de la blanquivioleta #RealValladolidpic.twitter.com/CVT5ePqQD4 — Real Valladolid C.F. (@realvalladolid) September 3, 2018Meðal eiganda spænska félagsins eru forseti félagsins og fyrrum meirihluta eigandi, Carlos Suarez sem og Oscar Puente, borgarstjóri Valladolid. „Ég hef náð mér í mikla reynslu á mínum fótboltaferli og sú reyna hefur undirbúið mig fyrir að taka þetta skref núna. Fótboltinn er alltaf ástríða fyrir mig,“ sagði Ronaldo á blaðamannafundi þar sem kaup hans voru kynnt.BREAKING: Brazilian legend Ronaldo has purchased 51% of @LaLiga side @realvalladolidpic.twitter.com/pJkhfEYvGd — B/R Football (@brfootball) September 3, 2018 Carlos Suarez átti 66 prósent hluta í félaginu en var tilbúinn að selja Ronaldo stóran hluta af því. „Koma Ronaldo mun setja Real Valladolid á kortið og hjálpa félaginu að ná í hæfileikaríka leikmenn. Ég býð hann velkominn hingað,“ sagði Carlos Suarez. Diario de Valladolid hafði skrifað frétt um möguleg kaup Ronaldo síðasta vor og að þau myndu aðeins ganga í gegn ef liðið kæmist upp í La Liga sem það og gerði.BREAKING: Brazil and Real Madrid legend Ronaldo has purchased 51% of Real Valladolid. Full story: https://t.co/B936mZH4Dipic.twitter.com/NjkuP0e5kk — ESPN FC (@ESPNFC) September 3, 2018Skuldir Real Valladolid eru sagðar vera 25 milljónir evra. Ronaldo mun nú setjast í forsetastól Real Valladolid en Carlos Suarez verður í meira fulltrúahlutverki. Real Valladolid var mikið í fréttunum í síðustu viku þegar leikmenn Barcelona kvörtuðu yfir ástandinu á grasinu á leikvangi félagsins. Leikmenn Barca tóku þá upp heilu þökurnar. Ronaldo lék á sínum tíma 37 leiki með Barcelona í spænsku deildinni og 127 leiki með Real Madrid. Hann skoraði 34 deildarmörk fyrir Barca og 83 deildarmörk fyrir Real. Ronaldo var því alls með 117 mörk í aðeins 164 leikjum í spænsku deildinni. Ronaldo lék einnig með bæði Internazional og AC Milan og er sá eini sem hefur skorað fyrir bæði lið í Mílanó derby leiknum og El Clasico. Spænski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira
Ronaldo hefur keypt upp 51 prósent eignarhluta í spænska úrvalsdeildarliðinu Real Valladolid. Þessi fyrrum leikmaður Real Madrid, Barcelona og brasilíska landsliðsins keypti meirihluta í félaginu fyrir 30 milljón evrur. Ronaldo var á sínum tíma besti fótboltamaður í heimi og lengi markahæsti leikmaður HM frá upphafi.@ronaldo ya presume de la blanquivioleta #RealValladolidpic.twitter.com/CVT5ePqQD4 — Real Valladolid C.F. (@realvalladolid) September 3, 2018Meðal eiganda spænska félagsins eru forseti félagsins og fyrrum meirihluta eigandi, Carlos Suarez sem og Oscar Puente, borgarstjóri Valladolid. „Ég hef náð mér í mikla reynslu á mínum fótboltaferli og sú reyna hefur undirbúið mig fyrir að taka þetta skref núna. Fótboltinn er alltaf ástríða fyrir mig,“ sagði Ronaldo á blaðamannafundi þar sem kaup hans voru kynnt.BREAKING: Brazilian legend Ronaldo has purchased 51% of @LaLiga side @realvalladolidpic.twitter.com/pJkhfEYvGd — B/R Football (@brfootball) September 3, 2018 Carlos Suarez átti 66 prósent hluta í félaginu en var tilbúinn að selja Ronaldo stóran hluta af því. „Koma Ronaldo mun setja Real Valladolid á kortið og hjálpa félaginu að ná í hæfileikaríka leikmenn. Ég býð hann velkominn hingað,“ sagði Carlos Suarez. Diario de Valladolid hafði skrifað frétt um möguleg kaup Ronaldo síðasta vor og að þau myndu aðeins ganga í gegn ef liðið kæmist upp í La Liga sem það og gerði.BREAKING: Brazil and Real Madrid legend Ronaldo has purchased 51% of Real Valladolid. Full story: https://t.co/B936mZH4Dipic.twitter.com/NjkuP0e5kk — ESPN FC (@ESPNFC) September 3, 2018Skuldir Real Valladolid eru sagðar vera 25 milljónir evra. Ronaldo mun nú setjast í forsetastól Real Valladolid en Carlos Suarez verður í meira fulltrúahlutverki. Real Valladolid var mikið í fréttunum í síðustu viku þegar leikmenn Barcelona kvörtuðu yfir ástandinu á grasinu á leikvangi félagsins. Leikmenn Barca tóku þá upp heilu þökurnar. Ronaldo lék á sínum tíma 37 leiki með Barcelona í spænsku deildinni og 127 leiki með Real Madrid. Hann skoraði 34 deildarmörk fyrir Barca og 83 deildarmörk fyrir Real. Ronaldo var því alls með 117 mörk í aðeins 164 leikjum í spænsku deildinni. Ronaldo lék einnig með bæði Internazional og AC Milan og er sá eini sem hefur skorað fyrir bæði lið í Mílanó derby leiknum og El Clasico.
Spænski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira